Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Side 63

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Side 63
íháljieik Yfirburðasigur Skúla Skúli Óskarsson, UÍA var kjörinn „íþróttamaður árs- ins“, af Samtökum íþrótta- fréttamanna, og var tilkynnt um kosningu hans 5. janúar sl. Hlaut Skúli 68 stig af 70 mögulegum í kosningu íþróttafréttamannanna, en aðrir sem hlutu stig í þessari kosningu voru eftirtalin: Ósk- ar Jakobsson, ÍR (frjálsar íþróttir) 49 stig, Hreinn Halldórsson, KR (frjálsar íþróttir) 48 stig, Jón Diðriks- son, UMSB (frjálsar íþróttir) 37 stig, Sigurður Jónsson, ísaf. (skíði) 35 stig, Pétur Péturs- son, ÍA (knattspyrna) 25 stig, Jón Sigurðsson, KR (körfu- knattleikur) 22 stig, Karl Þórðarson, ÍA (knattspyrna) 22 stig, Vilmundur Vilhjálms- son, KR (frjálsar íþróttir) 21 stig, Gústaf Agnarsson, KR (lyftingar) 10 stig, Þórunn Alfreðsdóttir, Ægi (sund) 10 stig. Ragnar Ólafsson, GR (golf) 6 stig, Þorsteinn Bjarnason, ÍBK (knattspyrna) 6 stig, Þorbjörn Guðmunds- son, Val (handknattleikur) 4 stig, Árni Indriðason, Víking (handknattleik) 3 stig, Jóhann Kjartansson, TBR (badmin- ton) 2 stig, Ingi Björn Alberts- son, Val (knattspyrna) 2 stig, Sigurður T. Sigurðsson, KR (fimleikar) 2 stig, Axel Axels- son, GWD (handknattleikur) 1 stig, Ásgeir Sigurvinsson, Standard Liege (knattspyrna 1 stig, Gunnar Einarsson Haukum (handknattleikur) 1 stig, Hugi S. Harðarson, HSK (sund) 1 stig og Sigurður Har- aldsson (knattspyrna) 1 stig. Frjáisíþróttamenn oftast fyrir valinu íþróttamaður ársins hefur nú verið valinn hérlendis í 23 ár. Sá fyrsti er hlaut þennan titil var frjálsíþróttamaðurinn Vilhjálmur Einarsson, og er hann jafnframt sá íþrótta- maður sem oftast hefur hlotið titilinn, eða 5 sinnum alls. Alls hefur titillinn fallið 12 sinnum til frjálsíþróttamanna, þrisvar til sundfólks, þrisvar til hand- knattleiksfólks, þrisvar til knattspyrnumanna, og körfu- knattleiksmaður hefur einu sinni hlotið titilinn, svo og lyftingamaður. Auk Vilhjálms Einarssonar hafa þrír íþrótta- menn hlotið titilinn oftar en einu sinni, þeir Valbjörn Þor- láksson, Guðmundur Gísla- son og Hreinn Halldórsson. Mikill áhugi á HM Sex lönd hafa þegar sent inn beiðni til FIFA, Alþjóða- sambands knattspyrnu- manna, um að fá að halda úr- slitakeppni heimsmeistara- keppninnar árið 1990. Eru þau eftirtalin: Bandaríkin, Belgía, Holland, Júgóslavía og Sovétríkin. Kaiserlautern setti met í vestur-þýzku 1. deildar keppninni í knattspyrnu hefur lið FC Kaiserslautern komið verulega á óvart í vetur. Liðið lék þá 14 leiki í röð, án taps, og er það nýtt met í deildinni. Fimmtánda leiknum tapaði hins vegar Kaiserlautern illa, eða 1—5. Var sá leikur við Borussia Mönchengladbach. Puskas leikur enn Nýlega sagði íþróttablaðið frá hinum fræga knattspyrnu- manni sir Stanley Matthews, sem enn leikur knattspyrnu, þótt hann sé kominn á sjö- tugsaldurinn. En það eru fleiri en hann sem eiga erfitt með að leggja skóna algjörlega á hill- una. Þannig leikur hinn frægi ungverski knattspyrnumaður Puskas enn knattspyrnu í frí- stundum sínum. Hann er nú 51 árs að aldri og á orðið tvö barnabörn. 63

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.