Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Qupperneq 4

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Qupperneq 4
i— ÍÞRÓTTABLA ÐIÐ íþróttir og útilíf Málgagn íþróttasambands íslands Ritstjórar: Sigurður Magnússon og Steinar J. Lúðvíksson Framkvæmdastjóri: Pétur J. Eiríksson Skrifstofa ritstjórnar: íþróttamiðstöðinni Laugardal Útgefandi: Frjálst framtak hf. Framkvæmdastjóri: Jóhann Briem Auglýsingastjóri: Sjöfn Sigurgeirsdóttir Skrifstofa og afgreiðsla: Ármúla 18 Símar 82300, 82302 Áskriftargjald kr. 830 á mánuði, jan. — apríl 3320.— Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar Prentun á kápu: Prenttækni hf. Bókband: Félagsbókbandið hf. Litgreining kápu: Korpus hf. Héraðssambönd innan ÍSÍ: Héraðssamband Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu Héraðssamband Strandamanna Héraðssamband Suður-Þingeyinga Héraðssamband Vestur-ísfirðinga Héraðssambandið Skarphéðinn íþróttabandalag Akraness íþróttabandalag Akureyrar íþróttabandalag Hafnarfjarðar íþróttabandalag ísaffjarðar íþróttabandalag Keflavíkur íþróttabandalag ólafsfjarðar íþróttabandalag Reykjavíkur íþróttabandalag Siglufjarðar íþróttabandalag Suðurnesja íþróttabandalag Vestmannaeyja Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands Ungmennasamband A.-Húnvetninga Ungmennasamband Borgarfjarðar Ungmennasamband Dalamanna Ungmennasamband Eyjafjarðar Ungmennasamband Kjalarnessþings Ungmennasamband Skagafjarðar Ungmennasamband V.-Húnvetninga Ungmennasamband V.-Skaftfellinga Ungmennasambandið Úlfljótur Sérsambönd innan ÍSÍ: Badmintonsamband íslands Blaksamband íslands Borðtennissamband íslands Fimleikasamband íslands Glímusamband íslands Golfsamband íslands Handknattleikssamband íslands Júdósamband íslands Knattspyrnusamband íslands Körfuknattleikssamband íslands Lyftingasamband íslands Siglingasamband íslands Skíðasamband íslands Skotsamband íslands Sundsamband íslands Ritstjómarspjall Landshlaup F.R.Í. — lofsvert framtak — Landshlaut FR( — þ.e. hringhlaupið kringum landið — sem hófst á Laugardalsvellinum 17. júní s.l. og lauk á sama stað hinn 26. júní, er tvímælalaust meðal merkustu íþróttaviðburða hérlendis fyrr og síðar, sumir segja merkasti viðburðurinn. Hlaupnir voru 2500 km og þátttakendur, sem voru frá öllum héraðs- samböndum landsins, voru rösklega 4 þúsund og á öllum aldri, eða frá tveggja til 87 ára. Meira að segja Vestmannaeyingar, sem reyndar eru þekktir að því að vera stórir í sniðum, létu sig ekki muna um að fljúga til „meginlandsins" til að geta skilað sínum áfanga í hlaupinu. Hlaup af þessu tagi sjá ekki oft dagsins Ijós þótt víða væri leitað. Ljóst er, að óhemju vinna og sérlega gott skipulag liggur að baki þessu framtaki og ærin ástæða að meta að verðleikum og þakka þeim, sem þar eiga hlut að máli. En að öllum ólöstuðum mun hlutur Sigurðar Helga- sonar, formanns Útbreiðslunefndar FRf, vera stærstur í þessu umfangs- mikla viðfangsefni. Landshlaupið vakti óskipta athygli allra landsmanna og stuttar en tíðar fréttir (stundum oft á dag) um það, hvar hlauparnir væru staddir, hvernig þeim gengi, hvernig aðstæður væru o.s.frv., voru skemmtilegt og jákvætt framlag í fréttum þann daginn, sem því miður bera oft sterkan keim af stéttabaráttu, verkföllum, verðhækkunum og alls kyns óáran, sem herjar okkar fámenna þjóðfélag. Að þessu leyti hafði Landshlaup FRf veruleg áhrif í því að sameina í stað þess að sundra. En þýðingarmestu áhrif hlaupsins eru án efa hin mikla athygli sem það vakti og áhuginn sem það skóp meðal almennings fyrir íþróttum og íþróttastarfinu sem unnið er. í allri þeirri viðleitni, sem íþróttahreyfingin hefur í frammi til að fá fjöldann til að vera með og tileinka sér íþróttir og útivist, virkar viðburður eins og Landshlaup FRÍ sem vítamínsprauta. Áhrifa þess mun gæta bæði víða og lengi. Fjárhagshliðin — Auglýsingar All mikil blaðaskrif hafa orðið um fjárhagshlið þessa umtalaða hlaups og auglýsingastarfsemina sem því tengist. Gerast margir stóryrtir í þeim efnum og er sýnilegt að ýmsar og mismunandi ástæöur liggja að baki þessum skrifum. íþróttablaðið blandað sér út af fyrir sig ekki inn í þau skrif, en vill hins vegar benda á, að auglýsingastarfsemin í tengslum við Landshlaup FRÍ, sem fólgin var í því að hlaupararnir báru á sér auglýsingu frá Morgun- blaðinu, er alls ekki nein nýjung. Miklu fremur er hér um stigsmun að ræða frá ýmsu öðru sem viðgengst og hefur viðgengist árum saman, og þessi stigsmunur er fyrst og fremst fólginn í því hversu sjálft auglýs- ingagildið er mikið í þessu tilviki. Allir vita, að íþróttahreyfingin hefur um áratuga skeið reynt að afla sér fjár með sölu alls kyns auglýsinga, t.d. í leikskrám, á íþróttabúningum, á íþróttamannvirkjum, á möppum fyrir þingfulltrúa og á ýmsan annan hátt. Þetta á við um land allt. Menn geta svo haft sínar skoðanir á því, hvort slík auglýsingasala eigi að viðgangast yfirleitt, en meðan hún er svo almenn sem raun ber vitni, verður FRÍ varla legið á hálsi fyrir að hafa notað þá auglýsingu í lands- hlaupinu, sem það taldi sér hagkvæmasta. 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.