Íþróttablaðið - 01.07.1979, Síða 7
Það hefur færst mjög f vöxt að leikir tefjist vegna þess að leikmenn þurfi á aðhlynningu að halda. Getur verið
erfitt fyrir dómara að meta hvenær hann á að hleyþa hjúkrunarmanni inn á völlinn, þar sem meiðslin eru
ekki alltafjafn mikil og knattsþyrnumennirnir vilja vera láta.
fylgjast með því nýjasta í knatt-
spyrnunni á hverjum tíma.
Eitt er það sem gerir stundum
knattspyrnuleiki leiðinlega. Það
eru hinar eilífu aðhlynningar á
leikmönnum inni á vellinum.
Auðvitað kemur það fyrir að
menn þurfa á aðhlynningu að
halda, en oftar er það þó ekki.
Mjög erfitt er fyrir dómara að
meta hvenær hann eigi að hleypa
„hjúkrunarmanni" inn á völlinn.
En einhvern veginn þarf að sam-
ræma þetta, en ekki láta það bara
ráðast eftir því hver dæmir í það
og það skiptið, hvort aðhlynning
er leyfð eða ekki. Oft fá leikmenn
t.d. aðeins sinadrátt og í slíkum
tilfellum finnst mér að ekki eigi
að leyfa aðhlynningu. Sumir
dómarar leyfa það, en aðrir ekki.
Ég veit að það er mjög erfitt að
skera úr um þetta, eða búa til
ákveðnar reglur, en það mætti þó
alla vega reyna að gera það.
Eitt atriði finnst mér að dóm-
arar megi taka mjög hart á, en
það er þegar leikmaður „leikur“
að það sé brotið á honum, t.d.
með því að taka smá flugferð,
eins og lappirnar hafi verið
klipptar undan honum af nær-
stöddum varamanni. Fyrir
slíkan látbragðsleik á hiklaust að
veita gult spjald. Því ef dómarinn
sér ekki í gegnum leikaraskapinn
og álítur að varnarmaðurinn hafi
brotið eins illa af sér og and-
stæðingur hans er að leika, þá er
mjög líklegt að hann fái gula
spjaldið.
Eins og málum er háttað um
þessar mundir fá Reykjavíkurfé-
lögin aðeins að leika á aðalleik-
vanginum í Laugardalnum þegar
þau leika innbyrðisleiki í deild-
inni. Það gerir 8 leiki á lið. Ég
minnist á þetta vegna þess að mér
finnst að hugsanlega væri það
hagstæðara fyrir Reykjavíkurlið-
in að þeim væri frekar úthlutað 8
leikjum á vellinum, sem þau
gætu síðan ráðið sjálf hvaða
andstæðinga þau kjósa að leika
við þar, því að óneitanlega draga
leikir misjafnlega að sér áhorf-
endur og það segir sig sjálft, að
það koma fleiri að horfa á leiki á
aðalleikvanginum en þeim efri,
t.d. ef rigning er þegar leikurinn
fer fram. Þá ræður og alltaf miklu
um aðsóknina hvernig staðan er í
deildinni, og fleiri atriði koma
þarna auðvitað inn í.
Með kveðju
Ingi Björn Albertsson
7