Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 16

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 16
Ætlaði að þjálfa á Vopnafirði en ákvað að vera með ÍBV enn eitt sumar Knattspyrnan hefur löng- um verið talin þjóðaríþrótt Vestmannaeyinga og er það ekki fjarri lagi. Vestmanan- eyingar hafa lengi haft á að skipa einu besta knatt- spyrnuliði landsins og hafa átt sæti í 1. deild um ára- raðir. Það gefur auga leið að margir frægir knatt- spyrnumenn hafa alist upp í Eyjum og að sjálfsögðu ber hæst nafn Ásgeirs Sigur- vinssonar sem nú er at- vinnuknattspyrnumaður í Belgíu. En það eru fleiri leikmenn sem vert er að gefa gaum í Vestmanna- eyjaliðinu. Einn marksækn- asti miðframherji þeirra Eyjamanna hefur lengi verið Tómas Pálsson og þegar íþróttablaðið var á ferð í Eyjum fyrir nokkru, heim- sóttum við Tómas í vinnuna en hann er gjaldkeri í útibúi Útvegsbankans í bænum. Ég er Týrari af lífi og sál — Hvenær ert þú fæddur? „Ég er fæddur hér í Vest- mananeyjum þann 4. september, 1950.“ — Og hvenær taka íþróttirnar völdin? „Það var nú mjög fljótlega því að þegar ég man fyrst eftir mér þá hafði það gerst. Ég gekk strax í Tý og reyndar er ég ekki alveg viss um ástæðuna fyrir því, því að faðir minn var Þórari. Ég hugsa að það hafi verið vegna þess að félagarnir gengu í Tý. Hvort sem það var fyrir áeggjan pabba eða ekki, þó fór ég reyndar einn vetur í Þór og æfði með þeim en mér leist ekki á aðstæður og skipti því aftur yfir. Fótboltinn var alltaf númer eitt hjá mér en ég stundaði

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.