Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 31

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 31
aukastaf og skal sú einkunn strax kynnt með spjaldauppréttingu. En einkunnir dómara fyrir hvert atriði fyrir sig skulu birtar al- menningi á sérstakri töflu svo fljótt sem auðið er. Af þessu er ljóst að ritarar verða annað hvort að láta fyrsta aukastaf haldast óbreyttan eða hækka hann upp, eftir því hvað annar aukastafur er hár. Þannig getur einn hestur verið heppinn og fengið margar upphækkanir en annar óheppinn og fengið enga. Einmitt þetta gerðist á Hvítasunnukappreiðum Fáks. Máni og Brjánn voru mjög svipaðir að stigum, en við fyrsta útreikning hækkuðu einkunnir Brjáns meira upp og hann var broti úr stigi hærri. Við nákvæm- an útreikning snerist dæmið hins vegar við og Mána einkunn varð brotinu hærri. Dómstjóri úr- skurðaði að nákvæmur útreikn- ingur skyldi ráða röðinni, en í reglurnar vantar skýr ákvæði um þetta. Verði ekki leyft að biðja kepp- endur að sýna hverja gangtegund á heilli langhlið er hætt við að störf dómara verði æði erfið og jafnvel tilviljanakennd. Svo getur farið að sýningin verði þá sundurlaus og sífelldar gang- skiptingar, einkum hjá óvönum sýnendum. Að sjálfsögðu setur það dómara í vanda, þar sem hann hefur ekki fengið heillega mynd af getu hestsins. Úrslitakeppni getur orðið mikið og gott sýningaratriði og er það ágætur kostur, sem mun auka á fjölbreytni í mótahaldi. En menn hafa tekið eftir brota- löm í reglum um hana. Ákvæðið í reglum um að dómari skuli fara á bak hestunum til að finna vilja þeirra og mýkt, gefur ótvírætt til kynna að menn hafi ákveðið að þannig fáist raunhæfasti dómur- inn á þessi atriði. Því stingur mjög í stúf að einkunnin sem þannig fæst skuli ekki ráða röð hestanna í úrslitum, hvað snertir vilja og mýkt, heldur skal dómari nú meta þessi atriði af sjónhend- ingu, og það þegar meira er um vert að rétt sé metið. II Kappreiðar Skeið Sjaldan, ef nokkurn tíma, hafa svo margir snjallir vekringar mætt til leiks á kappreiðum Fáks. Flestar skærustu stjörnurnar frá síðasta sumri komu, það vantaði aðeins Trausta á Sigmundarstöð- um og Gust í Stykkishólmi til að allir sem hlaupa á skemmri tíma en 23 sek. mættu. í fyrsta sinn hjá Fák var nú raðað upp í seinni umferð, þannig að þeir sem best- um tíma náðu í fyrri umferð hlupu saman í þeirri seinni. Stemmningin var geysileg, menn bjuggust við að fá að sjá uppgjör milli Skjóna frá Móeiðarhvoli og Fannars. Fannar á gildandi met, 22,2 sek. Skjóni hljóp í fyrra á 22,1 sek. en ekki var sótt um staðfestingu á því meti. Og Fannar hljóp á Lagarfljótsbrú í fyrra á 21,5 sek, en það fékkst ekki staðfest sem met. I fyrri um- ferðinni hljóp Skjóni á 22,8 sek. en Fannar á 22,9. Báðir eru mjög öruggir vekringar og fipast varla sprettur. Tvisvar áður höfðu þeir mæst á skeiðvellinum og einmitt þá spretti lá Fannar ekki. Og það ótrúlega gerðist nú að þriðja sprettinn sem þeir hlupu saman lá Fannar ekki heldur. Allt er þegar þrennt er, segir gamalla manna mál, en fullreynt þegar fernt er. Þessir tveir eiga án efa eftir að mætast oftar og það hlýt- ur að reka að því að báðir liggi og þá verður gaman að sjá. Tímarnir úr fyrri umferð réðu úrslitum, og Vafi varð þriðji á 23,8 sek. Brokk í einu orði sagt: Hörmung. Nítján hestar voru skráðir til keppni, fjórir brokkuðu báða sprettina heila og örfáir til við- bótar skiluðu öðrum. Enginn þeirra brokkaði fallega og fljót- asti hestur var nærri hálfri mín- Ræsir í starfi. Guðmundur Agnarsson hefur sennilega ræst fleiri hesta íhlaup en nokkur annar íslendingur. útu lengur að fara 800 metrana en gamli klárinn í Stórulág gerði í fyrra. Ef keppni í brokki á ekki að deyja út, verður nú þegar að gera átak til að hefja það til meiri reisnar. Það verður að fá ein- hverja af þessum fjaðurmögnuðu fljúgandi brokkurum, sem nóg er til af, til að taka þátt í keppni. Og um fram allt ættu menn að muna að ekki þýðir að koma með óþjálfaðan hest til keppni í brokki frekar en í öðrum grein- um, nema síður væri. Með því sýnir knapinn áhorfendum, sjálf- um sér og hestinum lítilsvirðingu. Stökk Tuttugu hross voru skráð í unghrossahlaup, flest hlupu vel, 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.