Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Qupperneq 33

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Qupperneq 33
firði, 18,9 sek. en Don, sem nú hleypur sitt þriðja sumar í fola- hlaupi, varð annar á 19,1 sek. Engu er logið þótt sagt sé að mikil spenna hafi verið í loftinu fyrir úrslit í 350 m stökki. Sjónir manna beindust aðallega að hlaupadísunum Maju og Gjálp, sem báðar hlupu frábærlega vel í fyrra, og Kóng og Stormi sem voru fremstir í folahlaupinu í fyrra ásamt Reyk. Þessi fjögur komust í úrslit ásamt tveim lítið þekktum hestum, Silfurtopp og Óla. Óli þessi hafði að vísu sigrað á þeim tveim kappreiðum sem verið höfðu fyrr í vor, en ekki á sérstaklega góðum tíma og við litla keppni. Nú hljóp hann sem hinn öruggi sigurvegari og hrein- lega stakk hina frægu hlaupa- gikki af. Hann náði betri tíma en nokkur hestur af hinu „sterkara“ kyni hefur áður gert, 25,0 sek. Þetta er að vísu mjög góður tími, en enn er erfið sekúndubrot yfir að stíga áður en hann nær að jafna eða bæta metið, sem er 24,4 sek. Hin hlupu líka vel, en voru all fjarri sinu besta. í 800 m stökki hafði Þróttur yfirburði. Hann átti bestan tíma í þessu hlaupi í fyrra og sannaði nú að það var engin tilviljun. Það kom meira á óvart að tvö ung hross, sem voru í folahlaupi í fyrra, skutu þeim eldri og reynd- ari aftur fyrir sig og urðu í öðru og þriðja sæti, þau Reykur og Tinna. í lokin fór fram viðvaninga- skeið við lítinn glæsibrag og orðstír. III Hugleiðingar um mótahald Vandamál mótanna Á seinni árum hefur keppnis- greinum fjölgað og þátttaka auk- ist svo á mótum hestamanna, að þau eru orðin mjög umfangs- mikil. Nú orðið er sá háttur hafður á hjá flestum félögum að gæðingar eru dæmdir og ung- lingakeppni er háð áður en hið auglýsta mót hefst. Það nægir þó ekki til að halda mótum innan þess ramma í tíma, sem æskilegt er. Mót Fáks stóð t.d. fast að sex tímum og þreytast menn á styttra „prógrammi“ þótt í góðu veðri sé. Það er vitanlega lofsvert að mikil þátttaka skuli vera í mótum og til þeirra er stofnað í þeim til- gangi að efla félagsanda og að sem flestir komi með hesta sína og taki þátt í leikum. Ekkert má gera til að setja hömlur á þátttöku félagsmanna í félagsmótum, þau bera grósku í hestamennskunni gott vitni. Nú á tímum eru öll mál, sem krefjast úrlausnar, kölluð vanda- mál, allir menn eru meira og minna uppteknir af að finna lausn á „vandanum“. Vandamál hestamannafélaganna varðandi mótin eru ekki ómerkilegri en hver önnur og krefjast ekki síður lausnar. Það er ekkert smámál fyrir mót úti í sveitum, að stór hluti áhorfenda og jafnvel þátt- takendur verða að yfirgefa mótið Framhald á bls. 82. Frá verðlaunaafhendingu i kapp- rleðum. Sigurvegari í 800 m stökki tekur við bikar. I baksýn er knap- inn á öðrum hesti að kallast á við hóp áhorfenda og sá sem þriðja sætið hlaut er lengst til vinstri. í kring eru menn og hestar í óreglulegum hópum. Það er ósköp lítill hátíðarsvipur yfir at- höfninni. Hestakynning Tökum börn á aldrinum 8—13 ára á námskeió í meðferð og umgengni við hross. Hvert námskeið stendur í 12 daga. 1. 2. júlí—13. júlí. 2. 16. júlí— 27. júlí. 3. 30. júlí— 10. ágúst. 4. 13. ágúst — 24. ágúst. Upplýsingar í síma 99-6555. Tamningastöðin Þjótanda við Þjórsárbrú. 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.