Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Qupperneq 35

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Qupperneq 35
RONNIE ROOKE Saga enskrar knattspyrnu geymir nöfn margra litríkra knattspyrnumanna, og er það að vonum þar sem knattspyrnan hefur svo lengi verið þjóðaríþrótt þar í landi, og helzta áhugaefni fjölda manna. Afburðamenn í íþróttinni hafa verið dýrk- aðir sem hetjur og þeir hafa jafnvel meiri laun en æðstu ráðamenn þjóðarinnar. Eins og íþróttin bíður raunar upp á, beinist athyglin oftast að þeim sem skora mörkin í leikjunum, þeim er fyrst og fremst hampað, þótt aðrir leikmenn standi þeim ef til vill ekki að baki, þegar á allt er litið. Og Englendingar hafa löngum átt leikmenn sem skorað hafa mörg mörk. Gengi þessara leik- manna er að vísu misjafnt, og sennilega mun það aldrei endur- taka sig að einn og sami leik- maðurinn skori 60 mörk á einu keppnistímabili í 1. deild, einsog gerðist keppnistímabilið 1927— 1928, þegar hinn frægi Dixie Dean var upp á sitt bezta. Knatt- spyrnan hefur líka breytzt mikið frá þessum tíma. Varnarleikurinn hefur verið lagfærður og meira lagt upp úr honum, færri mörk eru skoruð en áður og einstak- lingsframtakið hefur minna að segja. En Englendingar virðast sakna þessara fornu frægðardaga markakónganna. Eitt brezku dagblaðanna Daily Express tók sig í það minnsta til og ákvað að veita þeim leikmönnum 10.000 punda verðlaun sem skoruðu 30 mörk eða fleiri í 1. eða 2. deild. Þetta var árið 1976, en þá hafði um nokkurt skeið verið undan- tekning að leikmenn næðu þessu takmarki, og var það ekki fyrr en í fyrra sem Everton-leikmaður- DIXIE DEAN inn Bob Latchford skoraði 30 mörk og krækti í þessi mjög svo girnilegu verðlaun. Enginn slær Greves út Þótt saga enskrar knattspyrnu geymi nöfn margra snjallra makrakónga, er þó eitt nafn sem ber hæst af öllum. Það er nafn Jimmy Greaves, sem á einstæðan feril að baki sem markaskorari. Hann setti það met á þessum vettvangi sem sennilega verður aldrei slegið, en hann skoraði 357 mörk í deildakeppninni, en alls lék hann 517 leiki á ferli sínum. En það var ekki aðeins í 1. deildar keppninni sem Greaves markaði sín spor. í 57 landsleikjum sem hann lék með enska landsliðinu skoraði hann hvorki fleiri né færri en 44 mörk. Annað met eignaðist Jimmy Creaves einnig sem seint verður slegið. Hann varð fimm sinnum markakóngur í 1. deild, og deildi þeim titli í sjötta sinnið með öðrum leik- manni. Þegar Bob Latchford var mest hampað fyrir að skora mörkin 30 í fyrra, hefur Greaves sjálfsagt brosað í kampinn. í fjögur af þeim sex skiptum sem hann varð markakóngur, skoraði hann yfir 30 mörk, mest 41 þegar hann lék með Chelsea 1960— 1961, og hafði enginn leikmaður þá skorað svo mörg mörk frá því að Ted Drake skoraði 42 mörk fyrir Arsenal á keppnistímabilinu 1934—1935. En hver er ástæða þess að nú eru yfirleitt skoruð mun færri mörk í leikjum en var t.d. fyrir stríð. Eins og fyrr greinir eru varnirnar yfirleitt betur skipu- lagðar, og mannfleiri en áður, en einnig hefur það sitt að segja að nú er minna lagt upp úr því en áður að leikmenn freisti þess að skora með langskotum. Segir það nokkra sögu að í heims- meistarakeppninni í Argentínu í RON DAVIS 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.