Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 36

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 36
fyrra sumar var mark skorað af löngu færi í einum leikjanna. Hinn kunni þjálfari meistaraliðs- ins Notthingham Forest, var meðal þeirra sem fjölluðu um þennan leik í brezka sjónvarpinu, og varð honum að orði, að þetta hefði alls ekki átt að verða mark. — Ég segi alitaf leikmönnum rninum að komast með knöttinn inn fyrir vítateigslínuna, og reyna ekki að skjóta fyrr, sagði hann. Hinn mikli markvarðaskelfir En lítum nú svolítið til baka, og rifjum upp ýmislegt sem skeð hefur í kringum hina miklu markakónga. Þá er eðlilegt að fyrst sé staðnæmst við Dixie Dean, en sagt er að það sé ör- uggara að 60 marka met hans verði aldrei slegið, en að gull- birgðirnar eyðist úr Fort Knox. Til marks um það hve mikill markmannaskelfir Dixie Dean var, er sögð sú saga að hann og markvörður Liverpool Elisha Scott hafi verið miklir vinir og haft alltaf samband sín á milli. Eitt sinn var Dean á gangi á götu í Liverpool og mætti þá Scott sem gekk á gangstéttinni hinu megin götunnar. Dixie Dean kinkaði kolli í kveðjuskyni, en í sömu andrá kastaði Elisha sér flötum í götuna. Var þetta ósjálfrátt við- bragð — svo mörg mörk hafði Dean skorað hjá honum með skalla. Sagt var einnig að kvöldið fyrir leiki Liverpool og Everton hafi Dean jafnan sent Elisha Scott glas með asperíntöflum, og eftirfarandi kveðju: Sofðu vel í nótt. Ég verð á ferðinni á morg- un. Við hlutverki markakóngsins hjá Everton tók Tommy Lawton af Dixie Dean. Þótti hann á margan hátt líkur fyrirrennara sínum, einkum að því leyti hve mörg mörk hann skoraði með skalla. Hann hafði gífurlegan stökkkraft, og þegar knötturinn Js ANDY GRAY var gefinn fyrir mark andstæð- inga hans, var það algeng sjón að sjá hann svífa öllum öðrum ofar og skalla knöttinn í markið. Þrumuskot Mortensens Eftir seinni heimsstyrjöldina komu nýir menn fram á sjónar- sviðið. Einn þeirra var Ronnie Rooke. Hann var 35 ára þegar hann var keyptur til Arsenal frá Fulham, og þegar á fyrsta ári sínu með Arsenal skoraði hann 21 mark í 24 leikjum. Næsta keppn- istímabil skoraði hann svo 33 mörk og var þar með fyrsti Arsenal-leikmaðurinn sem varð markakóngur í 1. deild. Þá er Stan Mortensen ekki síð- ur minnisstæður knattspyrnu- unnendum. Hann skoraði flest marka sinna með gífurlegum þrumuskotum, oft af iöngu færi. Eitt sinn er Mortensen hafði skorað þrjú mörk í leik, kom framkvæmdastjóri liðsins sem hann var að leika gegn til mark- varðar síns og spurði með þjósti, hvers vegna hann hefði ekki var- ið skot Mortensens, sem öll voru af löngu færi. — Þú hlýtur að vera að gera grín að mér, svaraði markvörðurinn, — ég hugsaði um það eitt að verða ekki fyrir knettinum! Mortensen lét líka að sér kveða í bikarkeppninni og skoraði 3 mörk fyrir lið sitt, Blackpool í úrslitaleik gegn Bolton Wanderes á Wembley árið 1953. Ljónið frá Vín — Prúði risinn Nat Lofthouse, leikmaður með Bolton Wanderes skoraði líka mikið af mörkum bæði fyrir lið sitt og enska landsliðið. Hann fékk viðurnefnið „ljónið frá Vín“ vegna frammistöðu sinnar í landsleik Englendinga og Aust- urríkismanna sem fram fór í Vín í maí 1952. Englendingar sigruðu i leik þessum 3—2 og skoraði Lofthouse tvö markanna. John Charles leikmaður með Leeds United átti sér einnig viðurnefni. Hann var kallaður „prúði risinn“. Fékk hann það viðurnefni á Ítalíu, er hann lék með Juventus 1950, og fylgdi það M MACDONALD 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.