Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Page 39

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Page 39
STAN MORTENSEN þrjú ár í röð, en afrek McEvoys þótti þeim mun athyglisverðara að lið hans varð eigi ofar en í 10. sæti í deildinni þetta ár. Árið 1966-1967 skoraði Ron Davies, welski landsliðsmaður- inn 37 mörk í 1. deildar keppn- inni, en á næstu 11 árum var 30 marka múrinn aðeins tvívegis rofinn, þegar Francis Lee skor- aði 33 mörk 1971-1972 og svo í fyrra. Lee skoraði eigi færri en 13 mörk af þessum 33 úr vítaspyrn- um, og fékk af því viðurnefnið „Víta Lee“. Árið 1973-1974 þurfti færri mörk til þess að verða marka- kóngur í 1. deild en nokkru sinni fyrr í sögu keppninnar. Þá var Southamptonleikmaðurinn Mike Channon markakóngur og skor- aði þó ekki nema 21 mark. Sama sagan endurtók sig árið eftir, en þá varð Malcolm Macdonald markakóngur með 21 mark. Varð þetta til þess að Daily Express ákvað að veita verðlaun þeim leikmönnum sem næðu 30 marka takmarkinu, í von um að leik- menn legðu meira að sér við markaskorunina en áður. Næsta ár munaði litlu að Derek Hales, leikmaður með 2. deildar liðinu Charlton Atletic næði þessu takmarki en hann skoraði 28 mörk í deildinni. Markakóngur 1. deildarinnar varð hins vegar Ted MacDougall, leikmaður með Norwich sem skoraði 23 mörk. Keppnistímabilið 1976-1977 voru þeir Malcolm Macdonald sem nú lék með Arsenal og Andy Gray, Aston Villa markhæstir í 1. deild með 25 mörk, en í 2. deild skoraði Mickey Walsh leikmaður með Blackpool flest mörk, 26 talsins. En í fyrra varð svo Bob Latch- ford fyrstur til þess að vinna til verðlauna blaðsins. Var komin mikil spenna undir lokin hvort honum tækist þetta, en takmarki sínu náði hann er lið hans, Ever- MIKECHANNON ton vann 6-0 sigur yfir Chelsea á Goodison Park. Þá skoraði Latchford tvívegis, fyrst með skoti á 29. mínútu og síðan úr vítaspyrnu á 78. mín., þannig að tæpara mátti ekki standa að hann krækti í verðlaunin. Barcelona Framhald af bls. 54. Barcelona eru heldur ekki spenntir að fá hann í sinn hóp, og sakna Neeskens ákaft. — Ég hefði aldrei keypt Sim- onsen, hefði ég mátt ráða, sagði aðalþjálfari liðsins nýlega. — Ég geri mér grein fyrir því að Dan- inn muni eiga erfitt uppdráttar hjá félaginu. Áhorfendur munu verða mjög gagnrýnir á hann. Hann verður að standa sig frá- bærlega vel, ef hann á að fá fólk til þess að gleyma fljótlega þeim sem hann tekur við af í liðinu, Johan Neeskens. — Það eina sem ég held að gæti bjargað Simonsen væri það að hann skoraði mark eða mörk í fyrsta leiknum sem hann leikur með Barcelona. Það var það sem kom Hans Krankl í sátt þegar í upphafi hjá okkur. En hvað segir Allan Simonsen sjálfur: — Ég er kvíðinn, — satt að segja er ég dauðkvíðinn. Það leið hálft annað ár þangað til ég var tekinn góður og gildur hjá Borussia Mönchengladbach og sá tími var hreint út sagt voða- legur. Ég vil ekki ganga í gegnum slíkt aftur, þótt ég verði sennilega að gera það. Hjá Barcelona eru gerðar ofurmannlegar kröfur til leikmannanna, og þá örugglega ekki sist til mín, þar sem ég veit að ég kem þangað í óþökk flestra. Þá er mér tjáð að það sé mjög þungur andi hjá félaginu. Leik- menn hafi ekki samskipti utan vallar, — talist helst ekki við, og það er auðvitað mjög erfitt að eiga engan félaga, sem maður getur leitað til. Það eina sem ég verð að gera er að standa mig! 39

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.