Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Page 41

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Page 41
I hálfleik Brosandi bítill Maðurinn til vinstri á með- fylgjandi mynd, sá er brosir sannkölluðu tannburstabrosi er enginn annar en bítillinn fyrrverandi: George Harrison. Sá til hægri er ekki síður frægur, en hann er Jackie Stewart fyrrverandi heims- meistari í kappakstri. Þeir Stewart og Harrison hittust á Donington-brautinni í Bret- landi, þar sem fram fór fyrir Njarjito Naranjito heitir þessi „fígúra“ sem vafalaust á eftir að sjást víða um heim á næst- unni, og þó aldrei eins og árið 1982. „Fígúra“ þessi er tákn heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem fram mun fara á Spáni þetta ár, og var hún valin úr fjölda teikninga sem bárust i samkeppni sem spænska knattspyrnusam- stuttu sérkennilegur kapp- akstur, með þátttöku margra frægra kappa. Kappakstur þessi var haldinn til minningar um sænska kappakstursmann- inn Gunnar Nilsson sem lést í fyrra úr krabbameini. Öllum ágóða af kappakstrinum í Donington var varið til krabbameinsrannsókna og til kaupa á krabbameinstækjum í sjúkrahús. bandið efndi til. Höfundur myndarinnar heitir Jose Maria Martin Pacheco og er hann frá Sevilla. Hvað þýðir svo orðið Naranjito? — Svar: Lítið appelsínutré. Áhorfendur fengu æfli Liðið hans Kevins Keegan, Hamburger SV varð sigurveg- ari í vestur-þýsku 1. deildar- keppninni í knattspyrnu í ár. Hlaut liðið 49 stig í keppninni, einu meira en liðið sem varð í öðru sæti, VfB Stuttgart, en það lið hefur ekki í lengri tíma náð eins góðum árangri og í vetur. í þriðja sæti varð svo Kaiserlautern með 43 stig. Síðasti leikurinn í deildinni í ár var á milli Hamburger SV og Bayern Miinchen og fóru leik- ar svo að Bayern vann leikinn 2—1. Fjölmargir áhangendur HSV höfðu mætt á leikinn til þess að hylla sína menn sem meistara, og létu þeir von- brigði yfir tapi meistaraliðsins bitna á mannvirkjum. Um 10.000 manns ruddust inn á völlinn, og máttu leikmennirn- ir þakka fyrir að komast heilir á húfi í búningsklefa sína. Um 40 manns varð að flytja á sjúkrahús, nokkra töluvert mikið meidda, auk þess sem margir urðu fyrir minni háttar skrámum og meiðslum. Á meðfylgjandi myndum má sjá þá Zebe, þjálfara HSV, Kevin Keegan og Manfred Kaltz hampa sigurlaunum liðsins á svölum ráðhússins í Hamborg, en neðri myndin sýnir æsta áhangendur liðsins brjóta nið- ur markstengur og rífa mark- netið í tætlur — sennilega til þess að eiga minjagripi um hinn sæta sigur liðsins í 1. deildar keppninni. 41

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.