Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 51

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 51
gerðu innrás í Ungverjaland árið 1956 flúði Kubala til Spánar. Hann er eini knattspyrnumaður- inn sem leikið hefur með lands- liðum þriggja þjóða — Tékkó- slóvakíu, Ungverjalands og Spánar. Hann þótti mjög harður í horn að taka, og gerði gífurlegar kröfur bæði til sjálfs síns og fé- laga sinna í Barcelonaliðinu. Og víst er að áhangendur FC Barce- lona elskuðu þennan mann og virtu. Á þessum árum var Helenio Herrera þjálfari FC Barcelona, en hann er frægur fyrir metn- aðargirnd bæði fyrir sína hönd og leikmanna sinna. Þótti honum brátt nóg til um vinsældir Kubala — hann vildi sjálfur vera kóng- urinn á Nou-Camp, hinum glæsilega leikvangi með áhorf- endasvæði fyrir 90.000 manns sem FC Barcelona hafði byggt kringum 1950. Mikil togstreita kom upp á milli þessara tveggja manna, og sagt var að Herrera hefði notað aðstöðu sína og látið Kubala verða eins mikið útund- an í liðinu og honum var mögu- legt. Upp úr sauð þegar FC Barcelona mætti Real-Madrid í undanúrslitum Evrópubikar- keppni meistaraliða 1960—61, en þá setti Herrera Kubala út úr liðinu. Áhangendur FC Barce- lona urðu æfir af reiði, ekki síst vegna þess að Barcelona tapaði leiknum, og kröfðust þess að Herrera yrði rekinn frá félaginu. Og þessi læti urðu til þess að hann varð að taka pokann sinn. Kubala var settur inn í liðið og í seinni leik sínum við Real- Madrid vann félagið sigur og komst þar með í úrslit keppninn- ar. í þeim leik var hið fræga portúgalska lið Benfica mótherj- inn og Barcelona varð að láta í minni pokann, tapaði 2—3. Þessi leikur var næst síðasti leikur Kubala með FC Barce- lona. Hann kvaddi í vináttuleik við enska liðið Nottingham For- est, og þegar hann yfirgaf völlinn Heredia — einn besti ieikmaður FC Barcelona um þessar mundir. að þeim leik loknum gátu áhangendur FC Barcelona ekki leynt tilfinningum sínum og há- grétu. Kubala hafði líka séð til þess að kveðja eftirminnilegar, þar sem hann skoraði þrjú mörk í umræddum leik. Það gekk á ýmsu Eftir þetta gekk á ýmsu hjá FC Barcelona. Liðið vann reyndar sigur í bikarkeppninni 1963, 1968 og 1971. En þrátt fyrir þessa sigra var árangur liðsins yfirleitt miður góður, og það sættu áhangendur og stjórnendur félagsins sig illa við. Framkvæmdastjórar voru ráðnir til félagsins einn af öðrum, sumir voru aðeins nokkra daga áður en þeim var sparkað. Þar kom að forystumenn félagsins ákváðu að reyna að fá erlendan framkvæmdastjóra og réðu til sín Englendinginn Vic Buckingham, sem hafði reynslu sem slíkur hjá West Bromwich Albion og Arsenal. En um það leyti sem hann átti að taka við hjá félaginu veiktist hann illa og varð að fá samningnum rift. Áður en hann fór frá Barcelona kallaði hann forseta félagsins á sinn fund og sagði við hann: „Ef spænska knattspyrnusambandið leyfir er- lenda leikmenn á Spáni að nýju, vil ég benda þér á að kaupa ung- an leikmann í hollenska liðinu Ajax, hvað sem hann kostar. Hann heitir Johan Cruyff.“ K R A fí/ K L Þegar Johan Cru- yff fór frá Barce- lona keypti féiagið austurrísku markamaskínuna Hans Krankl í staðinn. Hann hef- ur staðið sig mjög vei hjá félaginu og var markahæsti leikmaður þess á sl. keppnistímabili. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.