Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Síða 52

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Síða 52
Knattspyrnusamband Spánar hafði á sjötta áratugnum sett bann við því að þarlend knatt- spyrnufélög réðu erlenda knatt- spyrnumenn í sína þjónustu til þess að vernda heimamenn, en það lá í loftinu að þessum reglum yrði breytt. Sumarið 1971 fram- lengdi þó sambandið bannið i eitt ár til viðbótar. Montal lifði eftir kenningunni, „þegar ég get ekki fengið það besta tek ég það næst besta“, og nú réð hann í þjónustu sína hinn 43 ára hol- lenska þjálfara Rinus Michels, sem leitt hafði Ajax til sigurs í Evrópubikarkeppninni gegn gríska liðinu Panathinaikos á Wembley-leikvanginum í Lund- únum. Rinus Michels gerði þriggja ára samning við FC Barcelona, og sagði að minni tími dygði honum ekki til að skapa stórlið. Fyrsta árið hans hjá fé- laginu lenti það í fjórða sæti í spænsku 1. deildar keppninni, en árið eftir náði það öðru sæti. Það sumar var svo upphafið bann knattspyrnusambandsins á er- lenda leikmenn, en sett þau skil- yrði að ekki mættu nema tveir útlendingar vera í hvejru liði. FC Barcelona keypti þegar í stað tvo útlendinga, Perúmann- inn Hugo Sotil og Argentínu- manninn Juan Carlos Heredia, jafnframt því sem félagið hóf samningaviðræður við Johan Cruyff. Fljótlega gaf félagið út þá yfirlýsingu að þær viðræður hefðu farið út um þúfur. Cruyff myndi ekki koma til Barcelona. Þetta var þó ekki sannleikanum samkvæmt, þar sem búið var að semja er þessi yfirlýsing var gefin út. Samningsaðilar höfðu hins vegar orðið sammála um að gera málið ekki opinbert fyrr en keppnistímabilinu væri lokið á Spáni og í Hollandi. Verðið sem FC Barcelona greiddi fyrir Johan Cruyff var ekkert smáræði, um 700 milljónir króna. Þegar á átti að herða virtist um tíma ekki geta orðið um þessi viðskipti félag- anna að ræða þar sem hollenska knattspyrnusambandið neitaði að gefa Cruyff leyfi til félaga- skipta. Var það ekki fyrr en eftir að hann hafði hótað því að hætta að leika knattspyrnu að það lét undan. Frelsarinn Fyrsti leikurinn sem Johan Cruyff lék með FC Barcelona var vináttuleikur gegn belgíska fé- laginu Cercle Brúgge. I þeim leik fór Cruyff á kostum og átti mest- an þátt í yfirburðasigri Barce- lona, 6—0. Þeir sem lengi höfðu fylgst með Cruyff sögðu eftir leikinn að þeir hefðu aldrei séð hann leika betur. Með frammistöðu sinni í þess- um leik vann Johan Cruyff einn- ig hug og hjörtu áhangenda Barcelona. 90.000 manns komu til þess að sjá þennan leik, og sagt er að upphæðin sem þeir greiddu í aðgangseyri hafi numið um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.