Íþróttablaðið - 01.07.1979, Page 57
H
Taugaálagið verður gífur-
legt á Olympíuleikunum
í fyrra urðu þau þáttaskil
í langstökki kvenna að
sovéska stúlkan Vilgelmina
Bardauskine varð fyrst allra
kvenna til þess að sigrast á
„sjö metra múrnum“. Það
var reyndar orðið ljóst að
ekki yrði þess dags langt að
bíða að þetta takmark næð-
ist, en Bardauskine sýndi
hversu geysilega örugg hún
er með því að stökkva
tvisvar sinnum 7,07 metra á
sama mótinu. Síðar bætti
hún svo met sitt í 7,09 metra
og ef heldur sem horfir er
mjög líklegt að hún bæti um
Segir Vilelmia
Bardauskine
sem fyrst
kvenna stökk
lengra en 7 m .
betur, sennilega strax í
sumar.
Vilgelmina Bardauskine er
upprunnin í þorpinu Rozalinae í
norðanverðu Lithauen, en faðir
hennar Anzelmas Augustinavici-
us var yfirbókavörður við ríkis-
búið þar. Stúlkan vakti snemma
athygli fyrir árangur í íþróttum
og á skólaárum sínum varð hún
lýðveldismeistari unglinga í 200
metra grindahlaupi, auk þess sem
hún sigraði í langstökki á leikum
skólabarna. Til að byrja með áttu
frjálsar íþróttir þó ekki hug
hennar, heldur skautahlaup og
hjólreiðar. Þegar hún svo sneri
sér að alvöru að langstökkinu var
þess ekki langt að bíða að góður
árangur liti dagsins ljós.
Það var á móti í Kisjinev i
höfuðborg sovétlýðveldisins
Moldavíu, sem Bardauskine náði
hinu langþráða takmarki að
stökkva lengra en sjö metra. Frá
þessu móti hefur hún sagt á
eftirfarandi hátt:
57