Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 6

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 6
ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON Ritstjóraspjall Það var ekki laust við að mig langaði til að verða ungur í annað sinn þegar ég leit við á æfingu hjá keppnisliðinu í sunddeild Vestra á ísafirði. Krakkarnir voru í erfiðum þrekæfingum undir stjórn þess ötula þjálfara Ólafs Þórs Gunnlaugssonar sem hefur verið sunddeildinni geysileg lyftistönd. Þvílíkur agi, áhugi og skipulag. Magavöðvarnir voru spenntir, sumir hoppuðu svo höfuðið nam við loft og svitinn bogaði niður sterkbyggða líkama. Þessir krakkar ætla svo sannarlega að ná árangri í íþrótt sinni og hefur árangurinn reyndar þegar skilað sér. Sunddeild Vestra er bikarmeistari íslands í sundi, félagið á fimm landsliðsmenn í keppnis- flokki og framtíðin er björt. Þar sannast hið fornkveðna, allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Sundáhugi á ísafirði hefur aukist jafnt og þétt samhliða stórbættum árangri og nú er svo kom- ið að yngstu krakkarnir vilja feta í fótspor þeirra bestu. Ef að líkum lætur eiga krakkarnir frá ísafirði eftir að láta mikið að sér kveða jafnt hér á landi sem erlend- is. Eðvarð Þór Eðvarðsson hefur unnið mikið brautryðjendastarf á erlendum vett- vangi, er tíður gestur á verðlaunapöllum og vonandi feta fleiri í fótspor hans. Ritstjóri: Þorgrímur Þráinsson Auglýsingastjóri: Hafsteinn Viðar Jensson Skrifstofa ritstjórnar: Ármúla 38 Útgefandi: Frjálst framtak hf. Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson Skrifstofa og afgreiðsla: Ármúla 18 Símar 82300-685380 Áskriftargjald kr. 695.00 (hálft árið) Hvert eintak í áskrift kl. 231,67 Hvert eintak í lausasölu kr. 279,00 Setning, umbrot, filmuvinna prentun og bókband: Prentstofa G. Benediktssonar Litgreining kápu: Prentmyndastofan. Málgagn íþróttasambands íslands Ritstjórnarfulltrúi ÍSÍ: Valgarð S. Halldórsson. HÉRAÐSSAMBÖND INNAN ÍSl': HÉRAÐSSAMBAND SNÆFELLSNES- OG HNAPPADALSSÝSLU HÉRAÐSSAMBAND STRANDAMANNA HÉRAÐSSAMBAND SUÐUR-ÞINGEYINGA HÉRAÐSSAMBAND VESTUR-ÍSFIRÐINGl HÉRAÐSSAMBAND BOLUNGARVfKUR HÉRAÐSSAMBANDIÐ SKARPHÉÐINN í ÞRÓTT ABANDALAG AKRANESS ÍÞRÓTTABANDALAG AKUREYRAR ÍÞRÓTTABANDALAG HAFNARFJARÐAR ÍÞRÓTTABANDALAG ÍSAFJARÐAR ÍÞRÓTTABANDALAG KEFLAVÍKUR ÍÞRÓTTABANDALAG ÓLAFSFJARÐAR ÍÞRÓTT ABAND ALAG REYKJAVÍKUR IÞRÓTTABANDALAG SIGLUFJARÐAR ÍÞRÓTT ABANDALAG SUÐURNESJA IÞRÓTTABANDALAG VESTMANNAEYJA UNGMENNA- OG ÍÞRÓTT AS AMBAND AUSTURLANDS UNGMENNASAMBAND A-HÚNVETNINGA UNGMENNASAMBAND BORGARFJARÐAR UNGMENNASAMBAND DALAMANNA UNGMENNASAMBAND EYJAFJARÐAR UNGMENNASAMBAND KJALARNESSÞINGS UNGMENNASAMBAND SKAGAFJARÐAR UNGMENNASAMBAND V-HÚNVETNINGA UNGMENNASAMBAND V-SKAFTFELLINGA UNGMENNASAMBANDIÐ ÚLFLJÓTUR UNGMENNASAMBAND N-ÞINGEYINGA SÉRSAMBÖND INNAN ÍSÍ: BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS BLAKSAMBAND ÍSLANDS BORÐTENNISSAMBAND ÍSLANDS FIMLEIKASAMBAND fSLANDS FRJÁLSfÞRÓTTASAMBAND ÍSLANDS GLÍMUSAMBANDISLANDS GOLFSAMBAND fSLANDS HANDKNATTLEIKSSAMBAND ISLANDS I'ÞRÓTTASAMBAND FATLAÐRA JÚDÓSAMBAND ÍSLANDS KARATESAMBAND ÍSLANDS KNATTSPYRNUSAMBANDISLANDS KÖRFUKNATTLEIKSSAMBAND ÍSLANDS LYFTINGASAMBANDISLANDS SIGLINGASAMBAND ÍSLANDS SKÍÐASAMBAND ÍSLANDS SKOTSAMBAND ÍSLANDS SUNDSAMBANDISLANDS 6

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.