Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 60

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 60
IÞROTTASAMBANDISLANDS FRÉTTABRÉF 75ÁRA Umsjón: Valgarð S. Halldórsson 75ÁRA Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ og eiginkona hans Ragnheiður Thorsteinsson ásamt frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands í boði forseta íslands að Bessa- stöðum. 75 ára afmæli íþróttasambands íslands íþróttasamband íslands hélt upp á 75 ára afmæli sitt dagana 28. janúar - 1. febrúar sl. Fjölmargt fólk kom og var viðstatt þá ýmsu viðburði sem bryddað var uppá í tilefni viðburðarins. í af- mælisnefndinni, sem sá um undirbún- ing að hátíðahöldunum, áttu sæti: Gísli Halldórsson heiðursforseti ÍSÍ og for- maður Ólympíunefndar ásamt Alfreð Þorsteinsyni og Þórði Þorkelsyni fv. stjórnarmanna ÍSÍ en jafnframt störf- uðu náið með nefndinni Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ og Sigurður Magnússon framkvæmdastjóri. Hátíða- höldin sýndu best hvað þessir menn lögðu af mörkum til að þau tækjust sem best. Erlendir gestir Til hátíðarinnar var boðið fulltrúum íþróttasambandanna á Norðurlöndum og komu fulltrúar frá þeim öllum. Frá Danmörku komu: Frú Wivi Greve og Hr. Börge Kaase-Andersen, varafor- maður DIF og Fru Kirsten Agerskov og Hr. Bengt Agerskov, framkvæmda- stjóri DIF. Frá Finnlandi: Hr. Osmo Niemelæ, varaformaður SVUL. Frá Færeyjum: Frú Hjördis Mortensen og Hr. Hedin Mortensen, formaður ISF og Hr. Bjarne Wilhelm, framkvæmdastjóri ISF. Frá Grænlandi: Hr. Thomas Isbos- ethsen, formaður GI og Hr. Jens Lenn- ert, framkvæmdastjóri GI. Frá Noregi: Hr. Hans B. Skaset, formaður NIF og Geir Aage Brennvall og Frú Magnhild Sundli Brennvall framkvæmdastjóri NIF. Frá Svíþjóð: Hr. Karl Frithiofsen, formaður RF og Hr. Bengt Sevilius framkvæmdastjóri RF. Og þakkar íþróttasambandið þeim öllum kærlega fyrir komuna. Móttaka framkvæmdastjórnar ÍSÍ Miðvikudaginn 28. janúar tók framkvæmdastjórnin á móti gestum og gangandi í íþróttamiðstöðinni í Laug- ardal milli kl. 16.00 og 18.00. Fjöldi velunnara sambandsins kom og naut veitinga sem fram voru bornar. Laugardaginn 31. janúar tók fram- kvæmdastjórnin einnig á móti gestum íþróttasambandsins sem komnir voru margir hverjir langt að til að taka þátt í hátíðinni en boðið var fulltrúum allra héraðsambandanna og sérsamband- anna ásamt heiðursfélögum ÍSÍ, fv. stjórnarmönnum og öðrum velunnur- um, svo og starfsfólki í íþróttamiðstöð- inni. Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ tók við gjöfum fyrir hönd framkvæmda- stjórnar en margar stórfallegar gjafir bárust. Heiðranir Miðvikudaginn 28. janúar var blómakrans lagður á leiði 3ja manna sem allir lögðu stóran skerf til upp- byggingar íþróttahreyfingarinnar. Þessir menn voru: Axel V. Tulinius forseti ÍSÍ 1912-1926, Benedikt G. Waage forseti ÍSÍ 1926-1962 og Sigur- jón Pétursson glímukappi sem stó framarlega við stofnun íþróttasam- bandsins. 60

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.