Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 42

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 42
ENGIN MYNDAVÉL, ENGINN SKÓLI vj rv rv Einar Ólason Einar Ólason var alinn upp norður á Húsavík og þar tók hann fyrstu mynd- ina sem birtist eftir hann í dagblaði. Sú mynd er af hauststemmningu við Húsavíkurhöfn, „óttalega ómerkileg mynd,“ segir Einar í dag en hann var á annarri skoðun þegar hún birtist á baksíðu Dagblaðsins gamla en Einar var einmitt ljósmyndari þess blaðs á Húsavík. Samhliða því starfi tók hann myndir fyrir Víkurblaðið á Húsavík og sumarið 1980 tók hann til við að mynda fyrir Dagblaðið í Reykjavík. Hann fór síðan á DV, við samruna Dagblaðsins og Vísis og á Þjóðviljann fór hann á haustdögum 1984. Einar sér um allar íþróttamyndatök- ur fyrir Þjóðviljann og því ekki úr vegi að spyrja hvort það sé skemmtilegra að mynda íþróttaleiki en annað sem fylgir starfi blaðaljósmyndarans. „Já, mér finnst það. Reyndar hef ég ákaflega gaman af íþróttum, sérstak- lega boltaíþróttum og hef þá ef til vill enn meira gaman af þessum myndatök- um. En íþróttaljósmyndirnar hafa sína galla, maður er til að mynda sjaldnast heima á kvöldin og um helgar þegar mest er að gera í íþróttunum." En er hægt að njóta leiks um leið og verið er að mynda hann? „Það getur verið erfitt og er hættu- legt að horfa of mikið á leiki, því þá getur maður hæglega gleymt því að mynda. Atburðarásin er það hröð að við verðum að láta linsuna fylgja bolt- anum hvert sem hann fer. Og til að ná þokkalegum árangri verður maður að vita út á hvað leikurinn gengur og einnig verður ljósmyndarinn að kunna Myndin fræga af fantabrögðum Júgóslavanna. deili á helstu leikreglum til að hann átti sig fljótar á því hvað er að gerast hverju sinni. f íþróttamyndum er verið að leita að einu einstöku atviki í mjög hraðri atburðarás og þess vegna verð- um við að fylgjast vel með gangi mála.“ Þú segist hafa gaman af hefðbund- um boltaíþróttum finnst þér um leið skemmtilegast að mynda þær greinar? „Ég hef lítið myndað frjálsar íþróttir og hef því litla reynslu af þeim en ég hef gaman að því að mynda blak, því oft nást góðar „aksjón" mynd- ir út úr þeirri grein og einnig hef ég gaman af því að mynda handbolta og fótbolta, þótt það geti verið erfitt og leiðinlegt að hanga yfir óspennandi leik í slagviðri." Ræðir þú við íþróttafréttamennina áður en þú ferð að mynda eða ferðu bara á staðinn og myndar það sem þér finnst merkilegast? „Það er misjaft. Oft ræðum við um einstaka áherslupunkta og sem dæmi get ég nefnt að ég var sérstaklega beð- inn að ná góðri mynd af Bjarna Guð- mundssyni í tvöhundruðasta landsleik hans. En það gekk ekki nógu vel, því hann spilaði einungis fyrri hálfleik og var þá vinstra megin á vellinum, frá 42

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.