Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 17
„SKÍRÐUR í HÖFUÐIÐ
Á SYM MÍNUM“
ívar Webster landsliðsmaður í körfubolta
í viðtali við íþróttablaðið.
Texti og myndir: Kristján
Kristjánsson.
Þeir sem fylgst hafa með körfubolta
hér á landi síðustu árin vita sennilega
allir hver ívar Webster er. Hann er
bandarískur að uppruna, svartur á hör-
und og nokkuð yfir 2 metrar á hæð.
ívar hóf ferilinn hér á landi hjá KR
haustið 1979, fór þaðan til Borgarness
sem þjálfari og leikmaður. Flutti síðan
aftur í bæinn og lék með Haukum í
Hafnarfirði í nokkur ár. Í haust fluttist
hann norður yfir heiðar og gerðist
þjálfari og leikmaður með 1. deildarliði
Þórs á Akureyri. Þá hefur hann verið
einn af máttarstólpum íslenska lands-
liðsins eftir að hann fékk íslenskan rík-
isborgararétt og varð löglegur með lið-
inu. ívar Webster er giftur íslenskri
konu Sigurbjörgu Halldórsdóttur og
eiga þau tvö börn þau Pálma ívar 6 ára
og Halldóru Janet 2 ára. En hvað var
það nú sem varð til þess að hann kom
til íslands að spila körfubolta?
„Það var bandarískur umboðsmaður
sem hafði samband við mig og spurði
hvort ég hefði áhuga á því að leika
körfubolta á íslandi. Mér þótti það alls
ekki svo vitlaus hugmynd og sló til. Við
komum hingað saman ég og Danny
Shous, fyrir tilstuðlan þessa sama um-
boðsmanns. Ég fór til KR en Danny til
Ármanns. Um þetta leyti spilaði ég
körfubolta með áhugamannaliði úti í
Bandaríkjunum og hafði svo sem ekki
frá miklu að hverfa. Umræddur um-
boðsmaður var mikið í því að útvega
íslenskum liðum leikmenn frá Banda-
ríkjunum á þessum tíma og fékk sjálf-
sagt dágóðan skilding fyrm"
LÉK I HÁSKÓLALIÐI
MEÐ LARRY BIRD
— Spilaðir þú ekki körfubolta með
einhverju háskólaliði?
„Jú ég spilaði körfubolta með há-
skólanum í Indiana, Indiana State
University, í þrjú ár og stundaði nám
því samfara. Kerfið í Bandaríkjunum er
þannig að ef þú ert góður í íþróttum
keppast skólarnir við að fá þig í nám
og bjóða þér alls konar styrki um leið.“
— Voru einhverjir frægir kappar
með þér í þessu skólaliði?
„Já við spiluðum saman í tvö ár með
þessu liði, ég og Larry Bird sem nú er
atvinnumaður með Boston Celtics og
er einn snjallasti leikmaðurinn í NBA
deildinni í Bandaríkjunum í dag. Þarna
voru einnig góðir spilarar sem komust
síðar að hjá liðum í NBA deildinni. Það
var svolítið skrýtið að þegar við Larry
Bird hittumst fyrst hafði ég varla séð
hvítan mann og hann varla augum litið
svertingja. Við komum úr gerólíku
umhverfi og í hverfinu sem Larry ólst
upp í, voru t.d. Ku Klux Klan samtökin
stofnuð. Þannig að svertingjar voru
ekki hátt skrifaðir þar sem hann ólst
upp. En við urðum strax miklir mátar
og vorum m.a. herbergisfélagar eitt
sumar. Þetta var virkilega skemmtileg-
ur tími.“
— En ef við snúum okkur aftur að
komu þinni hingað til lands. Þú fórst
fyrst til KR en dvöl þín þar var frekar
stutt, afhverju ?
„Ég var hjá KR í tæpa tvo mánuði.
17