Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 21

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 21
íslendingar í Alabama. Frá vinstri Eggert Bogason, Ragnheiður Ólafsdóttir, Sigurður Matthíasson, Kristján Harðarson og Sigurður Einarsson. Guðmund Skúlason vantar á myndina. Bjartsýni ríkjandi í herbúðum íslensks írjálsíþróttafólks í Alabama í Bandaríkjunum Texti og myndir: Vésteinn Hafsteinsson. Mörg undanfarin ár hefur fjöldi íslenskra frjálsíþróttamanna dvalið við nám og æfingar í Bandaríkjun- um. Þessir íþróttamenn hafa flestir keppt fyrir háskólalið ytra og hafa aðallega haldið sig á fjórum stöðum þ.e. í Tuscaloosa, Alabama, í Austin í Texas og í San Jose og Berkeley í Kaliforníu. Undanfarin 7 ár hafa flestir verið við Alabama háskóla í Tuscaloosa, eða alls 16 frjálsíþróttamenn. Hreinn Halldórsson kúluvarpari reið á vaðið 1980 með vini sínum, æfingarfélaga og fyrrverandi for- manni FRÍ Guðna Halldórssyni og fóru þeir til Alabama. Síðanfylgdu fleiri í kjölfarið og núna dvelja 7 ís- lenskir frjálsíþróttamenn í Ala- bama. Til þess að kynanst þessu fólki aðeins nánar og forvitnast um hvernig því gengur við undirbún- ing komandi keppnistíambils brá fulltrúi íþróttablaðsins sér á æfingu í Tuscaloosa í janúarmánuði síðast- liðnum. 21

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.