Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 45

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 45
mynda, þá setur maður sig ósjálfrátt í stellingar þegar boltinn er kominn inn á línu eða ef leikmaður er að búa sig undir stökk. En það er alger vitleysa að betri myndir náist ef maður er með mótor. Maður er stöðugt með höndina á skerpustillingunni (en það er flott ís- lenskt orð yfir það sem við köllum fokus) og yfirleitt er það fyrsta myndin í hverri myndröð sem er best, því oftast er smellt af á því augnabliki þegar at- burðurinn á sér stað.“ Er nauðsynlegt að hafa þekkingu á íþróttagreininni sem verið er að mynda? „Ja, það er alla vega ekki verra. Smám saman lærir maður inná liðin og þekkir leikkerfi uppáhalds liðanna sinna og maður getur því verið nokk- uð viss um hver stekkur upp og hvar. Sú reynsla kemur sér auðvitað mjög vel fyrir íþróttaljósmyndarann.“ Nú ert þú sjaldnast eini ljósmyndar- inn á vellinum, hugsar þú um það sem hinir eru að gera? „Já, þótt það sé nú sjaldnast mikill tími til að fylgjast með þeim, því ef eitt- hvað er að gerast þá eru allir að mynda. En ég reyni mitt besta til að vera ekki með nákvæmlega eins mynd- ir og ég held að birtist í hinum blöðun- um.“ Ræður þú hvaða myndir birtast í blaðinu eða er það í höndum íþrótta- fréttamannanna? „Yfrileitt reynum við að tala okkur saman um hvaða myndir verða notaðar og nýverið var tekin upp sú stefna að nota færri myndir og stærri og það eru ljósmyndarar yfirleitt ánægðir með því ein stór mynd nýtur sín yfirleitt betur en margar litlar. Við erum einnig farnir að nota litmyndir í auknum mæli og það er mun erfiðara fyrir okkur ljós- myndarana því yfirleitt er mjög slæm lýsing í íþróttahúsum hérlendis, það fann ég mjög vel þegar ég var að mynda heimsmeistaramótið í hand- bolta í Sviss en það er eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef gert.“ Fyrst þú ert farinn að tala um það skemmtilegasta verður að spyrja þig um það leiðinlegasta sem þú lendir í. „Það er að hanga yfir lélegum fót- boltaleik í leiðinlegu veðri og ég tala nú ekki um ef maður gerir eins stór- kostleg mistök og þegar Valur og Juventus léku hér á landi. Þá vorum við tveir eða þrír ljósmyndarar frá Mogganum og þegar farið var að skoða afrakstur myndatökunnar kom í ljós að enginn okkar hafði tekið mynd af Platini. Svoleiðis nokkuð á ekki að koma fyrir ef menn tala saman og skipuleggja hlutina.1' Þessi mynd Bjarna Eiríkssonar var kjörin karatemynd ársins 1986. Einbeitnin og keppnisskapið skín út úr svip kvennanna. 45

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.