Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 31

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 31
ísafjörður nýjar lyftur og þar er því meiri íjöl- breytni. í kjölfar þessa hefur skíða- áhugi aukist aftur á þessum stöðum. Fjölmiðlar er líka ein ástæðan. Það er hreinlega hætt að fjalla um skíða- íþróttina og er Morgunblaðið eina dagblaðið sem gerir það að einhverju marki. Okkar vantar líka fleiri afreks- menn á skíðum og það sem skíðahreyf- ingin þyrfti að gera til þess að glæða áhugann er að halda alþjóðlegt skíða- mót á íslandi. Síðasta alþjóðlega mótið sem var haldið hér var árið 1980. Mögulegt væri þá að sameinast um þrjá mótsstaði á landinu. Það kostar peninga í upphafi en eitthvað verður að gera til að rífa íþróttina upp úr öldudalnum.“ — Er vel staðið að landsliðsmálum um þessar mundir? „Árið 1985 var lögð fram þriggja ára æfinga- og keppnisáætlun og nú erum við að klára annað árið. Þetta er því allt á réttri leið. Ef menn leggja sig virkilega fram á allan hátt þá er það mín trú að við munum einhverntíma eignast skíðafólk í fremstu röð. Pen- ingaleysi hefur háð okkur gríðarlega og hafa krakkarnir þurft að borga sínar utanlandsferðir að mestu leyti sjálfir. Ef við ætlum að standa okkur í fram- tíðinni verður heilsársæfingaáætlun að koma til. Málið snýst hreinlega um það. Ef keppnisfólk á skíðum ætlar að hvíla sig 5 mánuði ársins tekur það jafn langan tíma að ná upp fyrri getu. Þá eru aðeins 2 mánuðir eftir til að æfa, keppa og taka framförum. Annars er það eitt atriði sem sárlega vantar í þjálfun skíðafólks og reyndar í þjálfun íþróttafólks almennt. Það er fagleg rannsókn til mælinga á þreki og til að taka vöðvasýni úr íþróttafólki. Þetta er að mínu áliti verkefni fyrir ÍSÍ — að hafa íþróttalækni á sínum snær- um sem sér alfarið um svona mál. Ef læknir tekur vöðvasýni hjá skíðafólki getum við séð eiginleika hjá hverjum og einum og sagt til um hvort viðkom- andi á framtíð fyrir sér sem skíðamað- ur. Eða hreinlega hvort aðrar íþrótta- greinar henta honum betur. Fólk hefur ýmist hæga eða hraða vöðvaþræði og því liggur það betur fyrir sumum að stunda íþrótt sem reynir á mjólkur- sýruvinnslu, en öðrum ekki. Ef við ætl- um að eignast afreksfólk verður við að afla okkur þekkingar á þessum málum. Þjálfarar á íslandi stranda yfirleitt á svona málum. Þetta er búið að vera við lýði í ná- grannalöndum í mörg ár. Læknar taka blóðsýni í brekkunum og geta þar með mælt mjólkursýruna í vöðvunum. Síð- an er súrefnisupptaka og vöðvakraftur mældur. Ef við tökum maraþonhlaup- ara sem dæmi þá eru þeir með 80% hæga vöðvaþræði og geta haldið sama hraða langtímum saman. Aðrir eru með hraða vöðvaþræði og geta þar af leiðandi ekki æft maraþonhlaup. Hlaupadrottningin Greta Waitz var í styttri vegalengdum til að byrja með en tapaði jafnan. Hún færði sig því yfir í lengri vegalengdir og hefur verið ósigr- andi síðan. Fyrrgreindar rannsóknir hafa verið stundaðar í Austur-Þýskalandi í 20 ár og í 10 ár á Norðuriöndunum. Nú er kominn tími til að við gerum eitthvað í málunum og eignumst afreksfólk. Það er ekki miklum erfiðleikum háð að koma upp rannsóknastofu í kjölfar gistiaðstöðu á skíðasvæðunum." við Isafjörð Skíðasvæðið á S Áj||jfj|llifidsdal épáj frabSferat orj fjolbreyt i brekkur við sit€BH| Góðurtroðari ei r brekkur fyrir fólk á hæa Sarrítals eru I; 'lóðlýsing á kvöldin Skíðaskálinn Skíðheimar í Skiðheimum eraðstaðafyrirgistingu (svefnpokapláss) og veitingar. Þareru 30 rum : * - w (kojur) en dýnur fyrir marga fleiri. Þar er veitingasalur opinn allan daginn og sælgætissala. í skálanum eru leigð út skíði og skiðaútbúnaður. Örstutt er til ísafjarðarkaupstaðar með öllu sem þar er að finna. Skíðafólk Á Seljalandsdal er alltaf nægur snjór, þar eru vel troðnar skíðabrekkur og göngubrautir. Veitingasala - Svefnpokagisting - Skíðakennsla. Komið I sól og snjó á Seljalandsdal við ísafjörð. Upplýsingar i símum 94-3125 — 94-3722. Skíðasvæðið Seljalandsdal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.