Íþróttablaðið - 01.04.1987, Page 31
ísafjörður
nýjar lyftur og þar er því meiri íjöl-
breytni. í kjölfar þessa hefur skíða-
áhugi aukist aftur á þessum stöðum.
Fjölmiðlar er líka ein ástæðan. Það
er hreinlega hætt að fjalla um skíða-
íþróttina og er Morgunblaðið eina
dagblaðið sem gerir það að einhverju
marki. Okkar vantar líka fleiri afreks-
menn á skíðum og það sem skíðahreyf-
ingin þyrfti að gera til þess að glæða
áhugann er að halda alþjóðlegt skíða-
mót á íslandi. Síðasta alþjóðlega mótið
sem var haldið hér var árið 1980.
Mögulegt væri þá að sameinast um
þrjá mótsstaði á landinu. Það kostar
peninga í upphafi en eitthvað verður
að gera til að rífa íþróttina upp úr
öldudalnum.“
— Er vel staðið að landsliðsmálum
um þessar mundir?
„Árið 1985 var lögð fram þriggja ára
æfinga- og keppnisáætlun og nú erum
við að klára annað árið. Þetta er því
allt á réttri leið. Ef menn leggja sig
virkilega fram á allan hátt þá er það
mín trú að við munum einhverntíma
eignast skíðafólk í fremstu röð. Pen-
ingaleysi hefur háð okkur gríðarlega
og hafa krakkarnir þurft að borga sínar
utanlandsferðir að mestu leyti sjálfir.
Ef við ætlum að standa okkur í fram-
tíðinni verður heilsársæfingaáætlun að
koma til. Málið snýst hreinlega um
það. Ef keppnisfólk á skíðum ætlar að
hvíla sig 5 mánuði ársins tekur það
jafn langan tíma að ná upp fyrri getu.
Þá eru aðeins 2 mánuðir eftir til að
æfa, keppa og taka framförum.
Annars er það eitt atriði sem sárlega
vantar í þjálfun skíðafólks og reyndar í
þjálfun íþróttafólks almennt. Það er
fagleg rannsókn til mælinga á þreki og
til að taka vöðvasýni úr íþróttafólki.
Þetta er að mínu áliti verkefni fyrir ÍSÍ
— að hafa íþróttalækni á sínum snær-
um sem sér alfarið um svona mál. Ef
læknir tekur vöðvasýni hjá skíðafólki
getum við séð eiginleika hjá hverjum
og einum og sagt til um hvort viðkom-
andi á framtíð fyrir sér sem skíðamað-
ur. Eða hreinlega hvort aðrar íþrótta-
greinar henta honum betur. Fólk hefur
ýmist hæga eða hraða vöðvaþræði og
því liggur það betur fyrir sumum að
stunda íþrótt sem reynir á mjólkur-
sýruvinnslu, en öðrum ekki. Ef við ætl-
um að eignast afreksfólk verður við að
afla okkur þekkingar á þessum málum.
Þjálfarar á íslandi stranda yfirleitt á
svona málum.
Þetta er búið að vera við lýði í ná-
grannalöndum í mörg ár. Læknar taka
blóðsýni í brekkunum og geta þar með
mælt mjólkursýruna í vöðvunum. Síð-
an er súrefnisupptaka og vöðvakraftur
mældur. Ef við tökum maraþonhlaup-
ara sem dæmi þá eru þeir með 80%
hæga vöðvaþræði og geta haldið sama
hraða langtímum saman. Aðrir eru
með hraða vöðvaþræði og geta þar af
leiðandi ekki æft maraþonhlaup.
Hlaupadrottningin Greta Waitz var í
styttri vegalengdum til að byrja með en
tapaði jafnan. Hún færði sig því yfir í
lengri vegalengdir og hefur verið ósigr-
andi síðan.
Fyrrgreindar rannsóknir hafa verið
stundaðar í Austur-Þýskalandi í 20 ár
og í 10 ár á Norðuriöndunum. Nú er
kominn tími til að við gerum eitthvað í
málunum og eignumst afreksfólk. Það
er ekki miklum erfiðleikum háð að
koma upp rannsóknastofu í kjölfar
gistiaðstöðu á skíðasvæðunum."
við Isafjörð
Skíðasvæðið á S
Áj||jfj|llifidsdal épáj
frabSferat orj fjolbreyt
i brekkur við sit€BH|
Góðurtroðari ei
r brekkur fyrir fólk á
hæa Sarrítals eru I;
'lóðlýsing á kvöldin
Skíðaskálinn Skíðheimar
í Skiðheimum eraðstaðafyrirgistingu (svefnpokapláss) og veitingar. Þareru 30 rum : * - w
(kojur) en dýnur fyrir marga fleiri. Þar er veitingasalur opinn allan daginn og
sælgætissala. í skálanum eru leigð út skíði og skiðaútbúnaður. Örstutt er til
ísafjarðarkaupstaðar með öllu sem þar er að finna.
Skíðafólk
Á Seljalandsdal er alltaf nægur snjór, þar eru vel troðnar skíðabrekkur og
göngubrautir. Veitingasala - Svefnpokagisting - Skíðakennsla. Komið I sól og snjó
á Seljalandsdal við ísafjörð.
Upplýsingar i símum 94-3125 — 94-3722.
Skíðasvæðið Seljalandsdal.