Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 54

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 54
Æfum við vitlaust? æfingar strax á þriðja í jólum og var æft mjög mikið alveg fram undir gaml- ársdag. Þess ber að geta, að venjulegu æfingarálagi var haldið fram að 21. desember. Venjan hafði verið að æfa fjórum sinnum í viku því var haldið á milli jóla og nýárs en í viðbót voru auka æfingar og æfingaleikir. Strax eft- ir áramót hófst venjuleg æfingalota og svo leikir fljótlega þar á eftir. Af þessu sést að jólatímabilið var engin hvíld fýrir þessa menn. Þegar þeir komu í mælingar í janúar sýndu þeir flestir sömu einkennin. Þeir áttu erfitt með að stíga hjólið á þeim þyngdum sem notaðar voru fyrir jól. Þeir urðu fljótt móðir og hjartað svar- aði fyrr og skarpara en áður. Síð- ast en ekki síst þá voru þessir menn leiðir. Þeir voru margir hverjir búnir að fá nóg af öllu sem kallast gæti líkams- þjálfun. Það skal tekið fram að ég tal- aði við mun fleiri en þessa 8 sem ég þolmældi og var leiðinn einkennandi fyrir þá flestalla. Á stofnfundi „íþróttalækningafélags íslands“ vorið 1985 hélt dr. Kjell Myhre fyrirlestur um það sem hann kallar „Overtraining" sem á íslensku mætti kalla Ofþjálfun. Þegar ég hlust- aði á þann fyrirlestur datt mér strax handboltamennirnir mínir í hug. Flest öll einkennin sem dr. Myhre taldi upp sem einkenni ofþjálfunar hafði ég fundið hjá handboltamönnunum í jan- úar. Dr. Myhre talaði einnig um þætti sem koma fram við ofþjálfun, þætti sem ég hef ekki tækifæri til þess að athuga. Hér er t.d. um að ræða breyt- ingu á styrk testosterona og kortisola í blóði miðað við það sem er hjá sömu mönnum við „normal ástand". Dr. Myhre talaði um að þjálfarar þekki oft ekki einkenni ofþjálfunar sem slík, og svöruðu þeim því á rangan hátt. Þannig að í stað þess að gefa mönnum hvíld, eða að minnsta kosti að breyta um form og eðli æfinga, þá er æfinga- álagið aukið. En það er einmitt það sem mér skilst að hafi gerst hjá hand- boltamönnunum sem ég hafði til at- hugunar. Þegar horft er til baka, þá kemur að mínu áliti í ljós að þessi mikla æfinga- lota í lok desember var algerlega óþörf. Fyrir jól voru mennirnir í góðu formi, bæði andlega og líkamlega, og áttu skilið að fá að mestu frí fram á nýár. Það gildir nefnilega það sama fyrir þessa menn og sagt var um knatt- spyrnumennina hér að framan. Þetta eru áhugamenn og til þess verður að taka tillit. Það er tilgangslaust að miða sig við erlenda hálf eða full atvinnu- menn, slíkt getur aldrei endað vel. Nóg hefði verið að setja 2-3 æfingar á mennina yfir þenna tíma. Það var ekki gert og skilaði það sér í 4 tapleikjum hjá því liði sem flestir þessara manna léku með strax á fyrstu vikum nýja ársins. Virðingarfyllst, Jón Ingi Benediktsson Kjötpoka- íþróttafélög verksmiöjan h/f íþróttahópar Búðardal — Sími: 93-4240 SALIR fyrir t.d. Framleiðum allar gerðir ráðstefnur kjötpoka fyrir innanlandsmarkað og árshátíðir afmæli fyrir útflutning. Getum boðið uppá lifandi tónlist gerum föst verðtilboð Einnig ávallt fyrirliggjandi Framleiðslumaður: grysjur fyrir verkstæði Pétur Sturluson og heimili. J H IfSÍS j 1 Veislu- og fundarsalir Hverfisgötu 105 ■m ■ ■■ ■ Wm 1 Símar 29670 - 22781 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.