Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 54

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 54
Æfum við vitlaust? æfingar strax á þriðja í jólum og var æft mjög mikið alveg fram undir gaml- ársdag. Þess ber að geta, að venjulegu æfingarálagi var haldið fram að 21. desember. Venjan hafði verið að æfa fjórum sinnum í viku því var haldið á milli jóla og nýárs en í viðbót voru auka æfingar og æfingaleikir. Strax eft- ir áramót hófst venjuleg æfingalota og svo leikir fljótlega þar á eftir. Af þessu sést að jólatímabilið var engin hvíld fýrir þessa menn. Þegar þeir komu í mælingar í janúar sýndu þeir flestir sömu einkennin. Þeir áttu erfitt með að stíga hjólið á þeim þyngdum sem notaðar voru fyrir jól. Þeir urðu fljótt móðir og hjartað svar- aði fyrr og skarpara en áður. Síð- ast en ekki síst þá voru þessir menn leiðir. Þeir voru margir hverjir búnir að fá nóg af öllu sem kallast gæti líkams- þjálfun. Það skal tekið fram að ég tal- aði við mun fleiri en þessa 8 sem ég þolmældi og var leiðinn einkennandi fyrir þá flestalla. Á stofnfundi „íþróttalækningafélags íslands“ vorið 1985 hélt dr. Kjell Myhre fyrirlestur um það sem hann kallar „Overtraining" sem á íslensku mætti kalla Ofþjálfun. Þegar ég hlust- aði á þann fyrirlestur datt mér strax handboltamennirnir mínir í hug. Flest öll einkennin sem dr. Myhre taldi upp sem einkenni ofþjálfunar hafði ég fundið hjá handboltamönnunum í jan- úar. Dr. Myhre talaði einnig um þætti sem koma fram við ofþjálfun, þætti sem ég hef ekki tækifæri til þess að athuga. Hér er t.d. um að ræða breyt- ingu á styrk testosterona og kortisola í blóði miðað við það sem er hjá sömu mönnum við „normal ástand". Dr. Myhre talaði um að þjálfarar þekki oft ekki einkenni ofþjálfunar sem slík, og svöruðu þeim því á rangan hátt. Þannig að í stað þess að gefa mönnum hvíld, eða að minnsta kosti að breyta um form og eðli æfinga, þá er æfinga- álagið aukið. En það er einmitt það sem mér skilst að hafi gerst hjá hand- boltamönnunum sem ég hafði til at- hugunar. Þegar horft er til baka, þá kemur að mínu áliti í ljós að þessi mikla æfinga- lota í lok desember var algerlega óþörf. Fyrir jól voru mennirnir í góðu formi, bæði andlega og líkamlega, og áttu skilið að fá að mestu frí fram á nýár. Það gildir nefnilega það sama fyrir þessa menn og sagt var um knatt- spyrnumennina hér að framan. Þetta eru áhugamenn og til þess verður að taka tillit. Það er tilgangslaust að miða sig við erlenda hálf eða full atvinnu- menn, slíkt getur aldrei endað vel. Nóg hefði verið að setja 2-3 æfingar á mennina yfir þenna tíma. Það var ekki gert og skilaði það sér í 4 tapleikjum hjá því liði sem flestir þessara manna léku með strax á fyrstu vikum nýja ársins. Virðingarfyllst, Jón Ingi Benediktsson Kjötpoka- íþróttafélög verksmiöjan h/f íþróttahópar Búðardal — Sími: 93-4240 SALIR fyrir t.d. Framleiðum allar gerðir ráðstefnur kjötpoka fyrir innanlandsmarkað og árshátíðir afmæli fyrir útflutning. Getum boðið uppá lifandi tónlist gerum föst verðtilboð Einnig ávallt fyrirliggjandi Framleiðslumaður: grysjur fyrir verkstæði Pétur Sturluson og heimili. J H IfSÍS j 1 Veislu- og fundarsalir Hverfisgötu 105 ■m ■ ■■ ■ Wm 1 Símar 29670 - 22781 54

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.