Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 61
Fréttabréf ISI
I tilefni afmælisins var eftirtöldum
mönnum veitt gullmerki ÍSÍ: Davíð
Oddssyni borgarstjóra, Guðfinni Ólafs-
syni formanni SSÍ, Hákoni Erni Hall-
dórssyni formanni JSÍ, Jóni Hjaltalín
Magnússyni formanni HSÍ, Guðrúnu
Nielsson fimleikakennara, Magnúsi
Péturssyni knattspyrnudómara,
Margréti Bjarnadóttur fv. formanni
Gerplu, Val Benediktssyni knatt-
spyrnudómara og Þresti Stefánssyni iv.
formanni ÍA.
Jafnframt voru 5 menn, samkvæmt
ákvörðun íþrottaþings 1986, gerðir að
heiðursfélögum ÍSÍ. Þ.e. Andreas Berg-
mann, Einar B. Pálsson, Gísli Halldórs-
son, Guðjón Ingímundarsson og Her-
mann Guðmundsson. Allt vel þekktir
menn fyrir fómfúst og gott starf í þágu
hreyfingarinnar.
Gjafir
Fjölmargar gjafir bárust:
íþróttabandalag Suðurnesja — olíumálverk
Iþróttabandalag ísafjarðar — Ijósmynd
Bláfjallanefnd — ljósmynd af Bláfjöllum
Knattspyrnuráð Reykjavíkur — fundar-
gerðir frá upphafi
Bandalag íslenskra skáta — útskurður í tré
íþróttabandalag Akraness — postulínsdisk-
ur
Ólympíunefnd Íslands — kristalskál
Héraðssamband S-Þingeyinga — silfurhúð-
aður diskur
Ungmennasamband Eyjafjarðar — silfur-
húðaðurdiskur
Knattspyrnufélagið Þór Ak — tindiskur
íþróttabandalag Vestmannaeyja — skúlptúr
Skíðafélag Reykjavíkur — merki féiagsins á
stalli
Hressingaleikfimi Ástbjargar — stytta af
konu
Danska íþróttasambandið — hita- rakamæl-
ir.loftvog
Knattspyrnufélag Akureyrar — mynd í bas-
ait piötu
Ungmennafélag íslands — silfurbátur á
hrafntinnu
iþróttabandalag Hafnarfjarðar — viðar-
mynd á granítstalli
Héraðss. Snæf. og Hnappadalssýslu —
postulínsvasi m/merki HSH
Sænska íþróttasambandið — kristalskál og
þjálfari
Grænlenska íþróttasambandið — húðkeip-
ur
Sérsambönd ÍSÍ (að SKÍ undanskildu) —
iaserprentari
íþróttabandalag Reykjavíkur — 120.000 í
tölvukaup
22 ungmennafélög — 13 grafíkmyndir
Færeyska íþróttasambandið — olíumálverk
íþróttabandalag Keflavíkur — mynd —
olíukrít
Íþróttabandalag Akureyrar — Ijósmynd
Skíðasamband íslands — vatnslitamynd
Finnska íþróttasambandið — 3 keramik-
myndir
Norska íþróttasambandið — keramikmynd
Ungmennasamband A-Húnavatnssýsiu — 2
bækur „Húnaþing"
Haukur Einarsson — Farandbikar frá 1932
Golfsamband ísiands — Fáni sambandsins á
stöng.
Auk þess barst fjöldi skeyta og
biómasendinga fyrir utan kveðju f
bundnu máli eftir Margréti Jónsdóttur
frá Búrfelli:
Áfram stefnið, áfram hér
ísland hlýtur vinna,
bara rétt ef borðað er
bolta megið sinna.
Leikið eins og listamenn
látið ekki illa,
verðlaunin þá verða þrenn
vel ykkur má stilla.
Ekki Bjarni öskra hátt
erfitt er það heyra.
Liðið við það missir mátt
mikið reynt á eyra.
Drengilega, djarft og vel
dugið meðal þjóða,
ykkur Jesú öruggt fel
einn hann á hið góða.
Ekki montnir of um nú
íslands metin setjið,
Guð vei ykkur gefi trú.
Gott að morgni étið.
Þá mun íslands ljóma lið
listir með svo fínar,
þegar vel að þjóðasið
þyggið reglur mínar.
Yfirlitssýning
Þorsteinn Einarsson fv. íþróttafull-
trúi ríkisins útbjó og setti upp yfirlits-
sýningu í anddyri Laugardalshallarinn-
ar. Sást þar vel efling einstakra íþrótta-
greina milli ára, allt sett upp í línurit.
Jafnframt var þar samankomið verð-
launagripasafn Jóns Kaldals, en að-
standendur hans gáfu íþróttasamband-
inu munina í tilefni hátíðarinnar og til
minningar um góðan íþróttamann.
Sýningin var opin í vikutíma.
íþróttasambandið lét taka saman af-
mælisrit um starf íþróttasambandsins í
75 ár. Gils Guðmundsson tók ritið sam-
an. En í ritnefnd voru f.h. ÍSÍ Jón Ár-
mann Héðinsson, Hermann Guð-
mundsson og Hannes Þ. Sigurðsson.
Ritið er til sölu í skrifstofu sambands-
insog kostar kr. 700-.
Frá fimleikasýningu sem var í hálfleik í leik íslands og Sviss, sunnudaginn 1.
febrúar.
61