Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 19

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 19
ívar Webster Akureyri er eins og Hafnarfjörður var, mikill handbolta- og fótboltabær en það hefur breyst mikið síðan Haukar komust í fremstu röð í körfubolta." — En ertu ánægður með árangur Þórsliðsins í vetur? „Já ég held að ég sé að gera góða hluti hér fyrir norðan. Þetta tekur allt tíma og það verður að halda áfram á sömu braut. En ég hef kannski gert mér of miklar vonir áður en ég kom í bæinn. Það tekur meira en ár að ná því besta út úr liðinu og ekki síst þar sem ég var alveg ókunnugur strákunum. Ég átti ekki von á því t.d. að við kæm- ust svona langt í bikarkeppninni.11 — Á Þórsliðið erindi í Úrvalsdeild- ina? „Já, svo sannarlega en það kostar miklar og strangar æfingar til þess að vera á meðal þeirra bestu. Við komum til með að missa tvo til þrjá leikmenn fyrir næsta keppnistímabil og við verð- um að fá nýja leikmenn í staðinn fyrir þá.“ MIKILL MUNURÁ AKUREYRIOG HAFNARFIRÐI — Er mikill munur á Hafnarfirði og Akureyri? „Já það er mikill munur á þeim. Að koma til Akureyrar er eins og að koma til annars lands. Þetta er mjög fallegur bær og veðrið hér er frábært. En málið er það að hér ertu fastur og það kom mér einna helst á óvart. Það er mjög erfitt að fá æfingaleiki hingað og allt sem gert er þarf að vera bundið við staðinn. Nú í Hafnarfirði þekktu mig allir og voru vanir því að ég væri á ferðinni í bænum. Hér er því aftur Slegið á létta strengi með ívari. í fæstum tilfellum þarf hann hest til þess að troða. ívar í harðri baráttu við grimma andstæðinga. Ekki má milli sjá hverjir hafa betur. 19

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.