Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 10

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 10
Atli Hilmarsson Atli brosir þegar hann rifjar upp stökk- in upp stigann og bætir við meira í gríni en alvöru: “Nú orðið þykir mér erfitt að ganga upp á 4. hæð. Þegar maður rifjar upp tímann á barnagæslu- vellinum er ótrúlegt til þess að hugsa að maður skyldi sjálfur eiga eftir að leika með átrúnaðargoðunum, Axel Axelssyni, Björgvini Björgvinssyni og fleirum. Eflaust er maður í sömu að- stöðu í dag og þessir menn þá.“ Atli Hilmarsson er í hópi þeirra ís- lensku íþróttamanna sem mestar kröf- ur eru gerðar til í dag - og ekki að ósekju. Hann er einn af „strákunum okkar“ sem við höfum fylgst svo náið með síðan landsliðið hafnaði í sjötta sæti á heimsmeistaramótinu í Sviss. Atli er ein af ástæðum þess að (jöldi fólks horfði á sjónvarpið upp um alla veggi og nagaði púða og annað laus- legt í stofunni - meðan á yfirmáta spennandi leikjum stóð. Þegar Ieikir landsliðsins voru í beinni útsendingu í sjónvarpinu var fámennt á götum borgarinnar - aðeins antisportistar og aðrir idjótar létu ekki raska ró sinni. Spennan hélt áfram - heimsmeistar- ar Júgóslava voru lagðir að velli í Höll- inni fyrir skömmu og þá nagaði fólk poppkorn í stað púða. Sessunautar féllust í faðma og líkast til hafa strák- arnir okkar verið orsök nánari kynna ókunnra einstaklinga í Höllinni. Strangur undirbúningur iandsliðsins fyrir Ólympíuleikana er framundan, kröfur okkar aukast samhliða sætum sigrum en við megum ekki gleyma gamla raunsæinu. Allt framar sjötta sætinu á Ólymíuleikunun yrði stór- kostlegt. „Eftir höfðinu dansa limirnir" stend- ur einhversstaðar skrifað og nú for- vitnumst við um einn liminn í landslið- inu - Atla Hilmarsson sem leikið hefur í 5 ár með liðum í Þýskalandi. Atli er fæddur á því herrans ári 1959, verður 28 ára 23. desember næstkomandi. Hann er fæddur og uppalinn í Reykja- vík - algjört borgarbarn, eins og hann orðaði það sjálfur. Atli fór nánast aldrei út fyrir höfuðborgina á sínum yngri árum utan þess að dvelja hjá skyldfólki í Vestmannaeyjum ein þrjú sumur. Þar lék hann með ÍBV á ís- landsmótinu í knattspyrnu í 3. flokki, en ekki með mjög góðum árangri að eigin sögn. Atli á eina eldri systur, eldri bróður og játaði það hiklaust með brosi á vör að hafa verið spilltur af eftirlæti. Þegar hann var að vaxa úr grasi var ekki mik- ill íþróttaáhugi í (jölskyldunni en nú í seinni tíð hefur öll íjölskyldan fylgst með og tekið þátt í sportinu. Þrjú systrabörn Atla æfa af fullum krafti - með Víkingi. En eins og áður sagði eignaðist Atli handbolta á unga aldri og þá var ekki aftur snúið. „Það sem hjálpaði mér líka og ýtti undir minn íþróttaáhuga var Siggi Dags sem kenndi mér leikfimi. Hann var þá á toppnum sem íþrótta- maður og lék með landsliðinu. Að hafa svo frægan mann sem íþróttakennara kveikti verulega í okkur strákunum. Ég lifði fyrir handboltann og fótbolt- ann á þessum tímum og stundaði greinarnar jöfnum höndum fram að 2. flokki. Þá gerði ég mér grein fyrir því að handboltinn átti mun betur við mig. Engu að síður hef ég mikinn áhuga á fótbolta og fylgist mjög náið með hon- um. Annars er ég einn af stofnendum blakdeildar Fram en hef ekkert verið að státa mig af því fyrr en í vetur því árangurinn hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir. Æskufélagar mínir eru allir í blaki en ég var sá eini sem valdi handboltann. Þó á ég einn leik með blakdeildinni „minni“.“ Strax í 4. flokki varð Atli Íslands- og Reykjavíkurmeistari með Fram og var hann talinn mjög efnilegur. En í 3. flokki missti hann flugið um tíma því hann stækkaði ekki eins ört og félagar hans og við fermingu var hann minnst- ur í hópnum. Sökum þess hve seint tognaði úr Atla vann hann sér ekki sæti í byrjunarliðinu. Á fyrsta ári í 2. flokki var aðeins farið að togna úr Atla en engu að síður voru hlutskipti hans þann vetur að verma varamannabekk- inn. Þegar Atli var á öðru ári í 2. flokki var sá góðkunni þjálfari Jóhann Ingi Gunnarsson ráðinn þjálfari meistara- flokks Fram og tók hann Atla strax inn í þann hóp. Viðbrigðin voru mikil fyrir strákinn sem stækkaði seint. Hann varð þó sláni á skömmum tíma og gat og staðið í þessum meistaraflokks „köllum". “Ég á Jóhanni Inga í raun mikið að þakka. Auk þess að hafa hann sem þjálfara í meistaraflokki þá var ég und- ir hans stjórn í 16-18 ára landsliðinu og landsliðinu skipað leikmönnum undir 21 árs. Árið 1979 þegar Jóhann Ingi var landsliðsþjálfari þótti hann sýna mikið hugrekki með að velja nokkra stráka úr 21 árs liðinu í A- landsliðið. Við höfðum þá nýverið keppt á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða og náð 7. sætinu. Það var fyrsti alþjóðlegi árangurinn sem við náðum enda valinn maður í hverju rúmi. Meðal leikmanna í því liði má nefna Sigga Gunn, Sigga Sveins, Kristj- án Arason, Brynjar Kvaran auk mín. Hann gerðist svo djarfur að setja okk- ur inn í A-liðið og voru ekki allir á eitt sáttir við það. Kannski er þessi hug- dirfska Jóhanns Inga að skila sér í dag? Fyrsti A-landsleikurinn er mér alltaf minnisstæður því ég var engan veginn undirbúinn fyrir stórátök. Við lékum gegn Dönum í Höllinni og þetta var árið 1979. Geir Hallsteinsson var þá hættur að leika með landsliðinu en fékkst til að leika þennan tiltekna leik vegna þess að margir lykilmenn voru meiddir. Það að fá að spila með átrún- aðargoðinu Geir Hallsteinssyni var meiri lífsreynsla en orð fá lýst. Höllin var troðfull og sannast sagna heyrðist beinaskjálftinn í mér langar leiðir. Þeg- ar ég fór inn á í fyrsta skipti hafði ég sett of mikið klístur á puttana á mér þannig að boltinn loðaði of mikið við mig. Mín stund inná var skammvinn sæla, eða öllu heldur taugastríð, því eitt sinn þegar ég ætlaði að senda bolt- ann á Geir, var boltinn sem fyrr límdur við puttana á mér. Hann losnaði þó frá hendinni en fór beint í fót Geirs og þaðan í innkast. Eftir þetta atvik var ég Atli er ein af ástæðum þess að fjöldi fólks horfði á sjónvarpið upp um alla veggi. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.04.1987)
https://timarit.is/issue/408509

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.04.1987)

Aðgerðir: