Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 68
Hitahlífarnar styðja við hné, ökkla, kálfa,
olnbogaog úlnllð og fást hjá
//7SS— STOÐTÆKJASMÍÐIN
llllnSWÐ s™
TRÖNUHRAUN 6 - HAFNARFIRÐI
SENDIBÍLASTÖÐIN HF.
BORGARTÚNI 21 SÍMI 25050 ggg REYKJAVÍK
Traustirmenn
FRÉTTA
TlLKYNl
- Tactic s.f. er ungt og vaxandi fyrir-
tæki á Akureyri í eigu Ragnars Þor-
valdssonar og Þorsteins Ólafssonar.
Fyrirtækið hefur fram að þessu ein-
beitt sér að framleiðslu á vörum fyrir
íslenskt íþróttafólk. Má sem dæmi
nefna kæli- og hitapoka, upphitunar-
olíu (liniment), skófeiti til varnar blöðr-
um og öðrum óþægindum, þegar t.d.
nýir skór eru teknir í notkun.skrif-
blokkir fyrir knattspyrnuþjálfara o.fl.
Þær hafa allar verið markaðssettar
undir TACTIC - vörumerkinu.
— Nýlega hóf TACTIC s.f. innflutn-
ing á drykkjavörum o.fl. frá Sviss sér-
staklega ætluðum íþróttafólki. Vörur
þessar eru seldar undir vöruheitinu
ISOSTAR og hafa það fram yfir flesta
aðra drykki að vera ISOTON. Skal nú
reynt að útskýra þetta fyrirbæri.
— Rannsóknir síðari ára hafa leitt í
ljós, að vökvatap, sem íþróttafólk og
aðrir verða fyrir við æfingar, keppni
eða vinnu, dregur verulega úr afkasta-
getu. T.d. mun vökvatap, sem nemur 2
% af likamsþunga (u.þ.b. 1,5-2,0 kg),
minnka afkastagetuna um 20 % . Af
þessum sökum er íþróttafólki ráðlagt
að drekka hentugan vökva fyrir keppni
og æfingar og á meðan slíkt stendur
yfir til þess að viðhalda vökvajafnvægi
líkamans. Auk vatnstaps með svita og
öndun tapast einnig steinefni o. fl., sem
nauðsynlegt er líkamanum, með hinu
fyrrnefnda. Það er því mikilvægt, að
viðkomandi drykkur innihaldi efni til
að bæta upp það, sem tapast. En „ekki
er sopið kálið þótt í ausuna sé komið“.
Til þess að líkaminn geti nýtt sér
drykk, sem hér um ræðir, verður sam-
setning hans að vera sambærileg við
samsetningu vökva Iíkamans að því, er
styrk uppleystra efna varðar. Slíkur
drykkur er sagður vera ISOTON. Flest-
ir drykkir, sem seldir eru undir hinum
ýmsu vörumerkjum eru ekki ISOTON.
68
2