Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 58

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 58
Linda Jónsdóttir að körfubolta hér í Reykjavík og ég geri fastlega ráð fyrir að þá hafi langað að halda því áfram. Meira þurfti ekki til. Körfubolti var rifinn upp og skyndi- lega voru allir farnir að spila körfu- bolta. Ég byrjaði reyndar ekki fyrr en ég var orðin þrettán ára og við æfðum tvisvar í viku. Þetta var heilmikið fjör, íþróttakennarinn sjálfur, Páll Ágústs- son, þjálfaði okkur og ég held að flest- ar stelpurnar úr bekknum hafi æft körfubolta. Ástandið var svo bagalegt á þessum árum að eina íþróttin sem við stelpurnar höfðum komið nálægt fram að körfuboltatímabilinu var sund á sumrin. Við lékum okkur í lauginni í góðu veðri. Ég held að það sé mjög auðvelt að rífa íþróttagrein upp á svona litlum stöðum eins og Patreks- firði. Þegar engin ríkjandi grein er fyrir á staðnum og með því að fá áhugasamt fólk á staðina, eins og gerðist hjá okk- ur, er sigurinn unninn. Sjálfsagt væri erfiðara eða óframkvæmanlegt að gera eitthvað svipað á stað eins og Akranesi þar sem fótboltinn er ailsráðandi. Ég spilaði með Herði í öðrum flokki eða þangað til við fluttum til Reykja- víkur og ég fór í KR. Það var reynt að drífa körfuna dálítið upp þarna fyrir vestan, t.d. með því að taka þátt í mót- um. Við spiluðum í „Vestfjarðariðlin- um“ en í því tóku þátt lið frá Stykkis- hólmi, ísafirði og Patreksfirði og það lið sem vann fór í keppnisferðalag suð- ur. Það var í einu slíku sem tapið góða var gegnKR." Hvaða kraftaverk þurfti til, svo Linda JónsdóttirfæriíKR? „Það þurfti nú reyndar ekkert karftaverk“ segir hún hlæjandi.,, Þetta gerðist fyrir um það bil fimmtán árum. Ég var reyndar að fá núna um daginn viðurkenningu frá KR, geysilega fallegt merki, fyrir að hafa verið i félaginu í fimmtán ár. Þó að ótrúlegt megi virð- ast var það strætóferð sem orsakaði það að ég fór í KR. Eftir að við fluttum frá Patreksfirði þekktum við ekkert til hér í bænum. Við voru þrjár; ég, tví- burasystir mín og vinkona okkar að vestan sem var einnig nýflutt í bæinn, staddar í strætisvagni, leið 3 Nes-Háa- leiti og hann keyrði fram hjá KR heim- ilinu. Við bjuggum upp í Stóragerði en sáum þarna í einni svipan að það þyrfti bara að taka einn strætisvagn svo hægt væri að komast á æfingar. Við ætluð- íslandsmeistarar KR í körfubolta 1986. um nefnilega í ÍR en það var mikið meira umstang að komast á æfingar. Við byrjuðum á því að fara á nokkrar æfingar hjá KR og það var svo gaman að við létum skrá okkur í félagið og ég hef spilað með KR síðan!“ Hvað með aðrar íþróttagreinar en körfuboltann? „Ég hef nú verið að dútla eitthvað í öðrum greinum en þó ekki mikið. I tvö sumur spilaði ég t.d. fótbolta með KR en það var allt of mikið. Ég geri það ekki aftur að vera bundin allan vetur- inn á æfingum og í ieikjum og síðan öll kvöld á sumrin. Ég var dálítið í frjáls- um íþróttum, eitt eða tvö sumur, og náði meira að segja að keppa í boð- hlaupi fyrir sveit KA. Ég er í blaki í Þrótti núna og það er mjög gaman en karfan gengur þó fyrir. Svo ég get sagt að þennan vetur er ég viðloðandi íþróttir allan daginn; ég byrja á morgn- ana að kenna krökkunum, á kvöldin og um helgar er ég á æfingum eða að keppa. Ég æfi í körfunni þrisvar í viku og síðan er að meðaltali einn leikur í vikunni. Ég er í blaki tvisvar í viku og keppi reyndar aðeins þar líka. Þetta er gaman en ég reyni að eiga frí eitt kvöld vikunnar. Það gengur að vísu misjafn- lega vel! Annars finnst mér mun skemmtilegra að vera í hópíþróttum en einstaklingsíþróttum. Það er gaman að vera með skemmtilegu fólki og ég held að ég eigi auðveldara með að ná ár- angri í hópíþróttum en einstaklings. Af hverju? Ég veit það ekki.“ Nú bjóstu í Svíþjóð í eitt ár eða 1983-1984. Hvað kom til að þú lagðir land undir fót? „Mig langaði að breyta til. Kynnast einhverju nýju og komast úr hvers- dagsleikanum og grámyglunni hér. Ég fór með Eddunni til Þýskalands, fór þaðan til Danmerkur og keyrði til Svíþjóðar. Systir mín bjó í Svíþjóð og ég flutti til hennar. Ætlaði reyndar að vera stutt hjá henni en endaði í rúma þrjá mánuði. Hvað ég gerði? (Nú skelli- hiær hún) Ég var íslenskukennari! Alveg satt. Það er þannig að öli íslensk böm búsett í Svíþjóð hafa rétt á ís- lenskukennslu og ég tók það að mér. Það var mjög gaman en að vísu fór allt of mikill tími í ferðir fram og til baka. Það var dálítið þreytandi. Þessir krakk- ar sem ég var með bjuggu í tveimur bæjum og ég varð að fara á milli. Þetta voru fimmtán krakkar á aldrinum þriggja til átján ára. Þeim yngstu smal- aði ég saman og lét þau tala íslensku hálfan daginn einu sinni í viku. Hjá þeim sem voru komin á skólaskyldu- aldur fór ég í skólana og kenndi hverj- um og einum íslensku tvo tíma á viku. Ég kynntist körfunni líka í Svíþjóð. Spilaði með Mantorp Basket sem er fyrstu deildar lið. í fyrstu deildinni eru tíu lið í riðli en þeir eru tveir; Norður- og Suður-Svíþjóð. Þetta var ágætis lið sem ég var í og við lentum í fimmta sæti, hefðum reyndar átt að lenda ofar, en klúðruðum leik sem við áttum að vinna. Svíarnir eru miklu betri en við í körfu og í raun viðgengst atvinnu- mennska í kvennakörfunni úti. Þær 58

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.