Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1987, Side 11

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Side 11
Atli Hilmarsson „Ég var feitur og pattaralegur sem krakki," segir Atli Hilmarson hæst ánægður ef ég kom boltanum klakklaust til samherja," segir Atli og gerir góðlátlegt grín af sjálfum sér. „Ég spilaði lítið í leiknum - kannski sem betur fer, en reynslan var mér góð. Jóhann Ingi er mjög sanngjarn þjálfari og tekur menn ekkert útaf þótt þeir geri smá mistök. Ég man að Gústaf Björnsson lék sömuleiðis sinn fyrsta landsleik gegn Dönum. Töluverð bið var í næsta landsleik en skömmu eftir mína frumraun í landsleik var leikinn pressuleikur og ég var í hvorugu lið- inu. — Hvað finnst þér um Bogdan? „Bogdan er mikill persónuleiki og menn verða að taka honum eins og hann er því hann hefur dálítið furðu- lega skapgerð. Sem handboltaþjálfari er hann í allra fremstu röð og á ég hon- um mikið að þakka. Hann hefur eflt mig gífuriega mikið því ég fór ekki að sýna neitt með landsliðinu fyrr en und- ir hans stjórn. Þegar ég lék með FH æfði ég einu sinni í viku með landslið- inu og tók hann mig ærlega í gegn. Honum tókst að skóla mig til. Mann- lega hlið Bogdans er dálítið öðruvísi en maður á að venjast - þó ekki í nei- kvæðri merkingu. Bogdan hefur hjálp- að mér í erfiðleikum og hann ber traust til sinna leikmanna." — Hvernig var tímabilið í Sviss, þú varst í stuði þar? „Ég var í góðri æfingu á þessum tíma og sjálfstraustið var í hámarki. Bogdan átti mestan þátt í því. Ég hafði það á tilfinningunni að ég væri númer eitt í þessari stöðu og var því aldrei hrædd- ur um að einhver annar tæki mína stöðu. Alfreð var þar á bekknum en í leikjunum gegn Júgóslövum um dag- inn var ég á bekknum og Alfreð spilaði mest allan tímann. Það sem hjálpar mikið er að við Alfreð er góðir vinir og aldrei hefur komið til neinna vandræða okkar á milli. Félagsskapurinn í lands- liðinu er í einu orði sagt frábær og herða menn hverjir aðra. Liðsheildin er stórkostleg og það er virkilega gaman að taka þátt í þessu. Vinskapur okkar allra nær langt út fyrir völlinn því við erum allir góðir félagar og komumst langt á því. Tíminn í Sviss var stórkost- legur en jafnframt mjög erfiður. Við vorum í góðri samæfingu, sjáifstraust okkar var í lagi og því gekk okkur vel. Flestir okkar hafa þekkst frá því við vorum saman í 16 ára landsliðinu og stöndum við ætíð saman þótt við leik- um hverjir á móti öðrum með félagslið- um. Léttleikinn er ætíð með í spilinu enda er alltaf slegið á létta strengi þeg- ar Sigurður Sveinsson er með. Hann sárvantaði í Sviss.“ — Kitlar það ekki hégómagirnina að leika vel og vera í landsliðinu? „Óneitanlega vill svo vera þegar vel gengur - sérstaklega þegar heims- meistarakeppnin stóð yfir og við feng- um fréttir að heiman hve áhugi fólks var gífurlegur. Þetta náði hámarki í leiknum gegn Rúmenum sem við unn- um og er í mínum huga stórkostlegasti leikur sem ég hef tekið þátt í.“ Talandi um leikinn gegn Rúmenum er hann einn mest spennandi leikur sem við höfum orðið vitni að. Stutt var til leiksloka þegar Atli vann boltann, brunaði fram og vippaði yfir rúmenska risann í markinu. „Sú stund sem tók mig að drippla boltanum upp völlinn er sú hrikalegasta sem ég hef lifað. Leikar stóðu jafnir og ég með úrslitin á mínu valdi. Síðan vippaði ég yfir risann sem ég mátti alls ekki gera í þessari stöðu því hann var tveir metrar á hæð. Sem betur fer fór boltinn inn.“ — Þú þykir slánalegur og í mjósta lagi, færðu litið að borða? „Mamma og konan mín hafa margoft verið spurðar að þessu - sérstaklega í seinni tíð. Ég borða mjög eðlilega en brenni þessu greinilega jafn óðum. Annars teygðist mjög snögglega úr mér því ég var feitur og pattaralegur sem krakki." Atii Hilmarsson Iék þrjú keppnis- tímabii með Fram í 1. deild en hélt síð- an til Þýskalands. Hann á yfir 100 leiki með meistaraflokki Fram en eins og flestum er kunnugt gerði Atli hlé á atvinnumennsku sinni og lék með FH í 1. deild eitt keppnistímabil. Fram lék þá í 2. deild en Atla langaði til að leika með toppliði og i-'fnframt halda sæti 11

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.