Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 52

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 52
Æfum við vitlaust? Hjá knattspymumönnum var þolið mjög gott við fyrstu mælingu, þ.e. meðalgildi á þoltölu og mestu súrefnis- upptöku (V02 max) voru mjög há. Breytingar voru mjög litlar fram eftir hausti, en yfir jólin, réttara sagt milli mælinga í lok nóvember og í janúar, þá féllu þessi gildi, en þó voru breyting- arnar ekkert stórvægilegar. Fallið í þol- tölu var heldur stærra og bendir það til þyngdaraukningar. Ég mun nú fara nánar út í einstaka mæiingar hjá knattspyrnumönnum. Á MIÐJU SUMRI, ÞÁ VAR MEÐALTAL 13 MANNA 64,3 ml02/min/kg sem er mjög hátt gildi. Til samanburðar, þá má geta þess að á árunum 1975-1976 þá var meðaltal 40 manna í fullri æf- ingu 57,1 ml02/min/kg. í „Textbook of Work Physiology" eftir þá Astrand og Rohdal, er talað um að þoltöiur 11 knattspyrnumanna sænska landsliðs- ins hafi verið að meðaltali tæplega 56 ml02/min/kg og fari hjá bestu ein- staklingunum upp undir 70 ml02/min/kg en þessar tölur eru frá 1970. Okkar tölur eru mun hærri, t.d. eru í 13 manna hópi 3 menn sem eru yfir 70 ml02/min/kg, og sá hæsti tæplega 75 ml02/min/kg. í ágúst var meðaltal 10 manna 64,4 ml02/min/kg en þá var hópurinn jafnari en í júlí. ÆTLA MÆTTI, AÐ ÞEGAR ÆFINGAR FALLA NIÐUR AÐ HAUSTI, ÞÁ FÉLLI ÞOLTALAN. Svo reyndist ekki vera, að minnsta kosti ekki að neinu marki, því að í NÓVEMBER ER MEÐALTAL 8 MANNA 64,0 ml02/min/kg. Þetta er góður árangur, sérstaklega þegar tillit er tekið til þess, að þetta fall kemur ekki fram, þegar litið er á mestu súr- efnistökuna (tafla I). Virðist vera um að ræða fall í þoltölu vegna aukins lík- amsþunga, en menn bættu á sig allt að 3 kg, eða jafnvel meira. Það skal ítrek- að, að þessir menn höfðu, frá því æf- ingum lauk, ekki stundað neina skipu- lega líkamsþjálfun, utan létts heilsu- bótarskokks, og sumir alls ekki neitt. Jólin, með öllum sínum mat, drykk og letilífi taka sinn toll af íþróttamönnum sem ekkert hreyfa sig, þó svo að þessi tollur sé furðulega lítill. MEÐALTAL 9 KNATTSPYRNUMANNA féll niður í 57,9 ml02/min/kg og féll V02 max einnig. Þessi þoltala er mjög góð, þeg- ar tillit er tekið til þess að HÉR ERU MENN EFTIR 4 MÁNAÐA HVÍLD FRÁ Ætli þessi ungi piltur komi til með að njóta þeirrar framþróunar sem hefur orð- ið í þjálfun íþróttamanna. ÆFINGUM OG KEPPNI. Hópurinn sem eingöngu kom í mælingu fyrstu dagana í febrúar sýndi samskonar nið- urstöður. Þar höfðu menn ekki æft í rúma 4 mánuði, en samt var meðaltal þessa hóps 59,14 ml02/min/kg. Auk þessa, má geta þess að 19 manna hópur knattspyrnumanna sem mældir voru í janúarmánuði 3 árum áður sýndi svipaðar niðurstöður. Þar var þoltalan 57,5 ml02/min/kg. Af þessu dreg ég þá ályktun að íslenskir knatt- spyrnumenn, bæði í fullri æfingu og í hvíld hafi mjög gott líkamlegt þol. Það skal tekið fram að ýmsar nýrri aðferðir við það að meta þol svo sem greining vöðvasýna eða athugun á virkni hvata (enzyma) í vöðvum, geta gefið mun betri upplýsingar um þolið. Þeim var ekki komið við að þessu sinni, enda íjárfrekar, en einföld 02-upptöku mæl- ing eins og hér var gerð, gefur góða vísbendingu um hvað er að gerast. HVAÐ SEGJA ÞESSAR NIÐURSTÖÐUR? Jú, þær benda til þess að sú stefna margra þjálfara að hefja miklar þolæfingar strax í janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.