Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 41

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 41
KÚNSTTN AÐ M YNDA ÍÞRÓTTTR M argir sanntrúaðir íþróttahatarar sjá engan tilgang í því að elta bolta, hlaupa, stökkva eða hreyfa sig á einn eða annan hátt. En þeir sem stunda íþróttir af áhuga láta þessar vangavelt- ur kyrrsetumannanna sem vind um eyru þjóta enda vita þeir ósköp vel að ekki þarf flókna skilgreiningu á íþrótt- unum til að stunda þær, það er einfald- lega nóg að hafa gaman af íþróttinni. Og það sama á við um þá sem njóta þess að fylgjast með íþróttum án þess að taka sjálfir þátt í leiknum. Reyndar eiga íþróttahatararnir erfiðara með að skilja það fólk sem gleymir sér fyrir framan sjónvarpið þegar Bjarni Fel er að sýna svipmyndir eða heila leiki, nú og um þverbak finnst þeim keyra þeg- ar menn dvelja heilu helgarnar á áhorf- endapöllum íþróttahúsanna og flýta sér síðan heim til að horfa á sömu leik- ina í sjónvarpinu og lesa síðan allt um þá í dagblöðunum. Já, menn horfa misjöfnum augum á Texti: Þorsteinn G. Gunnarsson Myndir: Ýmsir íþróttakappleiki, sumir falla flatir fyrir fallegum leikféttum, fögru samspili svo ekki sé talað um mörkin. Nú svo eru aðrir sem leggja sig í líma við að ná öll- um frjálsíþróttamótum, skíðamótum eða fylgjast grannt með bardagaíþrótt- um, karate, glímu og júdó, svo lítið sé nefnt. Og sumir fylgjast með þessu öllu. En fáir horfa á íþróttir sömu augum og íþróttaljósmyndararnir, mennirnir sem raða sér bak við mörkin og skipta um filmur í tíma og ótíma. Þeirra starf er að horfa á íþróttir gegnum mynda- vélarlinsuna og festa „rétta augnablik- ið“ á filmuna. Til að kynnast þessum mönnum og vinnu þeirra ræddi íþróttablaðið við þrjá ljósmyndara sem allir hafa fengist við að mynda íþróttaviðburði. Ljós- myndararnir eru Bjarni Eiríksson, Ein- ar Ólason og Sverrir Vilhelmsson. Þeir völdu síðan nokkrar myndir úr safni sínu til að sýna lesendum íþróttablaðs- ins. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.04.1987)
https://timarit.is/issue/408509

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.04.1987)

Aðgerðir: