Íþróttablaðið - 01.04.1987, Qupperneq 34
Margar voru viti
sínu fjær af hræðslu
— rætt við Sigurð Hjörleifsson landsliðs-
þjálfara kvenna í körfubolta.
Þjálfari kvennalandsliða íslands í
körfubolta - þ.e. A-landsliðsins og
landsliðs skipað leikmönnum 19 ára og
yngri er Sigurður Hjörleifsson. Sigurð-
ur er flestum körfuknattleiksunnend-
um að góðu kunnur því hann lék með
Val í áraraðir og er einn af Hólmurun-
um sem var í sigursæla liðinu undir
stjórn Tims Dwyer. Sigurður er frá
Hnífsdal á Snæfellsnesi en frá 14 ára
aldri bjó hann í Stykkishólmi og lék
hann körfubolta með Snæfelli þar til
hann snéri suður á bóginn.
Sigurður hefur fengist við þjálfun
um nokkurra ára skeið og þjálfaði m.a.
meistaraflokk Breiðabliks í þrjú ár, þar
af eitt í 1. deild. Um þessar mundir
þjálfar hann 2. og 3. flokk karla hjá KR
ásamt því að sjá um fyrrgreind kvenna-
landslið. Sigurður tók við þjálfun
landsliðs kvenna skipað leikmönnum
19 ára og yngri í janúar síðastliðnum
og var ráðinn til tveggja ára. Þegar hef-
ur liðið farið í eina keppnisferð erlend-
is en stúlkurnar öttu kappi við Skota
en töpuðu báðum leikjunum með
30-40 stiga mun. Umræddir landsleikir
voru fyrstu landsleikir íslands í körfu-
knattleik kvenna í þessum
aldursflokki.
Framundan hjá þessu landsliði er
Norðurlandamót í Noregi dagana 1.-3.
maí næstkomandi og stefna stúlkurnar
að þátttöku þar. „Um þessar mundir
erum við að fara af stað með æfingar
fyrir stúlkurnar," segir Sigurður Hjör-
leifsson. „Ég verð líklega með 19
manna hóp í byrjun úr þeim sex
kvennaliðum sem stunda körfubolta á
suð-vestur horni landsins. Næstu þrjár
vikurnar æfum við einu sinni til tvisvar
sinnum í viku en að íslandsmótinu
loknu verður æft fjórum sinnum.
Nei, við gerum okkur ekki vonir um
34
að hljóta stig á Norðurlandamótinu því
nágrannaþjóðirnar standa okkur miklu
framar. Danir, Finnar og Svíar eru
reyndar meðal bestu þjóða Evrópu í
körfuknattleik kvenna. Tilgangur okk-
ar með þátttöku á svona sterku móti er
að sjá hvar við stöndum og til þess að
stúlkurnar öðlist reynslu. Þær öðlast
ekki reynslu nema með því að spreyta
sigviðstöllursínar.
Til marks um reynsluleysi
þeirra má geta þess að í leikjun-
um gegn Skotum fyrr á árinu voru
þær svo taugaóstyrkar að ég átti í erf-
iðleikum með að fá sumar þeirra til að
hita upp. Allar utan tveggja sem höfðu
reynslu með A-landsliðinu voru viti
sínu fjær af hræðslu, það nánast birti
til í salnum því þær voru svo fölar.
Ástæðan er líka sú að í liðinu eru
nokkrar kornungar stúlkur, fimmtán
sextán ára gamlar. Margar hverjar hafa
einungis leikið körfubolta í eitt til tvö
ár og því er ekki hægt að ætlast til mik-
ils af þeim. En til þess að þær nái
árangri í framtíðinni verða þær að
kynnast andstæðingnum strax og öðl-
ast reynslu sem kemur þeim að notum
seinna. Það sem háir okkur líka er
hæðin - eða öllu heldur smæðin. Stúlk-
urnar eru ekki nógu háar í loftinu.
Það er mjög stutt síðan farið var að
leika körfubolta í yngri flokkum
kvenna. í Keflavík eru góðir yngri
flokkar og hafa stúlkurnar þaðan unn-
ið sína flokka undanfarin fjögur ár.
Ástandið hjá félögunum hvað varðar
yngri flokka kvenna er ekki til fyrir-
myndar. Stelpurnar fá ekki tíma í
íþróttahúsunum fyrr en seint á kvöldin
og er því ekki búnar á æfingu fyrr en
klukkan ellefu. Topplið eins og Kefla-
vík sem hafnað í 2. sæti í íslandsmót-
inu fær til dæmis aldrei að æfa í stóra
íþróttahúsinu en æfir hins vegar í litla
íþróttahúsinu við barnaskólann. Einu
sinni í viku æfa þær í Sandgerði en sá
tími er oft tekinn af þeim ef aðrir þurfa
á honum að halda. Það er eiginlega
kominn tími til þess að stúlkurnar séu
meðhöndlaðar eins og fólk en ekki ýtt
til hliðar endalaust og látnar sitja á
hakanum.
Stúlkurnar í 19 ára liðinu eru mjög
efnilegar og tvær þeirra reyndar í
fremstu röð á íslandi. Ef þær gefa kost
á sér í A-liðið væru þær líkast til báðar
í byrjunarliðinu. Það er virkilega gam-
an að vinna með þessum stelpum því
þær eru sérlega áhugasamar. Hópur-
inn sem fór til Skotlands fyrr á árinu
var mjög samrýmdur og skemmtilegur.
Aldrei nein vandamál eða leiðindi.
Skoskur körfuboltaþjálfari sem keyrði
okkur um svæðið á rúti sagði að ís-
lenska liðið væri kannski ekki það
besta sem hann hafði séð en örugglega
það kátasta og háværasta.
Það sem við þurfum að gera til að
standast stöllum okkar á Norðurlönd-
unum snúninginn í framtíðinni er að
gera æfinga- og keppnisáætlun tölu-
vert fram í tímann. Ég myndi vilja
þjálfa þessar stelpur næstu fimm árin
og takast þá á við jafnaldra erlendis.
Það þarf að leggja aðaláherslu á yngra
liðið næstu árin og halda A-liðinu
gangandi. Ég hef áhuga á að valið
verði lið skipað leikmönnum 17 ára og
yngri og lögð áhersla á það. Svo mætti
koma á fót æfingabúðum fyrir stúlkur
víðs vegar af landinu á sumrin. Það er
enginn spurning að áhugi ungra
stúlkna og hefur aukist með tilkomu
yngra kvennalandsliðs. Þessar stúlkur
vilja leggja mikið á sig til þess að ná
góðum árangri," sagði Sigurður að
lokum.