Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 53
Æfum við vitlaust?
og halda þeim áfram langt fram eftir
vori þjóni litlum tilgangi. Að minnsta
kosti er MIKIL OG LÖNG ÞOLÞJÁLF-
UN EKKI EINS NAUÐ SYNLEGUR
UNDIRBÖNINGUR UNDIR KEPPNIS-
TÍMABILIÐ og áður var talið. Hvort
svo tíminn sem áður fór í þolæfingar er
notaður í boltaæfingar eða mönnunum
er einfaldlega gefið frí það er undir
þjálfaranum komið. En hafa verður í
huga, að hér er um ÁHUGAMENN AÐ
RÆÐA OG ÞVÍ VERÐUR AÐ HAFA
KNATTSPYRNUTI'MABILIÐ SEM
ÁNÆGJULEGAST. Því er ekki hægt að
neita að ansi margir eru orðnir leiðir
þegar líða tekur að hausti, þetta er jú
þeirra „hobby“. Leikmennirnir sjálfir
gætu svo komið til móts við þessa
stefnu, með því að gæta að mataræði
sínu þegar líða tekur á fríið og VERA
KOMNIR í KJÖRÞYNGD SÍNA UM
ÞAÐ LEITI SEM ÆFINGAR HEFJAST.
Með því, væri hægt að koma í veg íyrir
það að fyrstu æfingarvikurnar séu lítið
annað en megrunarkúr en eins og
stendur þá virka þær oft sem slíkar.
Snúum okkur þá að handknattleiks-
mönnunum:
Þeir gengust undir samskonar mæl-
ingar og voru gerðar á knattspyrnu-
mönnunum og komu til mælinga á
sömu tímabilum. Meginmunurinn ligg-
ur í því að í júlí þegar mælingar hófust
voru knattspyrnumenn í hámarksþjálf-
un, en ég geng aftur á móti út frá
því að handboltamenn séu í lágmarks-
þjálfun í júní og júlí. Vert er að taka
það fram að ÞÓ AÐ HANDBOLTA-
MENN HAFI AÐ MEÐALTALI HELD-
UR LÆGRI ÞOLTÖLUGILDI EN
KNATTSPYRNUMENN, ÞÁ HAFA
ÞEIR MUN HÆRRI V02 MAX. Þetta
kemur til vegna þess að handbolta-
mennimir eru flestir mun hærri og
þrekvaxnari en félagar þeirra úr knatt-
spyrnunni. Algengt er að finna í hand-
boltanum menn um 190 cm og 87-95
kg. Stór líkami þarf meira súrefni til
brennslu en lítill, þar af leiðir hærra
V02 max hjá handboltanum. Þessi
munur hverfur svo að mestu þegar
staðlað er með þyngd.
MEÐALTAL 15 HANDBOLTA-
MANNA VAR í JÚLÍ 56,6
ml02/min/kg. Þetta er nokkuð HÁTT
GILDI, ef mið er tekið af þekktum þol-
tölum hjá mönnum í FULLRI ÆF-
INGU. íslenskar tölur frá árunum
1975-1976 segja að MEÐALTAL 33
MANNA HAFI VERIÐ 52,2
ml02/min/kg. Því má bæta við að al-
mennt er talið að menn sem engar
íþróttir stunda hafi þoltölu um það bil
40 ml02/min/kg. Okkar menn bættu
sig fljótt eftir því sem líða tók á æfinga-
tímann. Um mánaðamót ÁGÚST-SEPT-
EMBER, VAR MEÐALTAL 8 MANNA
ORÐIÐ 59,3 ml02/min/kg og kom
sambærileg aukning fram þegar tölur
um V02 max voru skoðaðar. Þetta
bendir til þess, að menn hafi á þessum
tíma verið að bæta raunverulegt þol en
ekki einungis að tapa þyngd. Þó voru
einstaka menn að ná sér niður í kjör-
þyngd.
í áframhaldi af þessu, má geta þess,
að SMÁVAXNARI MENNIRNIR KOMU
BETUR ÚT EN ÞEIR STÆRRI. Þar á
ég við að þeir voru með HÆRRI ÞOL-
TÖLUR OG ÞEIR VORU ÖFLUGRI.
Stóru mennina vantaði suma hverja
styrk í fæturna, þeir áttu erfitt með að
yfirvinna þyngdir sem þeir smávaxnari
höfðu fullt vald á. Þessi vanmáttur í
fótum, lýsti sér í því, að við hámarks
átag, „gáfu fæturnir sig löngu áður“
en önnur kerfi líkamans svo sem önd-
un og hjarta og blóðrás voru komin í
hámark. Þessi vanmáttur fóta hefur oft
verið talið landlægt einkenni hjá ís-
lenskum stórskyttum í handbolta þó
svo að undantekningar séu auðvitað
þar á. Þetta má auðveldlega laga með
æfingum sem miða að auknum styrk
fóta. Ég benti þjálfara og leikmönnum
á þetta og lagaðist ástandið eftir því
sem leið á haustið.
í OKTÓBER VAR ÞOLTALA 9
MANNA, AÐ MEÐALTALI 62,2
ml02/min/kg. Um þetta leyti er ís-
landsmótið í handbolta að hefjast og
tel ég það ágætt veganesti hvað þol
varðar að byrja með þoltölu af þessari
stærðar. Þessir menn eiga auðveldlega
að geta haldið út heilan leik undir fullu
álagi. Gildi sem þetta þykir meira að
segja mjög gott í knattspyrnunni þar
sem kröfur um þol eru þó mun meiri.
í seinni hlutanum af NÓVEMBER
HAFÐI SÚREFNISUPPTAKAN AUK-
IST enn frekar, og var MEÐAL ÞOL-
TALA 7 MANNA 63,5 ml02/min/kg
sem ég tel vera afburða gott gildi enda
virtist mér mennirnir vera í góðu formi,
bæði andlega sem og líkamlega.
Eftir þetta þá virðist margt stefna
niður á við. Þetta segi ég vegna þess
að í janúar var meðaltal 8 manna
komið niður í 59,8 ml02/min/kg, þ.e.
fall um rúm 5% á 6 vikum. Það var ekki
einungis þoltalan sem féll, heldur féll
V02 max um svipað hlutfall. Það segir,
að skýringin liggur ekki að neinu
marki í því að menn hafi fitnað um jól-
in. Hvað gerðist þá? Voru menn bara
latir yfir jólin og hættu að æfa? Nei, svo
var ekki heldur þvert á móti.
Það sem gerðist, var að þjálfari hef-
ur líklegast hugsað sem svo að best
væri að láta jólin ekki eyðileggja það
sem byggt hefði verið upp frá því í júlí.
Þess vegna lét hann mennina hefja
isostar
á íslandi
Vítamínbættur orkugjafi
sem slekkur þorstann
„isotoniskt".
ÍÞROTTAFOLK
VERSLANIR
HEILSURÆKTIR
• I Duft í 450 g umbúðum
í 51 af drykk.
Vökvi í 250 ml
handhægum dósum.
UUIIU
I
XU/III/
íþróttavörur
Kælipokar - hitapokar -
upphitunarol ía - skófeiti -
íþróttadrykkir-
þjálfarablokkir.
P.O.Box 747 - 602 Akureyri - Sími 96-27446
53