Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 12

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 12
Atli Hilmarsson sínu í landsliðinu. „Það var erfið ákvörðun að leika með öðru liði en Fram hér á landi og enn hafa nokkrir Framarar ekki fyrirgefið mér. Strákarn- ir í liðinu skyldu mig mæta vel og erfðu þetta ekki við mig. FH liðinu gekk vel þennan vetur, við urðum íslandsmeist- arar og ég fór út til Þýskalands að nýju. Ég má til með að geta þess að mér leið vel hjá FH. Félagsskapurinn var góður, stjórnin styrk og þjálfarinn frábær." Draumur Atla um atvinnumennsku rættist árið 1981 þegar hann var í keppnisferð í Þýskalandi með landslið- inu. Hann deildi herbergi með Axel Axelssyni sem hafði verið atvinnumað- ur í Þýskalandi. Axel stóð í samninga- viðræðum við Dankersen sem vildi fá hann til liðs við sig aftur. Fyrrum þjálf- ari Axels hjá Dankersen var orðinn þjálfari hjá Hameln og vildi hann fá Axel til félagsins. Hann hafði ekki áhuga en sagðist þó vita um einn liðtækan sem hefði að öllum líkindum áhuga. „Þrátt fyrir að um 3. deildarlið væri að ræða var þetta mikið mál fyrir mig því löngunin að spila úti var sterk. Þjóðverjarnir ætluðu þó ekki að kaupa köttinn í sekknum og vildu kíkja á gripinn. Ég fór á æfingu hjá þeim og sem betur fer fór Axel með mér því ég talaði ekki þýsku. Ég var látinn gera flest það sem handboltamenn gera í Ieik. Tók vítaskot, stökk upp á móti tveimur varnarmönnum og þurfti að fleygja mér inn úr horninu. Allt var reynt og Axel púrraði mig upp. Úr varð að mér var gert tilboð sem ég tók feg- ins hendi. Ég var nýorðinn stúdent og því nokkurs konar millibilsástand hjá mér. Þetta var í apríl og þá var ég nýbú- inn að kynnast konunni minni - við vorum að byrja að slá okkur upp. Mig langaði ekki að fara einn út og gerði því allt til þess að tæla hana með mér. Það var erfitt því að við þekktumst nánast ekkert. Allt fór þó vel að lokum og við héldum saman til Þýska- lands. Það voru mikil viðbrigði að stofna skyndilega til heimilis eftir stutt kynni. Hvorugt okkar hafði áður búið utan föðurhúsanna en fyrr en varði vorum við lent í Þýskalandi með nokkrar ferðatöskur. Foreldrar Hildar voru stödd í Svíþjóð þegar þessi af- drifaríka ákvörðun var tekin og skrif- aði hún þeim bréf með upplýsingum um breytta lífsstefnu. Skömmu eftir að við fórum til Þýskalands komu tengda- foreldrar mínir í heimsókn og leit ég þá þá fyrst augum. Satt best að segja var ég dálítið kvíðinn því mér fannst ég hafa rænt dóttur þeirra. Einnig var skjálfti í mér sökum þess að ég vissi ekki hvernig væntalegum tengdasyni yrði tekið. En þetta gekk allt að óskum - ég fékk prinsessuna. Við höfum verið gift í þrjú ár og Arnór sonur okkar er orðinn tveggja og hálfs árs.“ En aftur til Hameln sem er lítili bær í Þýskalandi. „Allt var mjög framandi fyrir okkur og við höfðum rétt aðeins undirstöðu í þýsku. Við lentum í höndunum á góðu fólki - sérstaklega einum manni sem sá um allt fyrir okk- ur. Hann var eins og okkar annar pabbi og síðar tók hann Kristjáni Arasyni á sama hátt. Ef við mættum ekki til hans einu sinni á dag hringdi hann í okkur og spurði hvað hann hefði gert okkur - af hverju við værum vond út í hann. Það var algjört skilyrði að mæta til hans einu sinn á dag. Yndislegur mað- ur.“ — Voru ekki mikil viðbrigði að fara út og leika í Þýskalandi? „Jú, sérstaklega hvað varðar útileik- ina því iðulega var um mjög langa keyrslu að ræða. í 3. deild leika líka eldri leikmenn en gengur og gerist í efri deildunum og því var harkan meiri. Við lentum í 2. sæti fyrsta keppnistíma- bilið mitt en ári síðar unnum við deild- ina og fórum upp. Þá gerði þýska handknattleikssambandið þá breyt- ingu að einungis einn útlendingur var leyfður hjá hverju liði. Ásamt mér var Júgóslavi hjá liðinu og þar sem hann var aðalmarkaskorari liðsins var vitað máhað hann yrði áfram. Kveðjustundin var mjög erfið og voru allir yndislega vinalegir við okkur. Við höfðum eign- ast góða kunningja og því var erfitt að kveðja. Ég kom heim, lék með FH um- rætt tímabil en hélt síðan út að nýju.“ — Hvernig er að vera útlendingur í Þýskalandi? „Þjóðverjum finnst íslendingar í Þýskalandi ekki vera neinir útlending- ar - miðað við Tyrki og Júgóslava. Af þeim stafa svo mikil vandamál - líka sökum þess að Þjóðverjar eru almennt neikvæðir í garð þessa fólks. íslending- ar eru fljótir að tileinka sér þeirra siði og menningu. Hvað sportinu viðkemur er ætlast til að við séum betri en þeir. Vitanlega þurfum við aðlögunartíma. Annars byrjaði ég hjá Hameln eins og mér einum sæmir. Á annarri æfing- unni sleit ég liðbönd í ökklanum og fór beint á sjúkrahús. Þar var ég í 10 daga og leið vitanlega ekki vel. En sem betur fer var séð frábærlega vel um mig og allt gert fyrir mig. Þetta var Iíka erfitt fyrir Hildi því hún talaði ekki þýsku en þurfti nú að bjarga sér sjálf. Á spítalan- um lá ég við hliðina á strák sem var mjög þolinmóður að tala við mig þýsku og lærði ég mikið á því.“ Eftir eitt keppnistímabil með FH hélt Atli utan að nýju og í þetta sinn til Bergkamen sem lék í 1. deild. Liðið féll niður í 2. deild en Atli kunni vel við sig hjá liðinu. Frá Bergkamen fór Atli til Gunzburg sem lék í 1. deild og reyndist sá tími fjandanum leiðinlegri. „Ég kom aftur til Gunzburg á mánu- degi eftir heimsmeistarakeppnina og áttum við leik sex dögum síðar - á sunnudegi. Þjálfari liðsins vildi fá mig á æfingu strax á mánudagskvöldið sem mér þótti vafasamt. Ég var þreyttur og hreinlega útkeyrður eftir heimsmeist- arakeppnina en fyrir sunnudagsleikinn æfði ég fjórum sinnum. Leikurinn var bikarleikur gegn 2. deildarliði og höfð- um við yfirburðaforystu. Ég var þreytt- ur í þessum leik en þjálfarinn vildi þó ekki skipta mér útaf. í lok leiksins hoppaði ég upp í frákast en fann um leið mikinn sársauka í löppinni, eins og einhver hefði sparkað í mig. Ég sneri mér við með krepptan hnefa en þar var enginn. Þá vissi ég að hásinin hafði slitnað. Satt best að segja var ég dálítið kvíðinn, mér fannst ég hafa rænt dóttur þeirra 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.