Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 14

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 14
Atli Hilmarsson Þýskalandi, hjá Bayer Leverkusen? Hve mikið þarftu að vinna og hversu oft er æft? „Þar sem Leverkusen er í 2. deild þarf ég að vinna meira heldur en leik- menn í 1. deild því greiðslurnar eru ekki eins háar. Ég fer í vinnu klukkan sjö á morgnana og vinn til fjögur. Þá sæki ég æfingatöskuna mína og æfi milli klukkan sex og átta. Eftir æfingar segir þreytan til sín og farið er snemma í rúmið. Þetta er mjög erfitt og ekki eins mikill dans á rósum og margur heldur. Við þurfum að vinna mjög mik- ið og þá ekki við það að sleikja frí- merki heldur að taka til hendinni. Hjá Bergkamen þurfti ég að vinna minna því liðið var í 1. deild. Ég vinn hjá stóru efnafyrirtæki sem heitir Bayer og er einn af 40.000 starfsmönnum. — Nei, ég þekki ekki alla með nafni. Hins veg- ar veit ég hvað allir borða í morgun- mat!, “ segir Atli glottandi. „Ég er í út- flutningsdeildinni og samhliða þessu er æft 4 sinnum í viku, 2 tíma í senn. Síðan er leikið á laugardögum.“ — Er íslenskur handbolti mikils metinn í Þýskalandi? „Hann er mjög mikils metinn enda hefur árangur íslenskra leikmanna ver- ið mjög góður. Siggi Sveins hefur verið markakóngur í l.deild. Alfreð er búinn að standa sig frábærlega vel með Essen og ég tala nú ekki um Jóhann Inga sem kjörinn var besti og vinsælasti þjálfari Þýskalands. Það sem skiptir líka miklu máli er að íslendingarnir lenda aldrei í vandræðum eins og gerist oft með út- lendinga í Þýskalandi. Okkur er oft strítt á þvi að íslenskir leikmenn í Þýskalandi séu eins og mafía. Við hitt- umst alltaf við ýmis tækifæri, og munar okkur þá ekki um að keyra langa vega- lengd til að gleðjast með félögunum. Bjarni varð þrítugur um daginn og lagði ég af stað til hans klukkan hálf tíu, eða þegar æfingin var búin. Félög- um mínum í liðinu þótti ég stórfurðuleg- ur að leggja á mig langa keyrslu til þess að fara í afmæli því flestir í liðinu fara að sofa milli klukkan tíu og ellefu. Annars eru þýskir handboltamenn alveg sér kapítuli. Þeir hringja og segj- ast vera fárveikir með 37,3 gráðu hita. Síðan liggja þeir þangað til þeir nenna að mæta aftur á æfingar. Það er ekki hægt að ná árangri með svona hugsun- arhætti og er oft ótrúlegt hvað þeir geta leyft sér. í liðunum eru ekki það margir leikmenn að ef tvo til þrjá vant- ar eigum við í erfiðleikum með að ná í tvö lið á æfingum. Leikmenn notfæra sér það hispurslaust að láta lækna skrifa upp á veikindi fyrir sig. Svo er annað sem er mjög spennandi fyrir þýska leikmenn, það eru þessar blessuðu hárþurrkur sem menn hand- fjatla eftir æfingar. Eftir eina æfingu kom þjálfarinn inn í klefann til okkur og sagði að við ættum allir að þurrka okkur vel um hárið því það væri svo mikið frost úti. Ég vissi að þessum orð- um var beint til mín því ég var sá eini sem ekki þurrkaði hárið með hár- þurrku. Ég sagði þjálfaranum að ég myndi ekki taka upp á þessum sið á gamals aldri og hefði lifað harðari vet- ur á íslandi og komist af án hárþurrku. Strákarnir höfðu gaman af þessu og voru stoltir af því að ég skyldi ekki beygja mig undir þetta. Einhverju sinni bauð ég leikmönnum í heimsókn í til- efni þess að ég var að flytja í nýja íbúð. Strákarnir færðu þá konunni minni blóm en gáfu mér örlítinn pakka. Þegar ég opnaði hann kom í ljós lítil barna- hárþurrka sem gengur fyrir batteríum. Húmorinn er því í lagi þegar við á í Þýskalandi.“ — Hver eru laun leikmanna í Þýskalandi? „Peningamál get ég ekki rætt en flestir leikmenn fá bíl og íbúð til af- nota. Greiðslur til leikmanna nægja vel til að kosta nám eða framfleyta fjöl- skyldunni. Ef leikmenn eru ekki í námi vinna þeir með en sárafáir leika ein- göngu handknattleik. Menn eins og Klempel eru í þeim hópi. Stærsti hluti leikmanna hefur það gott en maður verður ekki milli á því að leika hand- bolta í Þýskalandi. — Hvernig er félagsskapurinn í lið- inu? „Hann er töluvert frábrugðinn því sem maður átti að venjast hér heima. Margir leikmenn koma langt að og gera því fátt annað en að æfa og leika með okkur. Til að mynda er ég sá eini sem hef boðið öllum heim til mín. Ef þú þarft að heimsækja einhvern þarftu að láta viðkomandi vita með 10 daga fyrirvara. Þú kíkir ekki í heimsókn án þess að láta vita af þér eins og við ger- um heima. “ — Er handbolti í Þýskalandi langt á eftir fótboltanum hvað vinsældum viðkemur? „Handboltinn líður fyrir það hve fótboltinn er vinsæll. Kielar liðið sem Jóhann Ingi þjálfaði í fyrra er eina liðið sem fær mikinn áhorfendafjölda. Að Verðlaunagrípir og verðlaunapeningar ímikluúrvafí FRAMLEIÐI OG UTVEGA FÉLAGSMERKI PÓSTSENDUM Imebal Magnús E.Baldvinsson sf. V_Langholtsvegi 111 simí31199_^ 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.