Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 15
Atli Hilmarsson meðaltali mæta þar um 7.000 áhorf- endur á heimaleikina. Eins er töluverð- ur áhorfendafjöldi hjá Essen. Hjá okkur eru áhorfendur á bilinu 50-100, 94 að meðaltali á síðasta ári. Höllin tekur um 1500 manns. Málið er að 16 Bundesli- gulið eru í Leverkusen, þá eru um að ræða fótbolta-, körfubolta-, blaklið. Við erum mjög aftarlega á merinni hvað vinsældum viðkemur. “ Atli er á heimleið eins og flestum er kunnugt. Hann leikur með Fram á næsta keppnistímabili. En af hverju er Atli á heimleið? „Ég er búinn að fá meira en nóg. Fimm ár er líka ágætis tími en nú verð ég að fara að huga að framtíðinni. Hildur fær enga vinnu úti og hún hefur staðið í baráttunni með mér í 5 ár. Hún hefur fætt mig og klætt þennan tíma en nú viljum við snúa heim. Tíminn úti hefur verið frábær og mikil reynsla sem maður hefur öðlast. Á íslandi veit maður hvar maður hefur hlutina og hægt er að ganga að þeim vísum.“ — Þegar þú ákvaðst að snúa til ís- lands varstu ekki búinn að gera upp hug þinn hvaða lið yrði fyrir valinu. Varstu ekki óbeint að láta bjóða í þig - að bíða eftir tilboðum? „Ég er í handbolta fyrir sjálfan mig og vitanlega gerist það óbeint ef mað- ur er ekki viss í sinni sök, að nokkur lið koma til greina. Ég hugsaði mikið um það hvað liðin ætluðu að gera á næsta keppnistímabili. Til dæmis með Fram - á að rífa það félag upp, fá góðan þjálf- ara og stefna að einhverju? Ég er það metnaðargjarn að ég vil vera í félagi þar sem áhugi er mikill á því að standa sig. Annars er ekkert gaman að standa í hlutunum. Ég hefði ekki farið í Fram við óbreytt ástand. Ég hugsaði um Vík- ing, topplið sem er í Evrópukeppni og allir leggja sig fram. Það er ekkert launungarmál að fjögur lið höfðu sam- band við mig - Fram, Víkingur, ÍBV og KA. Fljótlega stóð vaiið á milli Fram og Víkings því við erum orðin leið á flakki og viljum setjast að í Reykjavík. Fram er með ákveðnar hugmyndir í gangi sem mér líkar vel við.“ — Eru peningar í spilinu? „Nei, en þeir ætla að aðstoða mig við flutningana heim.“ — Heldurðu að það verði viðbrigði að koma heim? „Ég reikna fastlega með því - hér þarf maður að hafa meira fyrir lífinu. I Ég hlakka til að takast á við hlutina og hef trú á Framliðinu. Ég hef fundið meðbyr eftir þá ákvörðun að leika með Fram og það styrkir mig. Nei, ég er ekki hræddur um að verða lakari leik- maður þótt ég komi heim. Ef menn leggja sig fram í Fram þá er ég hvergi banginn. Ef ég held mínu sæti í lands- liðinu og tek þátt í æfingaáætlun þess þá treysti ég Bogdan fullkomlega til að halda okkur á toppnum. Það er geysi- leg barátta framundan í landsliðsmál- unum og menn ætla að leggja allt í söl- urnar til þess að ná góðum árangri á Ólympíuleikunum. Hópurinn er góður en tíminn fram að Seoul verður að öll- um líkindum mjög erfiður. Þetta verð- ur síðasta stórmótið sem margir okkar taka þátt í og því ætlum við að Ieggja allt í sölurnar. Vitanlega reynum við að halda okkar sæti frá síðustu heims- meistarakeppni og þar af leiðandi að halda okkur meðal A-þjóða. Það er trú mín að sæti okkar í Sviss gefa rétta mynd af stöðu okkar í handknattleiks- heiminum í dag. Kröfurnar eru orðnar rosalegar, samhliða góðum árangri okkar og ætlum við að reyna að standa undir þeim væntingum sem gerðar eru til okkar,“ sagði Atli að lokum. Viö förum aldrei í sturtu án | DOPPEL DUSCHwáU) -sjampó og sápa í sama dropa!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.