Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1987, Page 13

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Page 13
Atli Hilmarsson Atli í leik gegn Schwabing 1985. Um þetta leyti vorum við í botnbar- áttu í 1. deiid en mér hafði engu að síð- ur gengið vei. Þegar ég kom á sjúkra- húsið vissi ég að meiðslin voru alvarleg en þó ætlaði ég ekki að gefast upp. Þetta gerðist í mars en ég var byrjaður að nýju að leika handbolta í ágúst á sama ári. Þegar ég var meiddur hófst sá tími atvinnumennskunnar sem ég hefði helst viljað sleppa. Strax eftir að ég meiddist stoppuðu peningagreiðsl- ur til mín því þeir sáu fram á að ég þeir hefðu ekki meiri not fyrir mig. Frá febr- úar 1986 fékk ég því ekki krónu frá fé- laginu. Ósköpin hófust eiginlega eftir að ég fór út í desember eftir landsleiki á íslandi. Þá var ég nýbyrjaður í vinnu sem félagið hafði útvegað mér en þeg- ar ég kom út var ég búinn að fá upp- sagnarbréf á þeim forsendum að ég hefði ekki fengið leyfi til þess að fara í landsleikina á íslandi. Forráðamenn félagsins höfðu ekki miklar áhyggjur af þessu og sögðust kippa öllu í liðinn. Engin launatrygging var því í gangi áður en ég fór í undirbúning með landsliðinu íyrir heimsmeistarakeppn- ina. Vikuna eftir heimsmeistarakeppn- ina, fyrir þenna örlagaríka leik var ég allan tímann að reyna að ná í forráða- mann félagsins til þess að kippa at- vinnumálunum og tryggingunum í lið- inn. Þessi maður var fremur drykk- felldur og hélt til á krám bæjarins. Dæmið gékk ekki upp og lék ég því ótryggður þenna örlagaríka leik. Meðan ég var meiddur var engin trygging í gangi sökum trassaskapar þeirra og engin laun fékk ég frá félag- inu. í ofanálag þurfti ég að borga sjúkrahúsvistina sjálfur. Það versta var að formaður Gunzburg var skrifstofu- stjóri sjúkrahússins en ég sá hann aðeins tvisvar á meðan ég dvaldi á sjúkrahúsinu. í annað skipti stillti hann sér upp við sjúkrarúmið mitt ásamt læknum og öðrum forráða- mönnum félagsins. Myndin var síðan notuð með frétt þess efnis að ég væri meiddur. Síðari skiptið sem ég hitti manninn var þegar hann kom með reikninginn fyrir sjúkrahúsvistinni. Sjúkraþjálfari félagsins var mér mjög hjálplegur hvað varðar endurhæfingu þegar ég var laus úr rúminu og þjálfari félagsins reyndist mér vel. Hann ráð- lagði mér að fara frá félaginu því hann sá hvert stefndi. Á þessum tíma bland- aði Jóhann Ingi Gunnarsson sér í mál- ið, sem betur fer og fyrir hans atbeina skrifaði ég undir samning við Bayer Leverkusen. Jóhann kom mér upphaf- lega til Gunzburg og fylgdist því vel með mínum málum. Hann var jafn svekktur og ég yfir gangi mála hjá fé- laginu. Forráðamenn Gunzburg sögðu við mig þegar ég fór að ég hefði stuðl- að að því að félagið féll niður. Þeir sögðu að ég hefði komið ónýtur frá heimsmeistarakeppninni, að ég hefði gefið allt í hana og ætti því ekkert eftir. Yfir þessu varð ég sár og sagði við einhvern að ég myndi sjá til þess að enginn íslendingur ætti nokkurntíma eftir að spila með Gunzburg. Þetta kvisaðist út, fór í blöðin og hjálpaði ekki til. En ég ætla að standa við þessi orð mín.“ — Á þessu tímabili gafstu út þá yfirlýsingu að þú værir hættur með landsliðinu? „Þessa ákvörðun tók ég um mitt síð- astliðið sumar í kjölfar meiðslanna í hásininni. Þegar ég byrjaði aftur að æfa kom fram kölkun í öxlinni sem leiddi til hrikalegrar sprautumeðferðar. Læknarnir vildu meina að ástæðan væri hreyfingaleysi í handleggnum samhliða því að vera rúmfastur. Ég var hreinlega svekktur á þessum hlutum því ég var meira með lækninum en strákunum á æfingum. Ég hugsaði með sjálfum mér að mínum landsliðs- ferli væri líkast til lokið. Yfirlýsingin var ef til vill fljótfærni og ákvörðunin tekin í þunglyndi vegna ástandsins á þessum tíma. Sprautumeðferðin hjálp- aði mér mikið hvað varðar öxlina og sú ákvörðun að leika á íslandi aftur ýtti undir með því að vilja halda áfram á toppnum. Það er mun auðveldara að taka þátt í undirbúningi landsliðsins ef þú ert búsettur á íslandi - bæði hvað varðar mig og fjölskylduna. Maður var orðið þrjá mánuði í burtu frá fjölskyld- unni á hverju ári. Strákarnir í landslið- inu settu mikla pressu á mig að byrja aftur og er ég þeim sérlega þakklátur fyrir stuðninginn. Sérstaklega lagði Einar Þorvarðarson hart að mér. Það er góð tilfinning að finna svona stuðn- ing. Eins kom HSI mér til hjálpar hvað varðar atvinnu á íslandi og fleira í þeim dúr. Ég hlakka mikið til að taka þátt í undirbúningnum fyrir Ólympíuleik- ana.“ — Misstir þú sjálfstraustið að ein- hverju leyti á þessu tímabili? „Nei, ég held ekki því í dag finn ég ekki fyrir þessum meiðslum. Frá því að ég fékk grænt ljós að byrja að spila aft- ur hefur þetta verið í lagi. Ég held að minn stökkkraftur hafi ekki minnkað." — Hvernig er líf atvinnumannsins í 13

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.