Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 48

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 48
Ippon, fullnaðarsigur. Varstu óöruggur innan um hina ljós- myndarana sem höfðu reynslu í að mynda íþróttir? „Nei, ég þekkti þessa kappa vel og var með góða vél og bjarta linsu, þannig að ég átti ekki í neinum vand- ræðum með fókusinn. Ég var reyndar reynsluminni en þeir en vann það upp með því að mynda og mynda. Ég sat oft við að mynda leiki sem ekki voru sérlega mikilvægir til að öðlast reynslu fyrir úrslitaleiki og landsleiki." Nú talar þú um handbolta, er skemmtilegra að mynda þá íþrótta- grein en aðrar? „Mér finnst skemmtilegast að horfa á handbolta en ég hugsa að það sé skemmtilegast að mynda box. Þá er ég að hugsa um svipbrigðin, því það er mjög mikilvægt ef hægt er að lesa til- finningu, reiði, gleði, sorg eða baráttu út úr andlitunum á myndinni." Hvað með samkeppni við hina ljós- myndarana? Hugsar þú um þá meðan þú ert að mynda og reynir þá að vera með öðruvísi myndir en þeir? „Það er ekki hægt að taka neina áhættu við íþróttamyndatökur þegar maður er starfandi á litlu blaði sem ein- ungis sendir einn ljósmyndara á leik, eins og er um öll blöðin hér. Ljósmynd- ararnir koma sér því allir fyrir þar sem líklegast er að þeir nái þokkalegri mynd og þar er komin skýringin á því hvers vegna erlendar íþróttamyndir eru yfirleitt betri og skarpari en þær sem teknar eru hér. Erlendis eru oft upp í tíu ljósmynd- arar frá hverju blaði og aðstoðarmenn þeirra geta skipt tugum. Ljósmyndar- arnir geta því raðað sér niður umhverf- is kappleikinn og myndað í gríð og erg við gott ljós sem aðstoðarmenn þeirra hafa komið fyrir allt um kring. Hér dús- um við einir við myndatökur í illa upp- lýstum íþróttahúsum." Hvað með góðu myndina, færðu það á tilfinninguna þegar þú hefur náð góðri mynd? „Ætli það sé ekki frekar á hinn veg- inn, það er að ég viti hverju ég hef misst af. En það sem pirrar mig mest er að geta oft ekki birt bestu myndirnar því þegar við erum að mynda á kvöldin er búið að teikna upp íþróttasíðurnar og gert ráð fyrir myndum af ákveðinni stærð. Við eigum þá að fylla upp í þessi göt og ef til vill er gert ráð fyrir mynd sem er á hæðina en bestu myndirnar geta þá allt eins verið á breiddina. Þetta er oft pínlegt því ekki er hægt að birta betri myndir daginn eftir því fréttamynd er orðin gömul daginn eftir að hún var tekin.“

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.