Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1987, Qupperneq 60

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Qupperneq 60
IÞROTTASAMBANDISLANDS FRÉTTABRÉF 75ÁRA Umsjón: Valgarð S. Halldórsson 75ÁRA Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ og eiginkona hans Ragnheiður Thorsteinsson ásamt frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands í boði forseta íslands að Bessa- stöðum. 75 ára afmæli íþróttasambands íslands íþróttasamband íslands hélt upp á 75 ára afmæli sitt dagana 28. janúar - 1. febrúar sl. Fjölmargt fólk kom og var viðstatt þá ýmsu viðburði sem bryddað var uppá í tilefni viðburðarins. í af- mælisnefndinni, sem sá um undirbún- ing að hátíðahöldunum, áttu sæti: Gísli Halldórsson heiðursforseti ÍSÍ og for- maður Ólympíunefndar ásamt Alfreð Þorsteinsyni og Þórði Þorkelsyni fv. stjórnarmanna ÍSÍ en jafnframt störf- uðu náið með nefndinni Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ og Sigurður Magnússon framkvæmdastjóri. Hátíða- höldin sýndu best hvað þessir menn lögðu af mörkum til að þau tækjust sem best. Erlendir gestir Til hátíðarinnar var boðið fulltrúum íþróttasambandanna á Norðurlöndum og komu fulltrúar frá þeim öllum. Frá Danmörku komu: Frú Wivi Greve og Hr. Börge Kaase-Andersen, varafor- maður DIF og Fru Kirsten Agerskov og Hr. Bengt Agerskov, framkvæmda- stjóri DIF. Frá Finnlandi: Hr. Osmo Niemelæ, varaformaður SVUL. Frá Færeyjum: Frú Hjördis Mortensen og Hr. Hedin Mortensen, formaður ISF og Hr. Bjarne Wilhelm, framkvæmdastjóri ISF. Frá Grænlandi: Hr. Thomas Isbos- ethsen, formaður GI og Hr. Jens Lenn- ert, framkvæmdastjóri GI. Frá Noregi: Hr. Hans B. Skaset, formaður NIF og Geir Aage Brennvall og Frú Magnhild Sundli Brennvall framkvæmdastjóri NIF. Frá Svíþjóð: Hr. Karl Frithiofsen, formaður RF og Hr. Bengt Sevilius framkvæmdastjóri RF. Og þakkar íþróttasambandið þeim öllum kærlega fyrir komuna. Móttaka framkvæmdastjórnar ÍSÍ Miðvikudaginn 28. janúar tók framkvæmdastjórnin á móti gestum og gangandi í íþróttamiðstöðinni í Laug- ardal milli kl. 16.00 og 18.00. Fjöldi velunnara sambandsins kom og naut veitinga sem fram voru bornar. Laugardaginn 31. janúar tók fram- kvæmdastjórnin einnig á móti gestum íþróttasambandsins sem komnir voru margir hverjir langt að til að taka þátt í hátíðinni en boðið var fulltrúum allra héraðsambandanna og sérsamband- anna ásamt heiðursfélögum ÍSÍ, fv. stjórnarmönnum og öðrum velunnur- um, svo og starfsfólki í íþróttamiðstöð- inni. Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ tók við gjöfum fyrir hönd framkvæmda- stjórnar en margar stórfallegar gjafir bárust. Heiðranir Miðvikudaginn 28. janúar var blómakrans lagður á leiði 3ja manna sem allir lögðu stóran skerf til upp- byggingar íþróttahreyfingarinnar. Þessir menn voru: Axel V. Tulinius forseti ÍSÍ 1912-1926, Benedikt G. Waage forseti ÍSÍ 1926-1962 og Sigur- jón Pétursson glímukappi sem stó framarlega við stofnun íþróttasam- bandsins. 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.