Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 17

Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 17
Kristín Anna Arnþórsdóttir. „EINS OG ÉG VÆRI MEÐ TÍU FÍLA í RASSINUM" arvatni 1988 og kennir nú við Tjarnarskóla í Reykjavík. Haustið '92 hóf Kri- stín að leika með Val í 1 .deild kvenna í hand- knattleik. Knatt- spyrnuskóna lagði hún á hilluna eftir sumarið 1991. Stelpunum í Val gekk mjög vel síðast- liðinn vetur, miðaðvið það sem haldið var í upphafi, og voru þær mjög ánægðar með árangurinn þegar upp var staðið. Kristínu gekk vel eins og svo oft áður. Hún var fyrirliði liðsins og átti stóran þátt í velgengninni. Hún gat þó ekki lokið tímabilinu því í des- ember vissi hún að hún var ófrísk. Hún hélt þó ótrauð áfram og 7. febrúar lék hún hinn eftirminnilega bikarúrslitaleik gegn Stjörnunni, þá komin rúma 3 mánuði á leið. Eftir þann leik hætti Kristín í handboltan- um og fylgdist með frá bekknum. Valur sigraði íbikarúrslita- leiknum 25 - 23 eftir tvíframlengdan leik. Að mati Kristínar var þetta besti leikur Vals sl. vetur og hennar minn- isstæðasti leikur á ferlinum. Kristín fyrirliði lék stórt hlutverk í leiknum og skoraði mikilvæg mörk undir lok venjulegs leiktíma. — Mörkin tvö í lokin skoraðir þú inn úr horninu þar sem þú rannst á maganum eftir gólfi Laugardalshall- ar. Var þetta allt í lagi? „Máliðerað ég rann ekki á magan- um heldur setti hendurnar fyrir mig og tók af mesta fallið. Það geri ég reyndar alltaf, líka þegar ég er ekki ófrísk. Ég lenti því ekki á maganum sjálfum nema af mjög litlu leyti þann- ig að áhorfendur hefðu getað sparað sér áhyggjurnar....!" — Hvernig var að spila ófrísk? „Það háði mér mjög lítið og ég fann eiginlega ekkert fyrir því nema í lokin. Þá var ég farin að þreytast fyrr og þolið minnkaði smátt og smátt. Einnig var ég veik í byrjun með- göngu. Ég léttist og var slöpp og hafði það áhrif á frammistöðuna á æfing- um. Þessi slappleiki íbyrjun er mjög persónubundinn. Mér leið t.d. ekki svona þegar ég gekk með Esra Þór." — Hvað sagði læknirinn? „Ljósmóðurinni fannst að hver konaætti að finna það sjálf hve mikið hún gæti. Einnig að konur ættu að halda áfram að gera hluti, sem þær væru vanar að gera, því þær fyndu sjálfar hvernær þær ættu að stoppa. H reyfi ng er hol I fyri r al la, I íka ófrískar konur. Það er óhollara fyrir ófrískar konur, sem eru vanar að hreyfa sig, að hætta því en að halda því áfram. Þessar gömlu hugmyndir um að kon- ur eigi að leggjast niður og ekki hreyfa sigá meðgöngu eru algjörlega úr sögunni. í dag segja læknar að hreyfingsé góð, bæði fyrirkonunaog fóstrið." — Hvað fannst hinum í liðinu um að hafa þig ófríska á æfingum? „Þeim fannst það eiginlega allt í lagi. Samt sögðu þær mér að passa mig. Annars kom þetta ekki svo mik- iðtil umræðu og þærtóku þessu með jafnaðargeði. Ég sagði þeim strax að mig langaði til að klára bik- arúrsl italeikinn og spurði hvort það væri ekki í lagi þeirra vegna. Þær voru allar sammála því að ég myndi spila." — Ætlar þú að halda áfram? „í dag segi ég að ég sé hætt og ég hef trú á því að ég sé hætt, nema annað komi í Ijós..." — Hvað var erfið- ast við að byrja aftur eftir að þú eignaðist Esra Þór? „í raun má segja að fram að því hafi ég verið í góðu formi allt árið því ég stundaði fótbolta á sumrin og handbolta á veturna. En eftir barnsburðinn var þetta hræðilegt. Þegar ég byrjaði að hlaupa var eins og ég væri með tíu fíla í rass- inum. Ég bjó úti á landi á þessum tíma og var því ein að æfa. Það var mjög erfitt og ég komst ekki í al- mennilegt form fyrr en ég kom suður ogfóraðæfa reglulega. Að hafa þjálf- ara og liðsmenn til að ýta á eftir sér skiptir miklu máli." — Hvað vilt þú ráðleggja ungum íþróttakonum í dag sem eru að velta því fyrir sér að eignast barn? „Þær stelpur, sem langar til að eignast börn en eru hræddar um að þurfa að hætta íþróttaiðkun, þurfa ekki að hafa áhyggjur af því. Ef áhug- inn er fyrir hendi er það að eignast barn engin fyrirstaða. Margar íþrótta- konur, sem eignast hafa börn, eru í fremstu röð í dag. Nægir þar að nefna Mörtu Ernst, Þórdísi Gísla, Kollu f handboltanum í Fram, Ástu B., Örnu Steinsen, Unni Stefáns, meira og minna allt ÍR liðið f körfubolta og fleiri og fleiri. Auk þess eru það tveir aðilar sem eiga barnið, mamman og PABBINN, þannig að pabbinn ætti að geta „passað" barnið (hver hefur heyrt talað um að mamman sé að fara heim að passa???) eða hvað?" 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.