Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 20

Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 20
Visa ísland er einn aðal stuðningsaðili KSÍ og knattspyrnusambandið nýtir sér þjónustu ALEFLIS. Á myndinni eru landsliðsmennirnir Arnar Gunnlaugsson, Guðni Bergsson og Eyjólfur Sverrisson. - NÝTT ALHLIÐA STYRKTAR- OG ÞJÓNUSTUKERFI VISA VISA ÍSLAND hefur löngum verið dyggur stuðningsaðili við íþrótta- starfsemi hér á landi. Nægir í því sambandi að nefna styrki VISA til einstakra keppnismanna svo að þeir megi stunda íþrótt sína sem frekast er kostur. í því sambandi má benda á spjótkastarana Einar Vilhjálmsson og Sigurð Einarsson sem notið hafa stuðnings VISA ÍSLANDS. Einnig hefur VISA stutt við karlalandsliðin í handknattleik og knattspyrnu, VISA- bikarkeppnina í handbolta og fleiru. Nú býður VISA ÍSLAND hinum tæplega 100.000 korthöfum sínum möguleika á því að slást í för með sér í því að styðja við bakið á ýmiss kon- ar félagsstarfsemi. Fyrirtækið býður nú upp á háþróað söfnunar- og greiðslukerfi til að auðvelda félögum og samtökum fjáröflun frá velunnur- um og föstum styrktaraðilum, til að skapa sírennsli fjár til starfseminnar. Með þessu geta áhugamenn um ýmis skonar félagsstarfsemi veitt áhuga- málum sínum brautargengi með mánaðarlegum fjárframlögum. Þessi þjónusta hefur hlotið nafnið ALEFLI og gefst korthöfum, sölu- og þjónustuaðilum með því kostur á að láta fé af hendi rakna á einfaldan og fyrirhafnarlausan hátt í lengri eða skemmri tíma. Styrktarloforð þarf aðeins að stað- festa með hringingu eða framvísun til VISA eða næsta bankaafgreiðslustað- ar í upphafi og eftirleikurinn er auð- veldur. Mánaðarlega fær félagið greiðslu- skil inn á viðskiptareikning sinn, ásamt yfirlitslista um styrkveitendur. Óski styrkveitandi, sem undirgengist hefur ótímabundinn stuðning, eftir að hætta greiðslu nægir eitt símtal til VISA, banka eða sparisjóðs þar um og málið er leyst. Eyðublöð fyrir styrktarloforð liggja frammi íöllum bönkum ogsparisjóð- um. Styrktaraðilum mun veitast sitt- hvað í staðinn í þakklætisskyni, bæði frá VISA og eins frá viðkomandi fé- lögum eða samtökum. Meðal annars mun styrkveitendum á íþróttasviði gefast kostur á að detta í VISA sport- pottinn þar sem dregið verður reglu- lega um frímiða á úrslitaleiki í stór- keppnum erlendis. Vinningsmögu- leiki fylgir hverju 250 króna stuðn- ingsframlagi á mánuði og margfeldi þeirrar upphæðar. Aðrir ferðavinn- ingar eða ýmiss konar viðurkenning- ar kunna einnig að koma til fyrir aðra styrktaraðila sem nánar verður kynnt síðar. Heppnum styrktaraðilum er því umbunað ríkulega séu nöfn þeirra dregin upp úr sport-pottinum. I vissum tilfellum sýna félagasam- tökin einnig þakklætisvott, þá t.d. með frímiðum á leiki, kaffiveitingum og fleiru þess háttar. Stundum eru sérstakir stuðnings- mannaklúbbar settir á laggirnar sem hafa að markmiði einhverja ákveðna uppbyggingu innan íþróttafélaganna en einnig er til \ dæminu að styrktar- aðilar styðji við bakið á félögunum sem slíkum. Eru forráðamenn íþróttafélaga og samtaka hvattirtil að kynna sér þessa leið því með henni gefst þeim kostur á reglulegum fjárframlögum frá vel- unnurum sínum en eins og menn vita gjörla eru allar fjáröflunarleiðir vel þegnar. ALEFLI er fyrirhafnarlfti I og árangursrík fjáröflunarleið til t'ram- tíðar sem vert er að gefa góðan gaum. Meðal þeirra aðila, sem eru þátt- takendur í ALEFLI má nefna: Sérsambönd innan ISÍ Björgunarsveitir Skáksamband Islands íþróttasamband fatlaðra Krabbameinsfélag Islands UMFÍ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.