Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 24

Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 24
Bryndís ásamt þjálfara sínum Petteri Laine. það með þeim skilyrðum að ég æfði eftireigin höfði. Ég vil stuttarog veru- lega erfiðar æfingar. Þannig æfði ég þegar ég var best og þess vegna vildi ég taka upp fyrri iðju. Ég gef allt í erfiðustu æfingarnar og er búin að vera að þeim loknum. Inn á milli syndi ég svokallaðar eróbikk æfingar þar sem púlsinn er alltaf í kringum 150slögámínútu. Núnatekég mikið af 7 og 15 metra sprettum og það skilar sér vel." — Hvað er að gerast erlendis hvað þjálfun viðkemur? Ert þú sér á báti eða æfa erlendir sundmenn líkt og þú? „Ég er alls ekki sér á báti. Þeir ís- lensku þjálfarar, sem réðu hér ríkjum fyrir nokkrum árum, kunnu ekki að þjálfa fólk í sprettsundi nema að litlu leyti. Það var næsta fáránlegt það sem maður var látinn gera. Þeir voru vissulega lærðir en fylgdust því mið- ur ekkert með þeirri þróun sem átti sér stað. Þeir voru gamaldags." — Eru íslenskir sundmenn þá á villugötum í dag? „Já, margir æfa vitlaust — eyða dýrmætum tíma á rangan hátt." „ÉG STEFNI AÐ ÞVÍ AÐ VERÐA BESTI SUNDÞJÁLFARI LANDSINS" — Hvernig finnst þér að horfa upp á slíkt, sem fremsta sundkona landsins, hafandi reynt hvorutveggja? „Ég ætla út í nám og stefni að því að verða besti sundþjálfari landsins. Eftirtíu ár verður ný kynslóð íslenskra þjálfara væntanlega starfandi hér en burtséð frá því hafa komið hingað góðir erlendir þjálfarar sem hafa gert góða hluti. Jú, það er sorglegt að horfa upp á krakka æfa vitlaust." — Hvernig upplifðir þú „svörtu" árin í sundinu? „Ég er þakklát fyrir það að hafa lært að tapa því það kenndi mérsvo margt — er góður undirbúningur fyrir lífið sjálft. Vissulega hélt ég að ég ætti ekki meira inni á þessum tíma. Á tímabili var ég líka of þung og það hafði sitt að segja. Eftir þetta tímabil gerði ég mér grein fyrir því að ég hafði verið að æfa vitlaust. Ég sætti mig aldrei við það að ég væri orðin of gömul, þá vel undir tvítugu, þvíéger með svo sterkan skrokk að einhvers staðar hlaut aukakrafturinn að leyn- ast. Ég hef alltaf trúað á sjálfa mig og vildi ekki gefast upp. í því sambandi má geta þess að það eru ýmsar tilgát- ur um það hvernig við systkinin vor- um alin upp. Sumir halda að mamma hafi hent okkur í laugina og skipað okkur að synda. Við systkinin erum svo skapstór og sjálfstæð að skipanir hafa aldrei farið vel íokkur. Við erum alin upp til þess að vera sjálfstæð. Mig langar til þess að koma þvíað, öðrum til viðvörunar, að árin sem ég gatekkert ogvarof þung reyndi ég að megra mig og fékk snert af bulimiu (ofáti). Ég át mikið, stakk puttanum niður í kokið og ældi. Á sama tíma reyndi ég að æfaá fullu en hafði enga orku. Álagið á manni eru stundum rosalegt og það er ætlast til svo mik- ils. Maður á að vera mjór og í topp- formi og það getur verið erfitt að standa undir endalausum vænting- um. Mér hefur verið sagt frá fótbolt- astelpum sem falla í þessa gryfju — vilja gangast upp í einhverri ímynd og fá snert af bulimiu." — Hafa orðið einhverjar aðrar áherslubreytingar í þjálfuninni, aðrar en þær að þú vilt æfa skemur og af miklum krafti? „Öll þessi ár, undir allri þessari leiðsögn hjá þessum „frábæru þjálf- urum" synti ég alltaf vitlaust. Sund- takið hjá mér var rangt en enginn tók eftirþví. Hins vegar voru gerðarýms- ar tilraunir til þess að breyta því en á rangan hátt. Einn þjálfari vildi t.d. stytta endatakið sem er frábært hjá mér — nánast100%. Þjálfararnir sáu það aldrei að ég snéri lófunum vit- laust. Þú getur rétt ímyndað þér hversu vel þeir hafa horft á mig. Ég 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.