Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 11
ráðleggja mönnum, sem koma til
hans í einkaþjálfun, með mataræðið.
„Þeir eiga að skrá samviskusamlega
niðurallt, sem þeirborða, svo éggeti
t'ylgst nákvæmlega með mataræð-
inu," segir hann. „Á þriggja til t'jög-
urra daga fresti t'er ég í saumana á því
hvað þeir hat'a borðað dagana á und-
an og ef mér t'innst þörf á því ret'sa ég
þeim með hrikalegri þolæfingu!"
ÁRANGURINN LÆTUR
EKKI Á SÉR STANDA
Kjartan fullyrðir að maður, sem er
fimmtán kíióum yt'ír kjörþyngd þegar
hann byrjar æfingar hjá honum, eigi
að losna við þau öll á tveimur til
þrernur mánuðum jafnframt því að
byggja upp vöðvana. Enginn hefur
veriðenn svo lengi undir handleiðslu
Kjartansen byrjunin lofarsvo sannar-
lega góðu. Menn hafa misst allt aðtíu
kílóum á einum mánuði! En það
kostar líka blóð, svita og tár.
„Sumir vilja láta reka sig áfrani en
aðrir vilja ráða ferðinni sjálfir," segir
Kjartan. „Ég get ekki alltaf leikið
harðstjóra og maður verður að vera
svolítill mannþekkjari. Sumir þurfa
stöðugt aðhald en aðrir vilja afla sér
sem þestrar þekkingar til að geta
haldið át'ram sjálfir. Þeim sfðar-
nefndu dugar að vera hjá mér í einn
til tvo mánuði. Þeir læra meira hjá
mér á tveimur mánuðum en á tveim-
ur árum í gauíi úti í bæ. Menn týnast
ot't í líkamsræktarstöðvum og gefast
upp því enginn fylgist með þeim. Og
ot't eru þeir að gera æfingarnar vit-
laust og hjakka stöðugt í sama farinu.
Ég er hins vegar alltat' til staðar og
fylgist nákvæmlega með öllu."
Kjartan segir að stít'ogerfið þjálfun
styrki ekki aðeins líkamann. „Menn
breytast líka andlega. Það eflir vilj-
ann að stunda svona stífar æfingar og
ef þeir ná varanlegum tökum á mat-
aræðinu sýna þeir mikinn karakter.
Þegar ég dró þá, sem eru hjá mér,
með mér á Esjuna einn laugardaginn
trúðu þeir ekki að þeir myndu hafa
það upp á topp-og þeir voru því stoltir
þegar upp var komið. Þegar menn
taka sjált'a sig taki og ná árangri veitir
það rnikla andlega vellíðan. Þeir tala
líka sjálfir um hvað þeir eru miklu
hressari á morgnana og frískari í
vinnunni."
MENN VERÐA AÐ VITA
HVAÐ ÞEIR ERU AÐ
GERA
Þeir, sem taka að sér einkaþjálfun,
verða að búa yfir umtalsverðri þekk-
ingu og reynslu. Annars er alvegóvíst
um árangurinn og hættunni getur
verið boðið heim. „Það kemur mér
svo sannarlegatil góða íþessari þjálf-
un að hat'a stundað vaxtarrækt og
lyftingar árum saman og náð ár-
angri," segir Kjartan „Mér finnst ég
geta gefið meira af mér vegna þess en
bóklega þekkingin verður auðvitað
líka að vera i' lagi." Kjartan stundaði
nám á íþróttabraut við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti og hefur sjálfur
viðað að sér mikilli þekkingu úr er-
lendum t'ræðiritum. „Það eru svo
miklar framfarir, sérstaklega í nær-
ingarfræði, og maður verður að fylgj-
ast vel með hvað er að gerast."
í haust stet'nir hann að því að fara á
námskeið í einum virtasta einkaþjálf-
araskóla heims, National Academy
of Sports and Medicine í Flórída. „Til
að komast þar inn þarftu bæði að búa
yfir þekkingu og reynslu auk þess að
hafa meðmæli. Síðan verður maður
að standast próf til að fá viðurkenn-
ingu sem einkaþjálfari."
En sér Kjartan fyrir sér að einkar
þjálfun eigi eftir að ryðja sér til rúms
að einhverju marki hér á landi?
11