Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 42

Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 42
SELES Á BATAVEGI Eins og flestir vita var tennisstjarnan MONICA SELES stungin í bakið á dögunum í miðri tenniskeppni. Þýskur vitfirringur, Giinter Parche, réðst á hana með fyrr- greindum afleiðingum og sagðist hafa viljað koma löndu sinni, Steffi Graf, í efsta sætið á heimslistanum með því að gera Seles óleik- hæfa. Gtinter hefur búið hjá frænku sinni síðastliðin 22 ár og hún sagði að sjónvarps- tækið væri hans besti vinur. Mjög fáir urðu vitni að árásinni sem varð þegar keppendur voru að skipta um vallarhelming. Talið er að skrækróma kvenmannsrödd hafi jafnvel komið í veg fyrir að Gtinter ræki hnífinn á bólakaf í bakið á Seles því hún snéri sér við þegar hún heyrði öskrað og árásarmaður- inn „hitti“ illa. Gtinter, sem var dreginn harkalega í burt af eftirlitsmönnum, hand- leggsbrotnaði í þeim átökum. Þótt Seles hafi ekki hlotið mikinn líkamlegan skaða er ekki reiknað með að hún nái sér andlega á næst- unni. A HEIMAVELLI Stumra5 yfir Seles eftir árásina. GÓÐIR GOLFARAR Golf nýtur stöðugt meiri vinsælda á ís- landi og er það nokkuð algengt að keppnis- menn í hinum ýmsu íþróttagreinum snúi sér að golfi þegar „íþróttaferlinum" lýkur. Nokkrir einstaklingar, sem eru þekktir vegna annarra starfa, hafa náð góðum ár- angri í golfi og hafa lága forgjöf. SIGBJÖRN ÓSKARSSON, handboltakappi í ÍBV, er með 4 í forgjöf sem telst ansi gott. JÓN H. KARLS- ÍÞRÓTTAT ÆKI Til notkunar í íþróttahúsum Framleiðum m.a. ÍÞRÓTTATÆKI BARNALEIKTÆKI ÞVOTTASNÚRU- GRINDUR REIÐHJÓLASTATÍF Vélaverkstæði Bernharðs I Hannessonar sf. | Síðumúla 17 • sími: 35810 SON, fyrrum handboltakappi í Val, er með 2,3 í forgjöf, PÁLL KETILSSON, eigandi Vík- urfrétta í Keflavík og fréttamaður Stöðvar 2, er með 4,2 í forgjöf og ÞORSTEINN GEIR- HARÐSSON, nuddari landsliðsins í knatt- spyrnu, er með 4,1 í forgjöf. Ýmsir hand- bolta- og knattspyrnumenn hafa tekið ást- fóstri við litlu, hvítu „tuðruna“ og lækka væntanlega vel í forgjöf á næsta árum. HLÝTUR AÐ VERA STOLTUR AF SYNINUM Karlpeningurinn hefur lögnum verið ríkj- andi í knattspyrnunni. Og nú virðist enn eitt karlaveldið vera að falla. Á síðastliðnu keppnistímabili varð Karen Brady yfirfram- kvæmdastjóri enska knattspyrnuliðsins Birmingham. Það var fjölmiðlakóngurinn David Sullivan sem réði fröken Brady til starfans eftir að hann keypti liðið. Sagði Sullivan það reyndar eitt af skilyrðum þess að hann keypti liðið að stúlkukindin yrði framkvæmdastjóri liðsins. Enskir fjölmiðlar gátu ekki setið á strák sínum og fóru strax að blása upp sögur þess efnis að Brady samrekkti liðsmönnum Birm- inghamliðsins en hún sagði það ekki sinn stíl að rugla saman reitum við starfsmenn sína. Brady, sem er dyggur áhangandi Ar- senal, sagði m.a.: „Ég veit um þær kjaftasög- ur sem gengið hafa um sambandi mitt við leikmenn Arsenal. Þessar sögur eru ósannar og úr lausu lofti gripnar. Ef ég á að vera hreinskilin eru fótboltamenn alls ekki mínar manngerðir." Brady sér um daglegan rekstur Birming- ham en það er Terry Cooper sem sér um knattspyrnulegu hliðina, leikmannakaup og fleira því um líkt. Fróðir menn segja að Brady farist hinn daglegi rekstur vel úr hendi og eigi hún að einbeita sér að honum en ekki koma nálægt knattspyrnuhliðinni. Reyndar opinberaði hin 25 ára gamla Brady fávisku sína á einum leikja Aston Villa síðastliðinn vetur. Þar sat hún ásamt Terry Cooper og fylgdist gjörla með því sem fram fór. Varð henni þá að orði að framkvæmdastjóri Aston Villa, Ron Atk- inson, hlyti að vera mjög stoltur af því að geta stillt upp syni sínum, Dalian, í byrjunar- liði. Reyndar sagði hún þetta þegar hún var að glugga í leikskrá Villa fyrir leikinn en eins og unnendur ensks fótbolta vita geta þeir Ron og Dalian Atkinson ekki verið feðgar. Ron er hvítur en Dalian svartur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.