Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 21
Verslunin Á FÆTUR er í Kringlunni.
— íþróttaskór í fjölbreyttu
úrvali á einum stað
Verslunin Á FÆTUR í Kringlunni
er fyrsta og eina verslunin, svo vitað
sé, sem selur eingöngu íþróttaskó.
Reyndar fást líka sokkar og húfur í
versluninni en skórnir eru í öndvegi.
Úrvalið í Á FÆTUR er fjölbreytt og
segir Garðar Kjartansson, eigandi
verslunarinnar, að boðið sé upp á um
140 gerðir af skóm í tíu vörumerkj-
um. Þær tegundir, sem eru til sölu í
versluninni, eru Adidas, Puma,
Reebok, Diadora, Nike, Avia, Miz-
uno, Converse, Brooks og Patrick.
íþróttamenn jafnt, sem almennir
borgarar, ættu að fá skó við sitt hæfi í
Á FÆTUR því þar fást skór fyrir allar
boltaíþróttir, hlaupaskór, þolfimi-
skór, skór á börn og svo framvegis.
Að sögn Garðars eru íþróttaskór
með loftpúðum hvað vinsælastir um
þessar mundir og hann segir kaup-
endur fyrst og fremst sækjast eftir
vönduðum íþróttaskóm. „Vissulega
vill fólk fallega skó en notagildi
þeirra verður að vera mikið. Fólk er
farið að kaupa íþróttaskó samkvæmt
læknissráði því vandaðir íþróttaskór
hlífa bakinu vel. Fólk um og yfir sjö-
tugt er jafnvel að kaupa íþróttaskó í
fyrsta skipti og segist finna mikinn
mun á líkamlegu ástandi eftir að hafa
gengið í góðum íþróttaskóm. Úrvalið
hjá okkur er við allra hæfi og hér fást
skór frá 1.000 krónum upp í 15.000
þannig að það er úr nógu að velja."
Garðar Kjartansson
eigandi verslunarinnar
Á FÆTUR.
A LINUNNI
Sigurður Grétarsson,
knattspyrnumaður
Ertu á heimleið, Siggi?
(Sigurður Grétarsson hefur átt
við þrálát meiðsli að stríða og
spilaði lítið með liði sínu Gras-
hoppers í Sviss á þessu ári.)
„Nei, ég er ekki á heimleið og er
nú ekkert farinn að spá í það ennþá
hvort ég lýk ferlinum heima.
Mitt markmið er að ná mér upp
úr meiðslunum í sumar. Það er fjór-
um sinnum búið að skera mig upp í
vinstra hn'énu, það er orðið slitið og
búið að taka töluvert úr liðþófanum.
Það er þreytandi að vera sífellt að
vinna sig upp úr meiðslum og það fer
eftir því hvernig þessi meiðsli þróast
hvað ég verð lengi í Sviss, Samning-
urinn, sem ég hafði við Grashoppers,
er útrunninn en ég verð úti að
minnsta kosti fram á næsta sumar.
Það kemur til greina að ég gangi til
liðs við annað félag en ég reikna þó
alveg eins með því að vera áfram hjá
Grashoppers. Þrátt fyrir meiðslin
hafaþeirekki lokaðá mig. Þetta kem-
ur annars al It í Ijós seinna í sumar eða
haust."
21