Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 59
efnis á tyllidögum en sýna svo ekki í
verki stuðning við íþróttahreyfing-
una.
SJÓÐUR TIL AÐ STYRKJA
EFNILEGA ÍÞRÓTTA-
MENN
Þrátt fyrir að því er virðist vægast
sagt lítinn áhuga þingmanna á stofn-
un afreksmannasjóðs lagði Ingi Björn
Albertsson ekki árar
í bát. A næstu
tveimur þingum,
1991-1992 og 1992-
1993, flutti hann
annað frumvarp um
stofnun sjóðs til að
styrkja efnilega
íþróttamenn og nú
brá svo við að fjöldi
þingmanna úr flest-
um flokkum fluttu
það með honum. En
þrátt fyrir það skil-
aði menntamálan-
efnd á hvorugu
þinginu frá sér áliti
og málið kom því
aldrei til afgreiðslu.
Þetta frumvarp
var frábrugðið frum-
varpinu um afreks-
mannasjóðinn að
því leyti að stofnfé
og árlegt framlag til
sjóðsins skyldi
nema árslaunum
fjögurra háskóla-
kennarra í stað
fjörutíu.
í framsögu sinni
benti Ingi Björn á að ekki væri um
háar upphæðir að ræða. „Enda er
það fyrst og fremst hugmynd flutn-
ingsmanna að gera þennan sjóð að
veruleika og síðan að vinna að því í
framtíðinni að efla hann og styrkja."
Talsverðar umræður sköpuðust
um þetta frumvarp á Alþingi. Bent
var á að þar sem íþróttahreyfingin
nyti lögverndaðra tekjustofna eins og
tekjur af lottói væri eðlilegt að hreyf-
ingin sjálf stæði að því að efla hag
afreksmanna og efnilegra íþrótta-
manna í stað þess að setja þá á launa-
skrá hjá ríkinu.
Þrátt fyrir að flutningsmenn frum-
varpsins væru tuttugu og fjórir talsins
ífyrra skiptið og fimmtán í það síðara
og ýmsir fleiri lýstu stuðningi við það
í umræðum var málið ekki afgreitt.
íþróttamenn bíða því enn eftir stofn-
un sjóðs fyrir þá sem er sambærilegur
launasjóði stórmeistara í skák.
AFREKSMANNASJÓÐUR
/ /
ISI
Á 61. íþróttaþingi ÍSÍ seint á sfðasta
ári var samþykkt með yfirgnæfandi
meirihluta að hækka framlag ÍSÍ af
óskiptum lottóhagnaði til afreks-
íþrótta úr 3% í 8% þannig að Afreks-
mannasjóður ÍSÍ hefði milli 13 og 14
milljónir kr. til ráðstöfunar á ári.
Sumir gætu sagt að með þessari sam-
þykkt hafi íþróttaþing viðurkennt í
verki að það væri hlutverk ISI að
styrkja afreksmennina en ekki ríkis-
ins. Á íþróttaþingi var hins vegar kall-
að eftir afreksmannasjóði með þátt-
töku ríksvaldsins enda þykir sýnt að
þessi upphæð dugi skammt.
Á þessu ári njóta tíu einstaklingar
og þrjú sérsambönd styrkja úr afreks-
mannasjóði ÍSÍ.
Spjótkastararnir Einar Vilhjálms-
son og Sigurður Einarsson, Vésteinn
Hafsteinsson kringlukastari og Bjarni
Friðriksson júdómaður fá 80.000 kr.
á mánuði frá febrúar og þar til í sept-
ember að báðum mánuðum með-
töldum.
Sex íþróttamenn fá 40.000 kr. á
mánuði úr sjóðnum í jafn langan
tíma; Pétur Guðmundsson kúluvarp-
ari, Martha Ernstdóttir hlaupari, Krist-
inn Björnsson skíðamaður, Freyr
Gauti Sigmundsson júdómaður og
badmintonmennirnir Broddi Krist-
jánsson og Árni Þór Árnason.
Handknattleik-
ssambandið fékk
2.000.000 kr. vegna
HM í Svíþjóð og
Knattspyrnusam-
bandið og Körfu-
knattleikssam-
bandið fengu
400.000 kr. hvort
vegna úrslitakeppn i
Evrópumóta
drengjalandsliða.
Af þessari upp-
talningu má Ijóst
vera að stjórn Af-
reksmannasjóðs ISI
getur ekki styrkt
nema lítinn hluta
þeirra afreksmanna
sem hljóta að koma
til greina á hverjum
tfma.
JÓN L.
ÁRNASON:
„VIÐ ERUM
ÓSKÖP
ÞAKKLÁTIR"
„Við erum ósköp
þakklátir fyrir að hafa fengið að njóta
þessara launa," segir Jón L. Árnason
stórmeistari. „Það sýnir góðvild þing-
manna og stjórnarherra í garð skákl-
istarinnar. Þótt þetta sé ekki há upp-
hæð sem við fáum hafa þessi laun
gert okkur kleift að stunda skákina
sem aðalatvinnu. En ef þau stæðu
ekki til boða værum við varla að
standa í þessu. Það er erfitt að sam-
eina það að ná árangri í skák og
stunda aðra vinnu jafnframt. Þess ut-
an standa mót yfirleitt minnst í tvær
til þrjár vikur og þeir atvinnurekend-
ur eru vandfundnir sem geta veitt
mönnum frf til að taka þátt í nokkrum
mótum á ári."
f lögunum er það ákvæði að stór-
meistarar sem þiggi laun verði að ná
Ingi Björn Albertsson hefur barist fyrir stofnun sjóðs til styrktar af-
reksmönnum í íþróttum.
59