Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 59

Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 59
efnis á tyllidögum en sýna svo ekki í verki stuðning við íþróttahreyfing- una. SJÓÐUR TIL AÐ STYRKJA EFNILEGA ÍÞRÓTTA- MENN Þrátt fyrir að því er virðist vægast sagt lítinn áhuga þingmanna á stofn- un afreksmannasjóðs lagði Ingi Björn Albertsson ekki árar í bát. A næstu tveimur þingum, 1991-1992 og 1992- 1993, flutti hann annað frumvarp um stofnun sjóðs til að styrkja efnilega íþróttamenn og nú brá svo við að fjöldi þingmanna úr flest- um flokkum fluttu það með honum. En þrátt fyrir það skil- aði menntamálan- efnd á hvorugu þinginu frá sér áliti og málið kom því aldrei til afgreiðslu. Þetta frumvarp var frábrugðið frum- varpinu um afreks- mannasjóðinn að því leyti að stofnfé og árlegt framlag til sjóðsins skyldi nema árslaunum fjögurra háskóla- kennarra í stað fjörutíu. í framsögu sinni benti Ingi Björn á að ekki væri um háar upphæðir að ræða. „Enda er það fyrst og fremst hugmynd flutn- ingsmanna að gera þennan sjóð að veruleika og síðan að vinna að því í framtíðinni að efla hann og styrkja." Talsverðar umræður sköpuðust um þetta frumvarp á Alþingi. Bent var á að þar sem íþróttahreyfingin nyti lögverndaðra tekjustofna eins og tekjur af lottói væri eðlilegt að hreyf- ingin sjálf stæði að því að efla hag afreksmanna og efnilegra íþrótta- manna í stað þess að setja þá á launa- skrá hjá ríkinu. Þrátt fyrir að flutningsmenn frum- varpsins væru tuttugu og fjórir talsins ífyrra skiptið og fimmtán í það síðara og ýmsir fleiri lýstu stuðningi við það í umræðum var málið ekki afgreitt. íþróttamenn bíða því enn eftir stofn- un sjóðs fyrir þá sem er sambærilegur launasjóði stórmeistara í skák. AFREKSMANNASJÓÐUR / / ISI Á 61. íþróttaþingi ÍSÍ seint á sfðasta ári var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að hækka framlag ÍSÍ af óskiptum lottóhagnaði til afreks- íþrótta úr 3% í 8% þannig að Afreks- mannasjóður ÍSÍ hefði milli 13 og 14 milljónir kr. til ráðstöfunar á ári. Sumir gætu sagt að með þessari sam- þykkt hafi íþróttaþing viðurkennt í verki að það væri hlutverk ISI að styrkja afreksmennina en ekki ríkis- ins. Á íþróttaþingi var hins vegar kall- að eftir afreksmannasjóði með þátt- töku ríksvaldsins enda þykir sýnt að þessi upphæð dugi skammt. Á þessu ári njóta tíu einstaklingar og þrjú sérsambönd styrkja úr afreks- mannasjóði ÍSÍ. Spjótkastararnir Einar Vilhjálms- son og Sigurður Einarsson, Vésteinn Hafsteinsson kringlukastari og Bjarni Friðriksson júdómaður fá 80.000 kr. á mánuði frá febrúar og þar til í sept- ember að báðum mánuðum með- töldum. Sex íþróttamenn fá 40.000 kr. á mánuði úr sjóðnum í jafn langan tíma; Pétur Guðmundsson kúluvarp- ari, Martha Ernstdóttir hlaupari, Krist- inn Björnsson skíðamaður, Freyr Gauti Sigmundsson júdómaður og badmintonmennirnir Broddi Krist- jánsson og Árni Þór Árnason. Handknattleik- ssambandið fékk 2.000.000 kr. vegna HM í Svíþjóð og Knattspyrnusam- bandið og Körfu- knattleikssam- bandið fengu 400.000 kr. hvort vegna úrslitakeppn i Evrópumóta drengjalandsliða. Af þessari upp- talningu má Ijóst vera að stjórn Af- reksmannasjóðs ISI getur ekki styrkt nema lítinn hluta þeirra afreksmanna sem hljóta að koma til greina á hverjum tfma. JÓN L. ÁRNASON: „VIÐ ERUM ÓSKÖP ÞAKKLÁTIR" „Við erum ósköp þakklátir fyrir að hafa fengið að njóta þessara launa," segir Jón L. Árnason stórmeistari. „Það sýnir góðvild þing- manna og stjórnarherra í garð skákl- istarinnar. Þótt þetta sé ekki há upp- hæð sem við fáum hafa þessi laun gert okkur kleift að stunda skákina sem aðalatvinnu. En ef þau stæðu ekki til boða værum við varla að standa í þessu. Það er erfitt að sam- eina það að ná árangri í skák og stunda aðra vinnu jafnframt. Þess ut- an standa mót yfirleitt minnst í tvær til þrjár vikur og þeir atvinnurekend- ur eru vandfundnir sem geta veitt mönnum frf til að taka þátt í nokkrum mótum á ári." f lögunum er það ákvæði að stór- meistarar sem þiggi laun verði að ná Ingi Björn Albertsson hefur barist fyrir stofnun sjóðs til styrktar af- reksmönnum í íþróttum. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.