Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 48
FRJALSAR
Ný kynslóð að taka við f stuttu spretthlaup-
unum en útlitið ekki gott í 400 m hlaupi
100 m og 200 m hlaup
karla
Á áttunda áratugnum voru Bjarni
Stefánsson, Vilmundur Vilhjálmsson
og Sigurður Sigurðsson allsráðandi í
spetthlaupunum hér á landi. Þeir
voru miklum hæfileikum gæddir og
hefðu eflaust náð enn betri árangri ef
meiðsli hefðu ekki oft sett strik í
reikninginn, sérstaklega hjá Vil-
mundi og Sigurði. Árangur í 100 m
hlaupi var hins vegar frekar slakur
allan níunda áratuginn. Eigi að síður
komu fram nokkrir efnilegir sprett-
hlauparar en enginn þeirra náði að
hlaupa undir 11,00 sek. Það var ekki
fyrr en árið 1991 er Einar Þór Einars-
son hljóp á 10,57 sek. og jafnaði ís-
landsmet Vilmundar (rafmagnstíma-
taka) að árangurinn fór að batna.
Efnilegir 18-19 ára strákar, Haukur
Sigurðsson, Jóhannes Marteinsson
og Atli Örn Guðmundsson hafa allir
verið að hlaupa nýlega á um 11,00
sek. og eru líklegir til að veita Einari
Þór verðuga keppni á næstu árum.
Jón Arnar Magnússon getur einnig
náð góðum árangri í greininni á ís-
lenskan mælikvarða ef hann leggur
áherslu á það.
Útlitið í 200 m hlaupi er ekki eins
Geirlaug Geirlaugsdóttir á best
12,24 sek í 100 m hlaupi en Einar Þ.
Einarsson er íslandsmethafi og bætir
það líklega á næstu mánuðum.
bjart. í rauninni hafa 400 m hlaupar-
ar skipað landsliðssætið í 200 m
hlaupi undanfarinn áratug. Einar Þór
bætti sig verulega með því að hlaupa
á 21,87 sek. í vor en á langt í land
með að geta ógnað meti Vilmundar.
Búast má við því að a.m.k. 2-3 ár líði
þar til að hylli undir að einhver
hlaupi á um 21,50 sek. Með dugnaði
við æfingar og aukinni reynslu ætti
einhverjum af ungu strákunum að
takast það.
Texti: Sigurður P. Sigmundsson
100 m hlaup karla sek.
10,3 Hilmar Þorbjörnsson, Á '57
10,3 Vilmundur Vilhjálmsson, KR '77
10,57 Einar þór Einarsson, Á '91
10,72 Sigurður Sigurðsson, Á '80
10,72 Jón Arnar Magnússon, HSK '88
10,5 Finnbjörn Þorvaldsson, ÍR '49
10,5 Ásmundur Bjarnason, KR '52
10,5 Bjarni Stefánsson, KR '70
10,77 Oddur Sigurðsson, KR '81
10,6 Haukur Clausen, ÍR '48
200 m hlaup karla sek.
21,23 Vilmundur Vilhjálmsson, KR '77
21,39 Oddur Sigurðsson, KR '84
21,3 Haukur Clausen, ÍR '50
21,3 Hilmar Þorbjörnsson, Á '56
21,58 Sigurður Sigurðsson, Á '80
21,4 Bjarni Stefánsson, KR '73
21,4 Aðalsteinn Bernharðsson,
UMSE '85
21,5 Hörður Haraldsson, Á '50
21,83 Þorvaldur Þórsson, ÍR '84
21,6 Ásmundur Bjarnason, KR '54
Til skýringar skal tekið fram að á
afrekaskrá í 100 m og 200 m hlaupi er
reiknaður munur á handtímatöku og
rafmagnstímatöku 0,24 sek. en 0,14
sek. í 400 m hlaupi. 10,3 sek. jafn-
48