Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 39

Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 39
L A þróun sem átt hefur sér stað. Ef við Islendingar erum óhræddir við að til- einka okkur þá þekkingu, sem fremstu fótboltaþjóðir heims búa að hverju sinni, tel ég enga ástæðu til að ætla að við eigum eftir að dragast eitthvað aftur úr á komandi árum. Efniviðurinn hér á landi er það mikill og áhuginn á fótboltanum fer sífellt vaxandi, þannigaðframtíðin hérætti að vera björt." — Hvað finnst þér um þau öru félagaskipti manna sem hafa verið í íslenskum fótbolta hin síðari ár? „Ef menn hafa áhuga á því að vera að skipta um félög er það náttúrlega undir þeim sjálfum komið. Eg get ekki verið að fetta fingur út í það þótt menn vilji breyta um andrúmsloft." — Nú gafstu það í skyn í blaðaviðtali síðastliðið haust að það væri ekki ráðið hvort þú yrðir áfram með Skagamönnum. Fékkstu mörg tilboð í kjölfar þessa? „Konan mín sótti um háskólavist erlendis, þannig að til stóð að fjöl- skyldan flyttist út. Við ákváðum þó að veraeittártil viðbótar hérá Islandi og sjá síðan til. Með þessu var ég því ekki að leita eftir tilboðum frá öðrum liðum. Fljótlega eftir að ákveðið var að við yrðum áfram á Islandi var gengið frá því að ég myndi leika áfram með Skagamönnum." — Gætirðu hugsað þér að leika með einhverju öðru liði á íslandi en ÍA? „Egersvo mikill Skagamaður í mér að ég á erfitt með að sjá mig fyrir mér leika með öðru liði á íslandi en ÍA. Það væri örugglega undarlegt að „Allir leikmenn ættu að prófa að dæma einn leik í deildinni áður en þeir gagnrýna dómarastéttina." koma hingaðáAkranesogleikagegn ÍAog gegn stuðningsmönnum liðsins — eiginlega er óþægilegt að hugsa þá hugsun til enda!" — En þú útilokar ekki að þú myndir leika með öðru liði hér á landi? „Nei, nei. Maður á aldrei að úti- loka neina möguleika." — Höfðu engin lið samband við þig þegar þú varst á heimleið? „Jú, jú. Það voru nokkur lið í sam- bandi við mig en það var eiginlega aldrei nokkurspurning í mínum huga hvar ég myndi leika ef ég væri á ann- að borð hérna heima." — Hver er grófasti leikmaður sem þú hefur leikið gegn? „Þegar ég lék á Englandi spilaði ég gegn Vinny Jones og satt best að segja hef ég aldrei kynnst öðru eins. Hug- arfar hans í fótboltanum er hreint út sagt ótrúlegt og óskiljanlegt." — Nú vakti það gríðarlega athygli þegar Bragi Bergmann var með falinn hljóðnema innan á sér í leik ykkar Skagamanna gegn Valsmönnum í fyrra. Hvað hefurðu um þá uppákomu að segja? „Hvað mig varðar er þetta það besta sem gat hent mig. Þegar ég sá sjálfur og heyrði hvernig ég lét á leik- velli skammaðist ég mín fyrir það. Eg sá að ég hafði farið yfir strikið og vissi að ég yrði að hætta svona rugli. En þegarmaðurersvonaskapmikill eins og ég er, er erfitt að sitja á strák sínum í leikjum og að rffast ekki við dómara. Ætli megi ekki líkja þessu við reyk- ingamann sem er að reyna að hætta að reykja. Eg gleymi mér oft í leikjum og hafði því mjög gott af því að sjá hvernig ég lét. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þetta kom mjög illa út fyrir mig og fleiri eftir að þetta birtist á Stöð 2 og það var síðan til að kóróna þetta allt saman að ég var rekinn út af í leikn- um, þannig að þetta kom verr út fyrir migen aðra sem léku þennan leik. Ég get þó ekki sagt annað en að ég hafi svo sannarlega átt það skilið að vera rekinn af velli í þessum leik, eins og ég lét. Ég strengdi það áramótaheit að ég ætlaði að reyna að beina skapinu inn á aðrar brautir og láta það vera að rffast við dómara og það hefur gengið ágætlega hingað til." — Nú hafa margir verið á þeirri skoðun að dómgæsla í íslenskum boltaíþróttum sé ekki upp á marga fiska. Hvað finnst þér um það? „Það þyrftu eiginlega allir 1. deild- „Mér finnst íslenskur fótbolti mun hraðari og betri en áður."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.