Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 34

Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 34
Kolbrún Hreinsdóttir, Sigurmon Hartmann og Sigurður Jónsson. varð þar með yngsti íslenski lands- liðsmaðurinn fyrr og síðar. Þá voru erlend stórlið farin að fylgjast með Sigurði og menn vissu að ekki myndi líða á löngu þar til hann yrði at- vinnumaður í fótbolta. Sú varð og raunin. Sigurður hóf atvinnumennsku sína í knattspyrnu hjá Sheffield Wednesday og lék síðar með Lund- únarisanum Arsenal. Mikil meiðsli settu þó strik í reikninginn hjá hon- um sem urðu reyndar til þess að hann neyddist til að hætta í atvinnu- mennsku og halda heim á leið. Hann hóf þá að leika með Skagamönnum að nýju og varð íslandsmeistari með þeim ífyrra. Nú eiga Skagamenn titil að verja og er Sigurður mikilvægur hlekkur í þeirri sterku keðju sem til þarf svo að tiltilvörnin takist. En hvað finnst Sigurði um atvinnumennskuferil sinn? Var sá ferill honum vonbrigði? — Nú er það óumdeilt að þú varst eitthvert mesta efni sem komið hefur fram í íslenskum fótbolta. Heldur þú að þú hafir náð því fram sem þú gast í fótbolta með því að fara að leika á Englandi? „Segðu pabba þínum að hann sé bestur í fótbolta!" „Áherslurnar í Sheffield voru aðrar en ég átti að venjast. Það var mikið lagt upp úr líkamlegum styrk en minna fór fyrir því að knatttækni manna væri æfð. Á þeim árum, sem ég var í Shef- field, styrktist ég mikið líkamlega og bætti mig mjög á því sviði. Ég spilaði lítið á mínu fyrsta ári en meira hin tvö árin og öðlaðist einnig töluverða reynslu við það." — Var þá ekki lögð áhersla á að leika áferðarfallega knattspyrnu í Sheffield? „HLJÓP 10 KM Á HVERJUM DEGI í ÞRJÁ MÁNUÐI" „Nei, ég myndi ekki segja það. Mistök mín voru að kynna mér ekki hvað í boði var hjá öðrum liðum. Ég hefði líka átt að kynna mér aðstæð- urnar í Sheffield betur; hvernig fót- bolta liðið spilaði og hvernig æfing- um væri háttað. Mér leist mjög vel á framkvæmda- stjóra liðsins, Howard Wilkinson, og það sem hann hafði fram að færa. En æfingarnar voru ekki eins og ég hafði átt von á. Þetta voru sífelld götu- hlaup. Wilkinson sagði að ég væri ekki í nægilega góðu formi, þannig að ég mátti sætta mig við það að hlaupa erfið götuhlaup, upp og niður brekkur, einn míns liðs til þess að ná því formi sem aðrir leikmenn liðsins voru í. Það má eiginlega segja að ég hafi hlaupið u.þ.b. 10 km langhlaup á hverjum einasta degi í þrjá mánuði á þessum tíma." „Howard Wilkinson er af enska skólanum. Þaðer Ijóstað þaðer mik- ið fyrirtæki að reka lið í 1. deildinni og þá spyrja menn kannski ekki að fegurð knattspyrnunnar heldur er lit- ið á árangurinn. Wilkinson lagði t.d. mjög mikið upp úr ýmiss konar tölfræði. Hann sagði t.d. að því fljótar og því oftar sem við kæmum boltanum frá okkar marki þeim mun meiri líkur væru á að við gerðum mark hinum megin; því fleiri hornspyrnur sem við fengj- um í leikjum þeim mun meiri líkur væru á því að við skoruðum o.s.frv. Það má eiginlega segja að Wilkinson hafi lagt mikið upp úr pressu og því að djöflast í andstæðingunum en það kemur auðvitað niður á fínna spili. Wilkinson var lengi trúr þessari sannfæringu sinni en sá síðan að þessi fótbolti bar ekki árangur. Hann var m.a. látinn fara frá Sheffield vegna þess að árangur liðsins var slakur. Hann tók þá við Leeds liðinu og með breyttum áherslum náði hann árangri þar." — Hvernig karakterar eru Englendingar og hvernig fannst þér að umgangast þessa menn? „Ég get ekki sagt annað en að ég kunni mjög vel við Englendinga. Það var náttúrlega erfitt að kynnast þeim fyrst eftir að ég kom út. Mér var þó tekið opnum örmum og eftir að ég kynntist þeim varð ég mjög hrifinn af þeim og hef gaman af enskum karakt- erum." „Pabbi — þú ert lang-bestur í fót- bolta á íslandi." — Hver var skrautlegasti náunginn sem þú kynntist þarna úti? „Ætli það sé ekki Paul Merson hjá Arsenal þegar hann var hvað skraut- legastur. Hann er feikilega sterkur leikmaður sem getur miklu meira en hann hefur sýnt. Hann er eiginlega svolítill prakkari ísér, hefurtil dæmis gaman af því að standa í veðmálum og honum þykir bjórinn heldur ekki slæmur. Það má einnig segja að fjölmiðlar fylgi svona skrautlegum karakterum eftir og blási upp allt sem þeir gera. í því sambandi má t.d. benda á Paul Gascoigne en það var alveg sama hvað hann gerði eða átti að hafa gert — allt var blásið upp í fjölmiðlum. Það gefur augaleið að þeir leikmenn, sem fremstir standa, eiga sér því lítið einkalíf og verða að passa sig vel að halda sig innan siðsamlegra marka." — Hvað er eftirminnilegast frá ferlinum? „Það eru eiginlega engir toppar í þessu hjá mér — ekki ennþá. Mér er þó ofarlega í huga mót nokkurra liða sem haldið var á Wembley en þá lék ég með Arsenal-liðinu gegn Samp- doria, Juventus og Benfica. Við fór- 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.