Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 38

Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 38
féleysi KSI um aö svona skuli koma upp á. KSI hefur einfaldlega ekki efni á því að senda menn úttil að athuga í hvernig formi atvinnumennirnir eru hverju sinni, þó svo að það væri eðli- legt að mínu mati." — Hvað finnst þér um Ásgeir Elíasson sem landsliðsþjálfara? „Sem leikmaður hef ég kynnst honum það lítið að ég er ekki fær um að dæma hann. En í leikjum eins og t.d. á móti Spánverjum, sem ég lék, tókst honum mjög vel til varðandi það að stemma mannskapinn fyrir leikinn og ná upp góðri baráttu. Það er alltaf spurning hvernig standa eigi að undirbúningi fyrir leikina hverju sinni, hvort hann eigi að vera stuttur eða langur. Það skilaði sér t.d. ekki „GUÐJÓN OG TEITUR VEL TIL ÞESS FALLNIR AÐ STÝRA LANDSLIÐINU" vel út í leikinn að landsliðið hafði ágætan tíma til undirbúnings fyrir leikin gegn Lúxemborg en strákarnir náðu þó að hrista af sér slenið og börðust vel í næsta leik á eftir gegn Rússum." — Nú eru stöðugar umræður um það hverjir gætu verið hæfir sem landsliðsþjáífarar. í þeirri umræðu bregður nafni þjálfara þíns hjá ÍA, Cuðjóni Þórðarsyni, iðulega fyrir. Gætirðu séð hann fyrir þér sem landsliðsþjálfara? „Já. Guðjón myndi örugglega skila því hlutverki vel. Það er Ijóst að hann hefur náð mjög góðum árangri sem þjálfari og af því að dæma, sem ég kynntist hjá honum í fyrra, er Ijóst að hann veit nákvæmlega hvað hann syngur. Hann hefur mikinn metnað ogégtel að honum takist mjögvel til í því að smita þessum metnaði yfir í leikmenn fyrir leiki. Hann nær iðu- lega upp mikilli og góðri stemmn- ingu í liðinu og öll umgjörð hans í kringum leiki er mjög góð. Eg tel að einnig yrði að líta til Teits Þórðarson- ar ef verið.væri að leita eftir nýjum landsliðsþjálfara en ef til þess kæmi eru Guðjón og Teitur vel til þess fallnir, að mínu mati. Einnigyrði Ás- geir Sigurvinsson góður kostur. Það „Vertur blessaður og þakka þér fyrir spjallið." háir honum kannski að hann hefur ekki jafn mikla reynslu í þjálfun og hinir hafa en hann gæti vel verið inni í myndinni. Annars ber að líta til þess að eins og staðan er núna er raunhæfur möguleiki að við náum að hækka okkur um styrkleikaflokk og það verður að teljast mjög viðunandi ár- angur. Auðvitað má líta á leiki eins og gegn Grikkjum þar sem betur hefði mátt fara. Á móti koma síðan tveir sigar gegn Ungverjum sem ég held að fáir hefðu reiknað með fyrir- fram. Það er því kannski ótímabært að vera rýna í hugsanlega landsliðs- þjálfara." — Hvernig þjálfari er Guðjón? „Undirbúningur hans fyrir keppn- istímabil er mjög markviss. Hann prófar menn á margvíslegan hátt og athugar hvort þeir séu á réttri leið á undirbúningstímabilinu. Hann er, að því er ég held, eini íslenski þjálfarinn sem hefur farið út í þetta, en þetta skilar honum þeim árangri að hann veit nákvæmlega hverjir þurfa meira til en aðrir til að koma sér í gott form. Guðjón hefur verið óhræddur við að fara sínar leiðir og ég held að það skili sér vel, allavega hefur árangur- inn ekki látið á sér standa hjá hon- um." — Hvernig er íslenski boltinn í samanburði við þann enska? „Það er eiginlega ekki hægt að líkja þessu saman. Hraðinn úti er miklu meiri en hann er hér á landi en, eins og ég segi, er ólíku saman að jafna. Mérfinnst íslenskur fótbolti þó tví- mælalaust mun hraðari og betri en hann var áður en ég fór út í atvinnu- mennskuna. Bretarnir hafa verið mjög fastheldnir á sínar skoðanir og ekki fylgt þeirri þróun sem átt hefur sér stað annars staðar. Enda eru ensk fótboltalið að dragast aftur úr þeirri 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.